Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 23

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 23
Franskir dagar - Lesjoursfrangais Fíflasýróp 500 fíflahausar 4 dl vatn 1 kg hrásykur SkoliS fíflana vel og setjið í pott ásamt vatninu og sjóðið í 5 mínútur. Látið svo standa ósnert í 24 tíma. Því næstsigtið vökvann ogsjóðið ásamt sykrinum í 3-4 tíma eða þartil þiðsjáið að sýrópið er farið að þykkna. Góð aðferð til að kanna hvort sýrópið hafi þykknað er að setja kalda skeið í sýrópið og svo undir kalt vatn. Smjörsteiktur makríll Makrill. 6 flök makríll (með roði) Season all sykur íslenskt smjör Kryddið fiskinn með season all fisk megin og steikið á pönnu upp úr smjöri, fyrst á fiskihliðinni. Stráið sykri á fiskinn roð megin áður en þið steikið þá hlið. Smjörbráð með fiskinum (algjör nauðsyn) 100 g íslenskt smjör 3 msk. soja sósa 2 hvítlauksrif 2 tsk. fersk steinselja Smjörið er brætt og hinu svo bætt út í og notað sem feiti eða sósa á makrílinn. Gott er að borða soðnar kartöflur og gott salat með. Smjörsteiktur makríll. Rabarbarabaka 600 g rabarbari smátt skorinn 7 dl vatn Sjóðið saman í um það bil 30 mínútur, síið safann frá. Bætið 1 dl af hrásykri út í rabarbaramaukið og látið þetta bíða á meðan deigið er búið til. Deig: 180 g hveiti 200 gsykur 2 dl Special K kornfleks 3 tsk. kanill 100 g brætt smjör Blandið öllu saman ogsetjið helminginn afdeiginu í botninn á eldföstu móti, látið rabarbaramaukið þarofan á og setjið síðan hinn helminginn afdeiginu yfir. Bakið við 200°c i 15-20 mínútur. Berið fram með ís og rabarbarasaft. Rabarbarabaka með rabarbarasaft og /s. Rabarbarasaft með ís Safinn sem síaður varfrá rabarbaramaukinu. 100 gafhrásykri Vanilluk.orn úr einni vanillustöng. Setjið í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í 3-5 mín. Síið saftina og hellið á flöskur. Bláberjabaka 100 g smjör (smjörlíki) brætt 100 g kókosmjöl 1 og 1/2 dl hveiti 1 dl sykur 3 dl bláber (helst úr hlíðum Fáskrúðsfjarðar). Hrærið öllu nema berjunum lauslega saman. Þrýstið hluta deigsins innan í eldfast mót (líka aðeins uppá barmana). Setjið bláberin yfir deigið og stráið smá sykri yfir. Stráið restinni af deiginu yfir berin. Bakið við 200°C í 20 mín- útur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. 23

x

Franskir dagar

Undirtitill:
Les jours français : fjölskylduhátíð á Fáskrúðsfirði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8084
Tungumál:
Árgangar:
16
Fjöldi tölublaða/hefta:
16
Skráðar greinar:
86
Gefið út:
1996-2018
Myndað til:
2018
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Magnús Stefánsson (2004-2004)
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir (2005-2005)
Elísa Jónsdóttir (2006-2007)
Borghildur H. Stefánsdóttir (1996-1996)
Albert Eiríksson (2009-í dag)
Útgefandi:
Framkvæmdanefnd Franskra daga (2004-2004)
Ferða- og Menningarmálanefnd Búðahrepps (1996-1996)
Ferða- og menningarmálanefnd Austurbyggðar (2005-2005)
Efnisorð:
Lýsing:
Fáskrúðsfjörður. Franskir dagar. Frakkland. Menningartengsl. Ferðaþjónusta. Fjölskylduhátíð.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað: Franskir dagar 2010 (01.07.2010)
https://timarit.is/issue/380282

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Franskir dagar 2010 (01.07.2010)

Aðgerðir: