Franskir dagar - 01.07.2007, Qupperneq 24

Franskir dagar - 01.07.2007, Qupperneq 24
Franskir dagar - Les jours frangais Einar í Odda smíðaði nýjan Glað 1962. Þegar langt var komið með smíði hans kviknaði í Oddaverkstæðinu en hann skemmdist lítið. „ Eftir að Glaður kom fór ég aö róa frá Hafranesi. Glaður var góður bátur með bjúgstefni og seinna kom á hann línurenna. Eftir að ég fór að róa ifá Hafranesi fóru krakkarnir meö mér og ýmsir fleiri, m.a. Siggi á Kolfreyjustað”. Rafstöðin Rafstöðin á Kolmúla var byggð sumarið 1953 en tvö ár á undan var þar keyrð díselrafstöð. Rörin voru smíðuð á Ljósavatni i Þingeyjasýslu. Það voru 12 tommu víð trérör sívafin með vir. Garðar á Ljósalandi var aðalmaðurinn í þessu og búinn að iýlgjast með vatninu í nokkurn tíma áður en við byrjuöum. Hann sagði að þessi rör entust okkar aldur, en við þrír sem byggðum rafstöðina, Jónas, Benni og ég erum lifandi ennþá en búið að skipta um rörin. Rafallinn er danskur 15 kílóvatta, en túrbínan tveggja stúta smíðuð í Hafnarfirði. Hún var byggði fýrir 10 kílóvött. Við fengum sitt hvora hitatúpuna í húsið sem hvor tók 5 kílóvött. Sjómenn sem sigldu inn fjöröinn glöddust við að sjá allt uppljómað á Kolmúla. Um svipað leyti voru rafstöðvar byggðar í Víkurgerði, Lækjamóti og tvær á Eyri. „Rafstöðin gekk vel þangað til í desember 1974, er kom mikill snjór, seinasti mikli snjórinn sem ég man eftir. skaflinn við braggann tveim metrum hærri en stafninn á bragganum. Þeir voru fjórar klukkustundir frá bænum á ýtu og út að á. Svo miklir voru skaflarnir. Eftir jólin gerði mikla hláku og þá fýlltist rafstöðin af vatni. Rafallinn fór mjög illa, hann fór í viðgerð á ReyðarQörð og kom góður til baka. Seinna fengum við rafal út beinaverksmiðjunni Austfirðingi á Eskifirði þegar hún lagðist af. Tengingin við Rarik rafmagnið kom um 1980”. Guðjón á Kolmúla sá um hundahreinsun frá því seint á sjötta áratugnum. “Ég byrjaði á að ná í hunda í Fáskrúðsfjarðar- og Búðahreppum, setti þá í tunnur sem voru á kerru aftan í jeppanum, átta tunnur og einn hundur í hverri. Þegar heim var komið tók ég þá úr tunnunum, sem ekki gekk alltaf vel. Þeir voru bundnir í hundakofanum og sveltir í sólahring, gefið þá inn lyfið og sveltir í annan sólahring. Þá voru þeir baðaðir og settir í tunnurnar aftur og skilað heim til sín og teknir nýir hundar í tunnurnar. Verst gekk með Brimneshundana, þeir vildu ekki i tunnur svo Þorgeir þurfti að keyra þá í Kolmúla. Seinna komu ný meðul svo hvorki þurfti að svelta hundana né baða”. Alla tíð hefur verið mikill gestagangur á Kolmúla og alltaf nóg pláss. Eitt sinn fengu 20 manns í gistingu úr einni rútu, þá var ófært yfir fjallið. „í hópnum var ein kona, við þekktum engan í hópnum. Búið var um alla á loftinu nema konuna. Daginn eftir kom í ljós að eiginmaður hennar var þama líka en við vissum auðvitað ekkert um það”. Afkomendur Guðjóns og Jónu Bjargar, sem lést í júlí 2002, eru 57 talsins. Fyrir tveimur ámm brá hann búi en hélt eftir nokkmm hestum sér til ánægju. Guðjón dvelur nú til skiptis á Hjúkmnarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði og á Kolmúla. Hann er heilsuhraustur sem aldrei fyrr og fróðlegt að geta þess í lokin að Guðjón hefur aðeins einu sinni lagst inn á sjúkrahús, þá kominn á tíræðisaldur. Eftir silfruðum bárum fer bátur í kvöld, blíður andvari leikur um kinn. Lít ég himinsins fegurstu töfranna tjöld, tendrast sólbliki fjörðurinn minn. Þar í kvöldgeislum baðaður Skrúðurinn skín, skartar fegurð og tiginni ró. Og nú birtist til Andeyjar unaðslegust sýn, eykur heimþrá sem veitir mér fró. Nú um bátinn vefst kyrrðin ljúf, og vitar frá strönd vísa sæförum gifturíka leiðina í höfn. Þvílík geislandi heiðríkja um höf bæði og lönd, heimabyggð kærust virðist samofin dröfn. Sveitin breiðir út faðm sinn með fjöllin sín há, finn ég titra í brjóstinu streng. Og á vinstri hönd Sandfellið sindrar nú á, seiðir Hoffellið meyju og dreng. Blika ljósin í gluggum og blessa nú stund, blíðan kvöldgolan anda nú fer. Ennþá á ég við minningar indælastan fund, æskudrauma við fjörðinn minn hér. Þar í fjörunni dreymdi um fjarlægust mið, fann í brjóstinu óræða þrá. Öllu góðu þá vildi ég leggja allt mitt lið, úti á lífshafi takmarki ná. Langt er síðan, en ennþá fer heiðríkja um hug, horfnar stundir nú birtast og Ijóma undurskært. Þessi kvöldsigling vekur mér vonarbjartan dug, vísar á það sem mínu hjarta er kært. Og nú finn ég í hjarta mér fjörðurinn er. Fegurð hans er af dásemdum rík. Mynd hans greipt er í huga og merlandi þar fer. Munabjört verður náðargjöf slík. Fjörðurinn minn, fegurstur á jörð. Friðarins Guð haldi þar um vörð. 24

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.