Franskir dagar - 01.07.2008, Blaðsíða 8

Franskir dagar - 01.07.2008, Blaðsíða 8
Franskir dagar - Les jours fran^ais Feðgarnir Sigurður og Úlfar við Tý SU-185 sem Siggi lét smíða á Trésmíðaverkstœði Austurlands fljótlega eftir að hann komfrá Vestmannaeyjum. á báðum endum var krókur, en þá var það tvísóknað. Fjór- sóknaður vaður var aftur á móti með auka tré um meter á lengd. Frá vaðnum að yfirborði sjávar var tóg og á því belgur til að halda vaðnum frá botni. Belgur var settur til að forða því að tréö færi á botninn. Við belginn var lína og á endanum á henni voru þrjár pottkúlur, línan flaut uppi og var kölluð duflatrássa. Spik af hnísu og sel var notað til beitu. Einnig var selkjöt ýldað í tunnu til beitu: „Það var helvitis, djöfulsins fýla af þessu...“. Hákarlaveiöarnar byrjuðu í mars á Baulhamra- miðum en haldið var utar þegar leið fram á vorið. Róið var suður af Seley, þar sem kallaö er Djúp milli Seleyjar og Brakna. Stundum var vaðurinn hafður inn á Baulhamramiði, það er inn og norður af Tanganum. „Oftast fékkst enginn hákarl en tvisvar eða þrisvar fengum við þrjá há- karla á sama vaö.“ Hákarlinn var skorinn í tvo bita, þvert yfir við fremri bakugga, og var hvor endi fleginn fýrir sig. Síðan var hann skorinn langsum í stykki sem kölluö voru limir: „Svo var hann settur í kös og skinnið sett yfir. Þá þurfti að fylgjast með kæsingunni með því að lykta. Oftast tók þetta 4-5 vikur en fór þó eftir veðri og hitastigi. Eftir það var hákarlinn þveginn og hengdur upp í hjall. Þar hékk hann í nokkra mánuöi. Kaupfélagið á Reyðarfiröi keypti hann verkaðan af okkur. Þá var allnokkuð um aö einstaklingar fengju sér hákarl. Eitt sumariö lögðum við upp í Seleyna, en þá var fin veiði. Þar settum við hákarlinn í kös, fluttum hann svo i land og þurrkuðum þar. Mig minnir að það sumar hafi veiðst hátt í fjörutíu há- karlar. Lifrin var verðmæt, hún var sett i stórar trétunnur, farið með hana til Eski- fjarðar og þaðan til Reykjavíkur, þar sem hún var brædd“. Liírarbræösla á Vattarnesi Steypt hús niðri á bakkanum var notað sem íshús. Þangað var safnað ís af tjörn sem þar var skammt frá. Klakinn var mölv- aður og notaöur til að kæla síld til beitu. „Frystihúsið var ekki notað eftir aö ég man eftir mér“, segir Siggi. Hans Stangeland keypti þetta hús upp úr 1930, setti þar upp gufubræðslu og bræddi þorskalifur yfir sumarmánuðina. Þórlindur Olafson vann við að setja upp bræðsluna, en Bjarni sonur hans starfaði við bræðsluna ásamt fleirum. Brætt var í tveimur keilulaga körum, en ofan í þau gengu rör. Kynt var undir meö kolum. Lifrarbræðslan var rifin og endurbyggð á Stöðvarfiröi. Bræðslan mun hafa verið starfrækt í tæpan áratug á Vattarnesi. Skrúöurinn „Pabbi hafði ekki itök í Skrúðnum, Þórar- inn Víkingur sem þá bjó í Steinhúsinu og Ragnar Jónasson sem síðar bjó ásamt konu sinni Ragnhildi Jóhannsdóttur í sama húsi voru með hann. Við máttum hins vegar fara í Skrúðinn þegar við vildum til að ná okkur í svartfuglsegg. Nokkrum sinnum sigum við, en það var sjaldan, einu sinni eða tvisvar á hverju vori. Svo var slegiö fyrir lunda, en erfitt var að fá góða háfa. Sauðfé gekk í Skrúðnum allt árið. Pabbi, Ragnar og Kristinn Þorsteinsson settu út lömb á haustin, tíu hver og létu þau ganga þar yfir veturinn. Féð fór um alla eyna og líka í hellinn. Við smöluðum þar seinni- part sumars og þurfti tvær til þrjár trillur til að koma fénu í land. Sumir gátu ekki borðað kjötið vegna Skrúðsbragðsins sem kallað var. Þetta sér- staka bragð sem kom sennilega af skarfa- kálinu fór eftir nokkra daga í landi. Kjötið af Skrúðsfénu var vel feitt og mér líkaði það ekki síður en af landfénu", segir Siggi og bætir við að í sinni búskapartíð hafi hann sett út um tíu lömb á haustin. Hernámsárin „Svo komu blessaðir hermennirnir". Eng- lendingar voru fyrst með bækistöð í sjó- húsinu á Vattarnesi. Þeir höfðu lykil að vitanum og stóðu þar vakt. Umsvif Eng- lendinganna voru lítil til aö byrja með, en þeir byggðu fljótlega tvo skála niðri á Tanga, texklædda að innan. Úlfar, Magnús og Lúðvík sem þá bjó í Þrastarhóli voru í vinnu viö að reisa skálana. Fyrstu her- mennirnir voru innan við tíu. Offíser, þjónn hans og svo dátar. Þeir bjuggu hjá Þórarni Grímssyni Víkingi og Ástríði Egg- ertsdóttur í Steinhúsinu og fengu þar stofu fyrir sig. Þórarinn og Ástríður höföu búið í Ameríku og voru þvi altalandi á ensku. Þjónninn sá um eldamennskuna. Siggi man ekki eftir neinum árekstrum viö ensku hermennina. Börnin voru mikið í kringum þá að skottast, fengu hjá þeim sígarettur og reyktu: „Ég er nú hræddur um það“. Hermenn- irnir fóru út á Nes og niður á Tanga á skytterí. „Ég kynntist liðþjálfa allvel, sem kallaður var Fred, og fór oft með honum á skotæfingar." Þegar Kanarnir komu, hættu þeir að mestu að nota þessa skála; þar voru aðeins tveir eða þrír hermenn. Skálarnir brunnu árið 1943, en ennþá má sjá móta fyrir grunn- unum á Tanganum. Kanarnir voru hátt í eitt- hundrað talsins. Þeir voru með bækistöð á Háahrauni, svolítið fyrir sunnan Dagsbrún. Þar má enn sjá grunnana. Alls var þar tuttugu og einn skáli. Matar- skálarnir voru tveir og einn fyrir offísera og lækni. Tveir voru dálítiö frá hinum. í öðrum þeirra var rafstöð og úti á hraunum var braggi með lórangræjum. Á honum var turn og mikið grindverk í kringum sem snerist í hringi í sífellu. Skálamir voru kynntir með koxofnum. „Ég kynntist líka Könunum vel og fékk að taka í jeppa hjá þeim nokkmm sinnum. Eitt sinn fór ég með Færeying til læknisins. Hann hafði fengiö linukrók djúpt í höndina og þurfti að skera fyrir til að ná önglinum úr.“ „Hjá Könunum fengum við nóg að reykja og svo var hægt að fá bragð hjá þeim. Ekki veit ég hvaða tegund það var en bragðið var ágætt. Eftir að stríðinu lauk vom braggarnir rifnir og fluttir hingað og þangað. Tveir fóm inn í Tungu.“ Eftir að Kaninn kom hafði norski flug- herinn bækistöö á Reyðarfirði og var þar með sjóflugvélar með djúpsprengum sem hengu neðan á búknum sitt hvom megin. Siggi við borðstokkinn. A bak við hann sést Skrúðurinn, upp afhonum Halaklettur og inn Reyðarfjörð til hægri. Sennilega ætlaðar til aö granda kafbátum. Eitt sinn í blíðskaparveðri vom Dagsbrún- arfeðgar á sjó (Úlfar, Jón og Siggi) og vom að leggja línu er flugvél kom út fjörð- inn og stefndi á Seley. „Hún flaug frekar lágt og sneri við í fjarðarmynninu og fór í nokkra hringi og dýfur á leið í átt að Vatt- 8

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.