Reykjanes - 07.05.2015, Side 10
Til afgreiðslu
á lager
ÁSAFLHjallahrauni 2 - 220 HafnarfjörðurSími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is
Hyuandai S250 með Bravo II drifi
Hljóðlát og sparneytin díeselvél með öflugu hældrifi
Vélar og tæki Sjómenn
þjónusta
kringum
landið
10 7. Maí 2015
Skítakuldi og bræla í þokkabót
Sumarið komið með þeirri veð-urblíðu sem allir eru svo kátir með...... hmm eða er það virki-
lega. Þvílík hörmungarbyrjun á
sumrinu okkar. Skítakuldi og bræla
í þokkabót. Enn eigum við ekki að
segja að þetta gefi kanski fyrirheit um
þrusugott sumar. Vonandi.
Dragnótabátarnir okkar hafa fiskað
nokkuð vel eftir að veiði hófst aftur
eftir stoppið, og t.d kom Sigurfari GK
með 44 tonn að landi í einni löndun.
Hefur báturinn landað 132 tonnum í
aðeins 7 róðrum. Siggi Bjarna GK er
t.d með 84 tonn í aðeins 4 róðrum.
Benni Sæm GK var með 43 tonn í
2 róðrum. Arnþór GK 40 tonn í 2
róðrum. Örn GK hefur landað 109
tonnum í 6 róðrum.
Smábátarnir hafa fiskað ágætlega
þá daga sem þeir hafa komist á sjóinn
. Pálina Ágústdóttir GK var t.d með
tæp 18 tonn í 2 róðrum. Dúddi Gísla
GK 24 tonn í 3, Auður Vésteins SU 37
tonn í 5, Gísli Súrsson GK 48 tonn í 5,
Von GK 31 tonn í 4 róðrum.
Snúum blaðinu aðeins við og förum
í smá ferðalag aftur til ársins 1976, og
kíkjum á hvað var um að gera í höfnum
suðurnesja í apríl árið 1976.
Vogar: Ágúst Guðmundsson II GK
133 tonn í 24, Ágúst Guðmundsson
GK 118 tonn í 24.
Hafnir: Bryndís GK 15 tonn í 11
á færum. Það má geta þess að í dag
er engum afla landað í Vogum né í
Höfnum.
Grindavík: Albert GK 207 tonn í
23, Arney KE 262 tonn í 23, Ársæll
Sigurðsson GK 269 tonn í 22, Geirfugl
GK 175 tn í 24. Grímseyingur GK 82
tní 12, Grindvíkingur GK 185 tn í 11.
Gísli Lóðs GK 112 tní 21. Farsæll GK
33 tn í 17, Faxi GK 176 tn í 18, Hafberg
GK 229 tn í 21, Hópsnes GK 183 tn í
22. Hrafn Sveinbjarnarsson GK 161
tn í 22, Hrafn Sv II GK 108 tn í 21 og
Hrafn Sv III GK 225 tní 21. Jóhannes
Gunnar GK 151 tn í 21, Máni GK 129
tn í 22 og Már GK 162 tní 22. Þórir
GK 152 tn í 22, Þórkatla II GK 179 tn
í 21 , Þorsteinn Gíslasson GK 137 tn í
22, allir bátarnir að ofan eru netabátar.
Fram GK 77 tn í 14 lína. Geir RE 109
tn í 11 troll.
Sandgerði. Ari Einarsson GK 74
tonn í 14, Bára VE 32 tonn í 12. Gunn-
hildur GK 113 tn í 15. Muninn GK
81 tn í 17. næstu bátar eru netabátar.
Arnarborg GK 140 tonn í 17, Arnþór
GK 135 tonní 18. Bergþór KE 171
tonn í 22. Boði KE 102 tonn í 13. Dag-
fari ÞH 137 tn í 20, Þorkell Árnasson
GK 114 tní 19. Hafnarberg RE 99 tn
í 21, Hólmsteinn GK 98 tn í 21. Jón
Oddur GK 234 tn í 21. Og svo bátur
með vægast sagt ansi skemmtilegu
nafni. Lenharður Fógeti KÓ 13, sem
var með 19 tonn í 14 róðrum. Mummi
GK 217 tn í 8. Ljósfari ÞH 142 tn í 17,
Nátfari ÞH 300 tn í 18. Sandgerðingur
GK 77 tn í 20. Víðir II GK 141 tn í 19.
Birgir RE á færum með 54 tonn í 17 og
Skúmur RE 42 tn í 17 líka á færum. .
Hjördís GK 33 tn í 12 og Hlýri GK 13
tn í 10 báðir á færum. Elliði GK 127
tn í 12, Jón Gunnlaugs GK 175 tn í 17 ,
Reynir GK 197 tn í 20 allir þrír á trolli
og lönduðu hjá Miðnesi í Sandgerði.
Keflavík : Ársæll KE 117 tonn í
17, Baldur KE 80 tonn í 20, Bergvík
KE 95 tonn í 18. Freyr KE 95 tn í 15,
Gunnar Hámundarsson GK 78 tn í 22.
Hagbarður KE 150 tn í 21. Hringur
GK 199 tn í 21. Vonin KE 149 tn í 19.
Keflvíkingur KE 259 tn í 24. Ólafur
Solimann KE 140 tn í 20, Svanur KE
112 tn í 25. Sæborg KE 177 94 tní 21,
Sæþór KE 104 tn í 20. Valþór KE 99 tní
21, Vatnsnes KE 166 tn í 22 Skagaröst
KE 67 tn í 17. Allt netabátar. Hilmir
KE 89 tn í 4 á trolli.
Eins og sést á þessu yfirliti af ofan
þá var ansi mikið líf í höfnunum þótt
enginn mokveiði hafi verið.
Endum á að skoða hvernig togarnir
voru að fiska í apríl árið 1976. Dag-
stjarnan KE var með 346 tn í 3.
Framtíðin KE 125 tn í einni löndun.
Suðurnes KE 152 tn í 2. Aðalvík KE
222 tn í 2, Erlingur GK 336 tn í 3.
Gísli R.
Aflafréttir
Sýning á Gallerí Fold
Tryggvi Ólafsson
hefur opnað sýningu
á nýrri grafík í Gallerí
Fold við Rauðarárstíg
Sýninguna nefnir listamaðurinn „Jarðnesk ljós“.
Tryggvi hefur notið hylli ís-lensku þjóðarinnar um árabil og hefur lengst af unnið að list
sinni í Danmörku þar sem hann bjó í
rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um
heim og snéri sér snemma að popplist
þar sem hann nýtir sér efni og form
bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill
skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru
póetísk, djörf og mjög persónuleg.
Eftir slys 2007 flutti Tryggvi til Ís-
lands og hefur ekki getað málað síðan
þá. Hann er þó ekki alveg að baki dott-
inn og því til sönnunar eru grafíkverkin
sem hann sýnir nú en þau eru öll unnin
hér á Íslandi á þessu ári og því síðasta.
Á Neskaupsstað er Málverkasafn
Tryggva Ólafssonar, en afar fágætt er
að rekin séu sérsöfn með verkum eftir
núlifandi höfunda.
Sýningunni lýkur 17. maí.
Magnúsar molar úr Garði
Að venju skrifar Magnús Stefánsson bæjarstjóri molapistla á föstudögumk.
Hér kemur brot úr einum molanum.
Víðavangshlaup Víðis.
Það er víða til siðs að taka sprettinn
og hlaupa í tilefni Sumardagsins
fyrsta. Áralöng hefð ef fyrir víða-
vangi Víðis á Sumardaginn fyrsta,
unglingaráð Víðis annast fram-
kvæmdina. Á Nesfiskvelli Víðis
hlupu margir í tilefni dagsins, börn
á öllum aldri og fullorðnir. Eftir að
börnin höfðu hlaupið var skorað
á foreldra að
taka sprett-
inn, nokkur
hópur tók
áskoruninni en
sprettirnir voru
mis frísklegir !
Haft var á orði
að tilefni væri
til að veita for-
eldrum, öfum
eða ömmum viðurkenningu fyrir
tilþrif í hlaupinu og hefðu þar
ýmsir komið til greina. Aðal málið
var þó að taka þátt og vera með í að
viðhalda góðri hefð í tilefni dagsins.
Að loknu hlaupi voru veitt verðlaun
og allir viðstaddir nutu veitinga.
Sjólyst.
Hollvinir Unu höfðu opið í Sjólyst,
íbúðarhúsi Unu í Garði á Sumar-
daginn fyrsta. Ég hef fjallað um Unu í
fyrri pistlum og vísa til þeirra. Það var
gaman að heimsækja Sjólyst, skoða
húsið og njóta kaffiveitinga. Hollvinir
eiga heiður skilinn fyrir að varðveita
húsið og minningu um Unu, margir
gestir heimsóttu Unuhús nú í sum-
arbyrjun.