Franskir dagar - 01.07.2007, Síða 23

Franskir dagar - 01.07.2007, Síða 23
Franskir dagar - Les jours fran^ais Útstekk í Helgustaðarhrepp. „Það var eina fæðingin sem ég var viðstaddur. Naflastrengurinn var þrívafmn utan um hálsinn á henni, það mátti ekki miklu muna að illa færi. Barninu varð ekkert meint af þessu en okkur brá eðlilega mikið”. Stríðsárin Bretar hernámu ísland vorið 1940, þeir voru með bækistöð á Reyðarfirði en byggðu tvo bragga niöur undir vitanum á Vattarnesi. Aðallega ferðuðust þeir á milli þessara staða á bátum. Braggarnir urðu eldi aö bráð og brunnu til kaldra kola. Seinna komu Kanarnir, þeir reistu nokkra stærri bragga út á hraununum og lögðu þangað veg með beltaýtu. „Þar var læknir og margir dátar. Varnarbyrgi var nokkuð frá bröggunum á hrauninu. Mig minnir að það hafi verið hlaðið úr sandpokum og grjóti. Svo stóðu þeir vaktina. Herinn setti þverslár á símastaurana inn á ReyðarQörð og voru með sérstaka símalínu fyrir sig. I Vattarnesbótinni sökk prammi hjá hermönnunum, með ýtu á. Það sást ekkert meira af þeim” Og talið berst að Ástandinu „Hermennirnir voru eitthvað í stelpunum inni á fjörðunum, þeir sóttu böllin á Hafranesi. Stelpur hér á byggðinni voru i Ástandinu, offiserarnir heilluðu þær. Ein stúlkan fór með offiser gangandi frá Hafranesi í Vattarnes. Sú ferð tók að því er sagt var alla nóttina. Einn maður í sveitinni henti að þessu gaman og sagði að hún hafi sennilega verið orðin ansi þvæld þegar þau komust á leiðarenda”, segir Guðjón kíminn. Hann segist aldrei hafa heyrt að stelpurnar fengju bágt fyrir að vera i Ástandinu. Að sögn voru tjáskipti við hermennina ekkert stórmál, þannig voru hjónin Ástríður Eggertsdóttir og Þórarinn Grímsson Víkingur altalandi á enska tungu, en þau bjuggu í Ameríku áður en þau komu í Vattarnes árið 1930. Þá gat Siggi á Vattarnesi bjargað sér á ensku við hermennina. Þegar Jóna Björg var að fæða Höllu kom ameríski læknirinn frá Vattarnesi, „hann mátti lítið gera þannig að við fengum Harald Sigurðsson lækni. Haraldi var ekki vel við að við skyldum fá þann ameríska” segir Guðjón og bætir við að eitt sinn hafi hann farið til ameríska læknisins sem dró úr honum tönn „hann vildi ekkert taka fýrir” Haldið á vertíð Tvítugur að aldri var Guöjón eina vertíö í Vestmannaeyjum og næstu tvær (1934 og 1935) á Kveldúlfstogaranum Arinbirni Hersi RE-1. „Við vorum 37 um borð, mér líkaði vistin vel. Við hásetarnir vorum allir í lúkamum, þar sem hver kojan var upp af annarri. Arinbjöm sigldi m.a. til Færeyja. í Reykjavík bjó ég fyrri veturinn á Óðinsgötu hjá Einari Friðrikssyni og Guðrúnu Hálfdánardóttur frá Hafranesi, sem vom nýflutt suður, en þann seinni hjá Guðlaugu Sigmundsdóttur og Pétri Sigurðssyni sem bjuggu nokkur ár í Þrastarhóli á Vattarnesi” Vegur yfir Staðarskarð í vegalagninguna yfir Staðarskarð vom lagðar árlega tíu þúsund krónur úr Ríkissjóði. Sú upphæð dugði fyrir einum kílómetra. „ætli þetta hafí ekki tekið fímm eða sex ár. Eftir að bílarnir komu mokaði ég stundum á þá með dráttavél. Það fóm sjö skóflur á hvern bil” Fjölmargir unnu við vegalagninguna og gistu í tjöldum. Verkstjóri varTómas ísleifsson frá Eskifirði. „Hann breytti veginum allnokkuð og fyrir vikið varð hann brattari. Þar sem vegurinn er brattastur áttu sumir bílar í erfiðleikum ^ " \ ' - V l Guöjón um borð i bátnum Glaö SU-60 við bryggju á Hafranesi. Huldu um svipað leyti. Braggar Guðjón byggöi útihús á Kolmúla. Braggi fyrir sauðfé var reistur um eða uppúr 1950, fyrrum hermannabraggi frá Reyðarfírði. Hann segir bogana í Bretabröggunum hafa verið veigalitla, en öllu þykkari hjá Ameríkönunum. í miklum vindhviðum sveiflaðist bragginn til. Hann fauk í ofsaveðri veturinn 1981. í því sama veðri fauk mjólkurbíllinn hjá Gfsla á Heiöi, en hann hafði skilið hann eftir á veginum fyrir neðan bæinn. Guðjón segir þetta ekki versta veður sem hann man eftir. „Þetta var mikið jafnviðri. Innan við braggann var hænsnakofi, bragginn lenti að hluta á kofanum en hann stóð það af sér. Hænurnar sakaði ekki og féð slapp líka” Það sem eftir var vetrar var féð í húsunum hjá Jónasi og Benna á Kolmúla, en þeir voru þá fluttir með sitt fé í Hafranes, og í því sem eftir stóö af bragganum. „Annar braggi stóð innan við heimalækinn, hann höfðum við í félagi Jónas, Benni og ég. Sá braggi fauk í norðvestan hvelii, hann var notaður fyrir sögunargræjur og fleira. Bragginn á Kolfreyjustað og ungmennafélagsbragginn við Gilsána komu báðir frá Reyðarfirði. Grunnurinn að ungmennafélagsbragganum var steyptur áður en bragginn kom og þegar bogarnir komu reyndist grunnurinn of breiður. þá þurfti að steypa nýjan vegg. Ungmennafélagiö í sveitinni var nokkuð öflugt. Jónas Jónasson var lengi formaður ungmennafélagsins. Svo tók Björn á Þernunesi við, hélt einn fund og náði þar i Siggu og þar með var sögu ungmennafélagsin lokið” segir Guðjón og veltist um af hlátri um leið og hann bætir við að Eiríkur á Brimnesi sem einnig var í stjórn hafi náð í með að komast upp” Lagningu vegarins lauk lýðveldisárið 1944. Bílpróf og bíll Guðjón tók bílpróf 1953, lærði hjá Gunnari Þórðarsyni „Gunnar sagði að allir bestu bílstjórarnir lærðu hjá sér”. Fyrsti bíll Guðjóns var kallaður Skijóðurinn. Þegar hafnargerðinni á Stöðvarfiröi var lokið uppúr 1950, voru báðir bílamir sem notaðir vom, fluttir í land á flekum „ég keypti annan, hann var frekar lár, frambyggður með vélina milli framsætanna. Skrjóðurinn dugði vel og var notaður í mörg ár” segir Guðjón. Eftir að Skrjóðurinn var aflagður var sett beisli á grindina og henni breytt í vagn. Bátaútgerö Guðjóns Bátinn Bjarma keypti Guðjón af Einari á Ekm í Stöðvarfirði 1941, en hann var svokallaður tvístefnungur smíðaður af Einari í Odda, með lokað stefni bæði að aftan og framan. Hann réri Svaninum frá Búðum 1941 og Bjarma árið eftir. Guðjón bjó þá í Sætúni. „Oddur Stefánsson, Guðmundur tengdafaðir minn, Kristján Stefánsson, Kiddi Sör og Kiddi Gísla em meðal þeirra sem rem með mér. Bjarma átti ég í nokkur ár og keypti þá bátinn Glaö af Þóroddi í Víkurgerði, en Bjarma seldi ég á EskiQörð.” 23

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.