Reykjanes - 07.05.2015, Blaðsíða 8

Reykjanes - 07.05.2015, Blaðsíða 8
8 7. Maí 2015 Grímur Karlsson smíðar módel af Svaninum Grímur Karlsson, bátasmiður, situr ekki auðum höndum. Hann hefur nú lokið við að gera módel af Svaninum frá Ólafs- vík. Gunnar Hjaltason f. v. skólastjóri í Ólafsvík fann heimildir um skipið. Karl Ólafsson, hafnarvörður í Keflavík, fann mynd í tölvu af Svaninum á frí- merki. Kristján Helgason frændi Gríms hvatti hann til að gera módel og kom með línuteikningu, smíðalýsingu og smíðasamning. Þessar heimildir urðu til þess að ég fór af stað sagði Grímur. Svanurinn Ólafsvík Erfitt er að segja til um upphaf skipsins en það var smíðað um 1770 . Endalok skipsins urðu þau að það rak á land við Ólafsvík 6. okt.1893. Ekki urðu nein slys á mönnum en skipið eyðilagðist. Talið er að aldrei hafi farist maður af Svaninum. Í Sjómannablaðinu Víkingi 4. tbl. 22. árgangi 1960 segir: „Svanurinn Ólafs- víkurskipið er strandaði 6. október 1893 var elsta kaupskip ym endilangt Danaveldi. Hann var úr eik og var smíðaðaur í Eskernfjörde 1777. Var fyrr“Konungshöndlunarskip“. Síðan í eign þeirra Clausena, Ólafsvíkurkaup- manna.“ Ólafsvíkur-Svanurinn var 126 rúm- lestir að stærð. Bolur skipsins var úr eik og sjólínan klædd koparþynnum. Skipið var tvístefnungur. Svanurinn gekk kaupum og sölum á milli kaup- manna. Ólafsvíkur Svanurinn var bæði farmskip og farþegaskip. Margir af kunnustu Íslendingum nítjándu aldar sigldu með Svaninum þau 116 ár sem hann þjónaði eigendum sínum af trúfestu, þar á meðal allir Fjöln- ismennirnir. (Heimild: skipasaga. net/1701-1800/ Jöfnuður býr til betra samfélag Það var fjölmenni í Stapanum 1. maí s.l. Það er mikill baráttuhugur í launþegum um þessar mundir. Fólk kallar á meira réttlæti. Fólk kallar á meiri jöfnuð. Það er langt síðan jafn mikil áolga hefur verið á vinnumarkaðnum. Heimamennirnir Kristján Gunnarsson og Guðbrandur Einarsson sögðu í byrjun nokkur hvartningarorð og síðan flutti Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mikla barátturæðu, þar sem hann lagði áherslu á að vitlaust væri gefið. Það hallaði mjög á launafólk á meðan aðilar í landinu fengju meira og meira í sinn hlut. Gylfi lagði áherslu á að launþegahreyfingin yrði nú að beita öllum þeim aðferðum sem hún hefði yfir að ráða til að ná auknum jöfnuði í samfélaginu. Fundinum lauk á að fundargestir risu úr sætum og sungu Internasjónalinn.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.