Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 3

Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 3
‘b'm9r *% Franskir dagar - Les jours fran^ais Ágætu Fáskrúðsfirðingar og aðrir gestir. Nú höldum við Franska daga í tólfta sinn. Komin er bragur hefða á dagskrá og yfirbragð hátíðarinnar og er það fínt af þeim sökum að bæjarbúar og gestir þeirra geta þá gengið að ýmsu sem vísu, en þó er ávallt reynt að koma með einhveijar nýjungar, bæta svolitlu við hér og þar. Bæjarhátíð af þessarri stærðargráðu getur ekki gengið án þess að margir leggi hönd á plóg. Það er í mörg hom að líta og mörg verk að vinna. Meginuppistaða þessarra verka erunnin í sjálfboðastarfi og fyrirtæki í bænum, og nágranna bæjum, hafa stutt dyggilega við með fjárframlögum og- eða niðurgreiddri þjónustu, eða gjöfum sem notaðar eru sem vinningar. En það kostar mikla peninga að halda svona hátíð, svo mikla peninga að mörgum þykir víst nóg um. Það þýðir að þrátt fýrir alla sjálfboðavinnuna þarf að innheimta peninga fyrir eitt og annað og þeir sem uppskera em félagasamtök í bæjarfélaginu, og vonandi uppskera sem flestir gleði og ánægju á meðan á hátíðinni stendur. Það sem viö, sveitungar hér á Fáskrúðsfirði, þurfum að ákveða er hvaða yfirbragð við viljum hafa á Frönskum dögum, viljum við hafa yfirbragð útihátíðar eða fjölskylduskemmtunar. Ég held aö flestir geti verið sammála um að töluverður munur liggi á milli þeirra mynda sem kemur upp í höfuðið þegar talað er annars vegar um útihátíð og hins vegar um fjölskylduskemmtun. Það er í höndum okkar sem hér búum að stilla þessari skemmtilegu hátíð á þá braut sem við viljum hafa hana á, því allir sem vilja og kjósa geta komið að undirbúningi Franskra daga, lagt sitt til málanna, og því fleiri sjónamið, þvi betra. Að búa í litlu samfélagi hefur marga kosti. Aö mínu mati miklu fleiri kosti en galla. Við þekkjum hvert annað, við bregðumst við ef einhver er í vanda og við gætum hvers annars. Þetta gerir fólk á hljóðlegan og smekklegan hátt og á þann veg að manneskjan fýllist öryggiskennd og gleði yfir því að tilheyra þessu samfélagi. En það sem við mættum gera meira af er að gleðjast hvert með öðru á jákvæðan hátt. Samgleðjast þeim sem gengur vel og fagna þeim sem skara ffam út á einhvem hátt. Það er vissulega glaðst og fagnað með náunganum hér, en það sem ég á við er að við þurfum að hrópa það af fjallsbrúnum og kalla það af húsþökum í þeim tilgangi að hvetja menn til dáða í því sem þeir era að gera. Því nánast í hveiju húsi hér við ijörðinn fagra era menn að gera frábæra hluti, hvort heldur í einkalífi, tómstundum eða vinnu. Ef við hvetjum hvert annað til dáða með því að hrósa og fagna sigram hvers annars þá getum við öll glaðst í hjörtum okkar yfir smáum og stóram sigram náungans, klappað okkur sjálfum á öxlina og fagnað því að hafa átt örlítin þátt í þessum sigram. Fátt veitir meiri vellíðan i sálinni. Margt hefur breyst síðan undirrituð var að alast upp á Búðum. Til að mynda var ekki svona mikið kjarr í fjallinu, ekki svona mikil lúpína, Benni seldi heitt Coke Cola í Bennabúð og mjólkin var seld í pokum sem konur siöan hekfuðu mottur úr. Þetta var góður tími, en ég veit að nútíminn sem bömin okkar era að alast upp í er líka góður tími, besti tíminn fýrir þau því þau era af annarri kynslóð og gott er að trúa þvi að hver kynslóð vaxi úr grasi á besta tímanum. Þeir sem fullorðnir era á hveijum tíma leggja línumar og ganga á undan með góðu fordæmi til þess að bömin, sem era að ganga á vori lífs síns, geri slíkt hið sama þegar þau verða hin fullorðnu. Höfum þetta í huga þegar við skemmtum okkur um helgina, en fýrst og ffemst, skemmtum okkur vel í félagi við fjölskyldu, vini og gesti. Góða skemmtun. Berglind Ósk Agnarsdóttir, framkvœmdastjóri Franskra daga. 3

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.