Franskir dagar - 01.07.2008, Blaðsíða 7

Franskir dagar - 01.07.2008, Blaðsíða 7
Franskir dagar - Les jours fran^ais Fransmannaleiði á Vattarncsi. Skömtnu fyrir aldamótin 1900 komfrönsk skúta upp ad landi á Vattarnesi. Vildu skipuerjarfá að jarða þar látinn félaga sinn. Þeim var bent á að á Kolfreyjustað vteri vígður kirkjugarður. En Frakkarnir vildu ekkifara þangað, sögðu að guð fyndi hann. Með þeirn orðum var hann jarðaður innan við Nýjatún. Ekki er vitað hvort slegin var um liann kista eða ekki. A leiðinu man Siggi eftir jjórum tveggja feta staurum, einn i hverju hortii og slá milli. Á milli stauranna vestanmegin voru negldar tvœr spýtur sem mynduðu kross. Með tímanum fúnaði viðurinn. Sigurður setti upp kross á leiðið fyrir nokkrum árum. skemmtilegar sögur. Aður en við fórum sagði hann: „Pósturinn er andaður austan til andskotans með töskuna skaust hann“. Okkur var alltaf boðið inn á Kolfreyju- stað. Pósturinn á bæina fyrir innan kom frá Reyðarfirði, en við sáum ekki um hann. Það var þakklátt starf að koma með póst- inn, en ósköp var ég feginn þegar þessu lauk.“ Utgerð á Vattarnesi I stórstraumi myndast allmiklar rastir við Skrúðinn. Siggi segir að vanir sjómenn hafi verið þarna kunnugir og farið varlega. Aðspuröur segir hann eina af sínum fyrstu minningum þegar hann fór ásamt Jóni bróöursínum og fööurþeirra að draga línu rétt fyrir utan Tangann. Úlfar faöir þeirra var með útgerð, gerði út trillu bæði á línu og færi. „Ég fór að róa eftir fermingu en var rnjög sjóveikur. Oft dró ég nokkra fiska og lagðist svo fárveikur. Ég fann alla tíð fyrir sjóveikinni. Eitt sinn vorum við þrir í róðri í svartaþoku. Allt í einu sá ég ægi- lega ófreskju framundan og varð skelk- aður. Þetta var þá uppblásinn kálfsbelgur, en pabbi notaði alltaf kálfsbelg sem bauju. Til að flá kálfsbelginn var notuð sérstök spýta, svo var hann saumaður saman og blásinn upp. Færeyingar notuðu upp- blásna grindarmaga fyrir baujur. Oft var veitt í Álunum milli Tangans, Skrúðsins og Seleyjarinnar. Þegar ég man fyrst eftir mér var kominn bátur með vél, sem hét Valur. En 1933 kom nýr Valur meö skútu frá Færeyjum, vélin var tekin úr þeim eldri og notuð í nýja Val, sem var um 1,4 tonn og 22 fet. Báturinn var opinn að öðru leyti en því að lítið hús var yfir vélinni. Siggi á Reykholti hækkaði hann í sjóhúsinu á Vattarnesi um tvö borð. Valur var seinna seldur í Breiðuvík í Helgustað- arhreppi þegar pabbi keypti bát af Alla í Dvergasteini. Sá bátur var nefndur Venus, en hét Skarphéðinn hjá Alla. Hann var 24 fet, með Wickman-vél. Fiskurinn var salt- aður og seldur til Marteins Þorsteinssonar í Kompaníinu á Búðum sem sendi bát eftir honum. Til fjölda ára gerðu Færeyingar út frá Vattarnesi, Hafranesi og Hafnarnesi, en hættu því í byrjun seinni heimsstyrjaldar. „Það hleypti miklu lífi í allt á Vattarnesi þegar Færeyingamir komu á vorin, ég heyrði að sá sem lengst var hér hafl komið í þrjátíu sumur." Færeyingarnir komu í maí og fóm um mánaðamótin ágúst/sept- ember. Þeir komu með skútum og höföu bátana á dekkinu á leiðinni til landsins. Fyrstu árin rém þeir á árabátum og seinna á trillum með vél. Þeir vom í fjórum sjó- húsum á Bakkanum, bjuggu uppi og verk- uðu fiskinn niðri. Þar vom nokkrar íbúðir. Siggi segir að þeir hafi aðallega eldað á prímusum en þeir höfðu líka kamínur. Þegar í land kom fór oft einn þeirra að elda á meðan hinir gerðu að aflanum og söltuðu. Eitthvað var um að húsmæður bökuðu fyrir þá. Eins og heimamenn seldu þeir fiskinn til Marteins og fengu þar salt. Færeyingar vom yfirleitt fjórir á og veiddu á færi en líka á línu. Þeir notuðu laup fyrir línuna: „Hann er ferkantaður, rétthymdur og stokkaö var upp á hann. Þeir vom með langar línur og langt á milli króka töluvert á annan faðm. Þegar þeir beittu, settust þrír við laupinn og tók hver nokkra króka í einu og þannig beittu þeir með krókana hangandi út fyrir. Venjulega fóm þeir með tvo eða þrjá laupa í hvern túr“. Islend- ingum þótti ekki mikið til um þessa aðferð, fannst tímafrekt að koma út línunni. Sum árin vom gerðir út fimm til sex færeyskir bátar og þegar fjölmennast var töldu Fær- eyingarnir hátt í fimmtiu manns. „Þeir áttu frí á sunnudögum og einu sinni man ég eftir að þeir sýndu færeyskan dans á túninu. Ekki veit ég til þess að þeir fæm til messu, en þeir lásu alltaf uppúr bíblíunni á sunnudögum“. Haustið 1950 varð breyting á högum Qölskyldunnar þegar hún flutti til Vest- mannaeyja. Þá vom elstu bömin flutt að heiman en Siggi, Kjartan og Hreinn fluttu með föður sínum til Eyja, þar sem Halldóra og Björg vom búsettar. María fór til Gerðu systur sinnar til Keflavíkur en Aðalbjörn til bróður síns á Eyri. í Eyjum vann Úlfar sem netamaður, en synirnir fóm á sjóinn. „Þetta var ágætur tími en ég held aö ég hafi verið upphafsmaður að þvi að fara aftur austur. Við pabbi og Hreinn fluttum aftur í Dagsbrún ári seinna og fómm að róa frá Vattarnesi". Hákarlaútgerð Siggi fékk Einar i Odda til að smíða fyrir sig bátinn Tý árið 1952, sá var 2,8 tonn, 26 fet, og kostaði 14 þúsund krónur. „Við remm á honum með línu og færi og not- uðum hann til hákarlaveiða. Við sóttum stundum með tvísóknaðan, en mest með ijórsóknaðan hákarlavað. Tóg gekk í gegnum heljarmikið tré, rúmlega hálfan annan faðm. Krakinn varum 80-100 pund (trékross með steini innan í til að þyngja), Vattamesshjónin Sigurður og Gróa með börn sín þrjú, Sigberg, Úlfar og Ingibjörgu.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.