Franskir dagar - 01.07.2007, Qupperneq 6

Franskir dagar - 01.07.2007, Qupperneq 6
Franskir dagar - Les jours fran^ais Texti: Albert Eiríksson Myndir: Albert og úr einkasafni Didda og Steini á Reykholti í notalegri íbúð við Frostafold í Reykjavík búa heiðurshjónin Aðalbjörg og Þorsteinn sem betur eru kunn sem Didda og Steini á Reyk- holti. Að afloknu löngu og gjöfulu dagsverki fluttu þau til höfuðborgarinnar og una þar hag sínum vel. Á sólríkum degi í vor hitti ég þau hjónin, þáði kaffi og kleinur og bað þau að segja mér í stórum dráttum frá œskuárunum, útgerðinni og daglega lífinu. táningur hafi verið á Búðum um 70 kýr. Didda réð sig sem vinnukonu þegar hún Didda ocj Steini við Reykliolt ijúni 2007. Didda á Reykholti eins og hún hefur verið nefnd af Fáskrúðsfirðingum og fleirum sem þekkja til hennar heitir fullu nafni Aðalbjörg Magnúsdóttir. Hún er fædd á Reyðarfirði 17. desember 1923. Dóttir hjónanna Magnúsar Guðmundssonar (1893- 1972) frá Felli í Breiðdal og Rósu Sigurðardóttur (1898- 1939) frá Seyðisfirði. Þau bjuggu allan sinn búskap á Reyðarfiröi. Didda er Qórða elst átta systkina sem eru fædd á níu árum frá 1919 til 1928. Didda var frá tveggja ára aldri alin upp hjá Jóhanni Pálssyni og Önnu Carlsdóttur á Heyklifi á Stöðvarfirði. Þau voru barnlaus en ólu upp fjögur börn sem eru auk Diddu: Stefán Stefánsson (1921-1978) frá Skálavík, Jóhanna Sólmundsdóttir f. 1932 og Jónas Friðrik Helgi Jónsson f. 1935. Steini á Reykholti fæddist í Freyju þann 27. apríl 1919, hann heitir fullu nafni Þorsteinn Jóhann Sigurðsson. Steini er sonur Freyjuhjónanna Sigurðar Bjarnasonar (1895-1968) og Guðlaugar Þorsteinsdóttur (1898-1987). Þau eignuðust líka Þórunni Bjarneyju 1921 en hún lést nokkurra vikna gömul. Föðurafi og amma Steina, Bjarni Sigurðsson (1867- 1932) og Þórunn Vigfúsdóttir (1861-1929) bjuggu einnig í Freyju og byggðu húsið sem við þekkjum þar árið 1914. Fjölskyldan brá búi vorið 1920 þegar Steini var ársgamall og flutti inn að Búðum. Þau settust að á Reykholt þar sem þau bjuggu í nokkur ár á meðan núverandi Reykholt var i byggingu, en gamla húsið stóö rétt íyrir ofan nýja húsið. A þeim árum voru flestir sem búsettir voru á Búðum með eina til tvær kýr og nokkrar kindur. Oftast voru ærnar á Reykholti 15-17 en voru einn veturinn 23. „Pabbi byggði fjós og hlöðu rétt fýrir utan gamla Reykholt. Hjallurinn var innstur, þá hlaðan, fjósið og þar íýrir utan hænsnakofi og fjárhús. Við heyjuöum bæði á Nýræktinni og á Kirkjubóli” segir Steini og bætir við að þegar hann var var sautján ára til Jónu Marteinsdóttur á Lögbergi á Fáskrúðsfirði. Þar lágu leiðir þeirra Steina saman og giftu þau sig ári seinna. „Steini kom á trillunni í Kambanes með foreldra sína og sr. Harald á Kolfreyjustað sem gaf okkur saman í stofunni heima á Heyklifi þann 31. október 1942. Tilstandið var öllu minna en nú til dags. Hvorki orgelleikari né söngfólk” segir Didda og bætir við að hún hafi átt aö læra á orgel þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðar „en ég mátti ekkert vera að því” segir hún brosandi. Ungu hjónin settust að á Reykholti þar sem þau bjuggu alla tíð fram til ársins 1994 þegar þau fluttu til Reykjavikur. Þáttur útgeröarinnar Steini stundaði útgerð mest allan starfsaldur sinn og má rekja upphaf hennar til útgerðar þeirra Reykholtsfeðga sem hófst með því að Sigurður, faðir Steina, fékk Einar í Odda til að smíða trilluna Freyju árið 1940. Trillan var 2,3 tonn og varmeötveggjahestaflavél. Haustið 1943 seldu þeir Freyju og keyptu bátinn Hafliða SU-615 frá Norðfirði af Rafni Einarssyni, Óskari Jónssyni og Stefáni Bjarnasyni. Hafliði var sex tonn með 13 hestafla Dinsil-vél með glóðarhaus. Báturinn var upphaflega áraskip, svokallaður súðbyrðingur, frekar grunnur en ágætur sjóbátur. Árið 1947 settu þeir í hann 21 hestafla Lister-vél en hún breytti miklu þar sem glóðarhausinn í eldri vélinni var lengi að hitna. Þeir höfðu aðstöðu í Stangelandssjóhúsi (þar sem Pólarsíld var seinna) og beittu síld eins og flestir gerðu en sumir notuðu krækling. Síldin var m.a. fengin frá Siglufirði eða veidd í firðinum. í þá daga var ekki róiö á línu í stórstraumi þar sem línan þoldi illa harðan straum. Á stríðsárunum tóku Færeyskar skútur og stærri bátar aflann og sigldu með hann til Englands en eftir það var hann lagður inn hjá frystihúsinu. Steini fékk Einar í Odda til að smíða nýjan Hafliða árið 1961, sem var 10,4 tonn, og gerði Steini hann út í tuttugu ár. Oftast voru fjórir menn á Hafliða en síðustu árin voru þeir tveir enda allar aðstæður breyttar. Sjóferö fyrir um sextíu árum. Ég bað Steina að segja frá sjóferö sem farin var í september 1948 á Hafliða. Honum segist svo frá aö haldið var úr höfn um kl 8:30 og veðurspáin var austan og suðaustan kaldi þegar liði á nóttina. Var nú haldið af stað og allt í besta lagi framan af. Þegar út í fjörðinn kom var farið að syrta að með rigningu og komið talsvert skýjafar og dökkur bakki til hafsins. Þar sem spáin var sæmileg hlaut að vera í lagi að halda á miðin. Seinna um kvöldið hafði spáin versnað og þar sem ekki var talstöð í bátnum eða útvarp vissu þeir ekkert um það. Þeir héldu i suður frá firðinum í um hálfa aðra klst. og lögðu linuna. Var þá komið myrkur, meiri vindur og rigning. Legið var yfir línunni fram í birtingu og var baujuvaktin í lengra lagi í það skiptið. Nokkuð hvasst var fram í birtingu en fór að slá á vindinn meö morgninum þó enn væri töluverður sjór. Það gekk vel að draga línuna eftir 6

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.