Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 13

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 13
Franskir dagar - Les jours frangais gill Ólafsson Bergþór Pálsson ÁSAMT KJARTANI VALDEMARSSYNI dögum föstudaginn 23. júlí kl. 19 í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Þeir munu tileinka Sigfúsi Halldórssyni fyrri hluta dagskrárinnar, en Sigfús hefði orðið níræður á hausti komanda. Það verður gaman að heyra þá spreyta sig á perlunum hans Sigfúsar, sem eru samofnar þjóðarsálinni, eins og Lítill fugl, í dag er ég ríkur og Litla fagra, Ijúfa vina. Ef að líkum lætur gefst gestum kostur á að taka undir með þeim félögum, a.m.k. í Litlu flugunni! Eftir hlé fara þeir um víðan völl í þekktum erlendum lögum, m.a. frá Frakklandi, Suður-Ameríku og jafnvel Kína! Að lokum láta þeir gamminn geisa i syrpu af söngleikjalögum. Þeirféiagar hafa sungið saman á skemmtunum N 8 ár og óhætt er að lofa bráðskemmtilegum tónleikum. Forsala aðgöngumiða er í Frans- mönnum á íslandi í Templaranum. 13

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.