Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 6
Franskir dagar - Les jours franqais
Þórhildur Þorleifur
Á KOLFREYJUSTAÐ
Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson fæddist í
Reykjavík 12. júní 1925. Sonur Guðnýjar Sigríðar
Kjartansdóttur og Kristmundar Benjamíns Þorleifs-
sonar. Hann var elstur fjögurra barna þeirra hjóna.
Þorleifur Kjartan sleit barnsskónum í Reykjavík
og ellefu sumrum æsku sinnar eyddi hann í sveit
hjá frænda sínum á Skúfi í Norðurárdal í Húna-
vatnssýslu. Hann gekk í Miðbæjarbarnaskólann og
síðan í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann
útskrifaðist sem stúdent 1945. Á námsárunum
var Þorleifur Kjartan til sjós á sumrin, hjá hernum
á Reyðarfirði og síðan vann hann hjá Trygginga-
stofnun ríkisins. Hann lauk guðfræðiprófi frá Há-
skóla íslands 1955.
Þórhildur Gísladóttir fæddist 12. september 19251
Garði. Dóttir Ingibjargar Þorgerðar Guðmundsdóttur
og Gísla Matthíasar Sigurðssonar. Þau hjón eignuðust
fjórtán börn. Tvö létust afar ung og þriðja barnið lést
í fæðingu ásamt móðurinni. Þórhildur ólst upp I Mið-
húsum I Garði og var aðeins ellefu ára þegar móðir
hennar lést. Þá voru ellefu börn ófermd í Miðhúsum.
Til að létta undir með Gísla var nokkrum barnanna
komið I fóstur hjá góðu fólki I byggðarlaginu. Þegar
Þórhildur var fjórtán ára veiktist Gísli faðir hennar
afberklumogþá varákveðiðað leysa heimilið upp.
Prestssetrið Kolfreyjustaður. Fyrir utan eru Skrúður, Andey og Æðarsker.
Þórhildur fór í fóstur að Króki í tvö ár og og síðar í
Bræðraborg þar sem hún átti góða daga. 1941 flutt-
ist hún til Reykjavíkur og stundaði ýmis störf, m.a. I
verslun. Þórhildur veiktist af berklum og glímdi við
þannsjúkdóm í áttaároghafði betur. í veikindunum
dvaldi hún lengst á Vífisstöðum ogfóri svokallaða
höggningu á Kristnesi við Eyjafjörð.
Þórhildur og Þorleifur Kjartan kynntust á dansleik I
Reykjavík ogfelldu hugi saman. Þaugengu I hjóna-
Þorleifur og Þórhildur með börnum sínum. Fv. Guðný,
Ingibjörg með Sigríði Ingu, Kristmundur, Jón Helgi, Hjörtur,
Helga og Steinvör.
band 12. júní 1952. Þórhildur segir að Þorleifur hafi
gefið sér í svokallaða bekkjargjöf að hefja nám I
guðfræði. Þau eignuðust dæturnar Guðnýju Sigríði
1. nóvember 1952 og Ingibjörgu Þorgerði 23. júni
1954. Þórhildi sagðist svo frá að Þorleifur Kjartan
hefði haft spurnir af því rétt fyrir jólin 1954 að
brauðið að Kolfreyjustað væri að losna og sagði þá
strax að þangað vildi hann fara. Fjórir sóttu um og
endaði með því að Þorleifur
fékk langflest atkvæði. Hann
varvígðurtil prests I Reykja-
vík á sjómannadag þann 5.
júní 1955, í yndislegu veðri.
Þá var unnið að því að pakka
búslóð ungu hjónanna og
flytja þvert yfir landið. Þor-
leifur, Þórhildur og Guðný
móðir Þorleifs fóru austur
meðskipiog komuaðBúðum
um miðja nótt. Guðlaugur
heitinn I Björk tók á móti
þeim en sagðist ekki geta
boðið þeim heim því konan
hans lægi á sæng. Hvort eignaðist hún spurði þá
Þorleifur og þá sagði Guðlaugur alsæll, að það væru
tvíburar. Voru þeir þá nýfæddir Páll og Gunnar. Sig-
urður Haraldsson sonur læknisins bauð þeim heim til
sín um nóttina ogfengu þau fínar veitingar. Klukkan
sex um morguninn keyrði Gunnar heitinn Jónasson
þau út á Kolfreyjustað á vörubíl I yndislega fallegu
veðri ogfannst þeim dásamlegt að horfa út á fjörð-
inn og á Skrúðinn. Þau voru öll svefnlaus og byrjuðu
á því að koma sér í rúmið og fara að sofa.
Þórhildur sagði svo frá: „Nokkrum dögum seinna
komu pabbi (Gísli), Sigrún (sambýliskona hans),
Imba Geirmunds, Kiddi (Kristmundur, systursonur
Þorleifs), Guðný og Imba (dætur Þórhildar og Þor-
leifs þriggja og eins árs gamlar). Þau keyrði austur,
höfðu verið tvo daga á leiðinni,- gistu á Akureyri og
Guðný gerði alltaf voða lukku, hún talaði svo mikið
við fólk. Pabbi og Sigrún stoppuðu í einhverja daga.
Þegar þau komu um kvöldið þá var Imba með svo
mikið súkkulaði framan í sér því pabbi var alltaf
að gefa henni súkkulaði. Hún var sofandi og ég tók
hana og setti hana I bað og inn í rúm en svo um
morguninn þegar hún vaknaði þá áttaði hún sig á
að hún var I fanginu á mér,- ég man að hún knús-
aði mig svoleiðis, hún var bara eins árs. Guðný fór
út og fór að gera morgunleikfimi með gæsunum,-
voðalega ánægð og spurði hvort við ættum alltaf
að eiga heima þarna."
Þegar Þorleifur Kjartan var settur inn í embættið
við Kolfreyjustaðarkirkju var sneisafull kirkja, fólk
kom gangandi yfir fjallið frá Reyðarfirði og á bát
yfir fjörðinn. Gróa Sigurðardóttir og Sigurður Úlf-
arsson á Vattarnesi giftu sig þennan dag og hann
skírði börn þeirra, Ingu og Úlfar og gifti par frá
Vestmannaeyjum.
Búskapur var á Kolfreyjustað og fylgdi ein kýr og sex
ær brauðinu. Þorleifur og Þórhildur keypu einnigfé,
kýr, gæsir og hæsn afValborgu ekkju séra Haraldar.
Þórhildur hafði aldrei á ævi sinni hugsað um gæsir
og þurfti að læra á þær. Hún sagði að gæsirnar hefðu
getað bitið alveg rosalega og að hún hefði fengið
hálfgjört ör við eina fingurnöglina eftir gæsabit.
En Þórhildur sagði að þetta hefði allt slampast ein-
hvernveginn. Hún hefði lært að mjólka sem krakki í
Garðinum og handmjólkaði kýrnarsemvoru þrjárog
vann síðan úr mjólkinni bæði smjör og skyr.
Húsakostur á Kolfreyjustað var ekki góður þegar þau
komu, ungu presthjónin. Lélegtfjós, gæsakofi gerður
úrstýrishúsi afgömlum bát, hæsnakofi, hrútakofi,
lambakofi og kindakofi auk lítilla hlaðna hér og
þar um landareignina. Allstórt fjárhús var byggt
skömmu seinna, almennilegur braggi, fint fjárhús
og hlaða. Þorleifur og Þórhildur voru með búskap
allttil ársins 1966 þegar Þorleifur veikist alvarlega
og hættu þau þá búskap fyrir utan æðarbúskapinn.
íbúðarhúsið varforskalað timurhús á bæjarstæð-
inu ofan við kirkjuna. Húsið var ekki einangrað og
var því mjög kalt. Ekki var rafmagn nema til að elda
6