Reykjanes - 07.05.2015, Side 14

Reykjanes - 07.05.2015, Side 14
14 7. Maí 2015 Samtökin NEI við ESB gefa út myndbönd Samtökin NEI við ESB tóku þá ákvörðun fyrr í mánuðinum að safna saman upptökum á viðtölum við ýmsa aðila í þeim til- gangi að koma málstað þeirra, sem eru á móti mögulegri inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið, á fram- færi. Til verksins voru fengin Rakel Sigurgeirsdóttir og Viðar Freyr Guð- mundsson. Bæði unnu að ekki ósvip- uðu verkefni vorið 2011 í tengslum við NEI við Icesave. Lokið var við upptökur um síðustu helgi en tvö myndbönd hafa nú þegar verið gerð aðgengileg á You Tube-síðu Heimssýnar. Fleiri eru væntanleg á næstu dögum. Þeir sem koma fram í því sem er búið að birta eru sumir vel þekktir eins og núverandi formaður Heimsýsnar og tveir þingmenn ríkis- stjórnarflokkanna. Auk þeirra kemur fram vinsæll rappari sem segir það litla alþjóðahyggju að vilja loka sig af fyrir heiminum innan tollamúra gömlu nýlenduveldanna. Viðmælendurnir koma úr ýmsum áttum og eru á öllum aldri. Allir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera andstæðingar Evrópusambandsað- ildar. Í viðtölunum draga þeir fram útskýringar og rök fyrir andstöðu sinni. Rökin eru margvísleg en margir leggja áherslu á að fullveldið tapist við inngöngu í Evrópusambandið og að forræðið yfir grunnstoðum íslensks efnahagslífs, eins og sjávarútvegi og annarri auðlindanýtingu, flytjist úr landi. Einhverjir fara líka vandlega ofan í saumana á helstu rökum þeirra, sem tala um að geta ekki tekið afstöðu nema vita hvað verði í svokölluðum „pakka“, sem sumir virðast halda að sé í boði. Þessir benda á að með breyttum inntökuskilyrðum Evrópu- sambandsins þá sé ekki um neitt pakkatilboð að ræða heldur liggi samningurinn fyrir í Lissabonsátt- málanum sem var undirritaður í lok árs 2007. Með honum er ekki um neinar varanlegar undanþágur að ræða í veigamiklum málaflokkum. Undan- þágurnar sem hafi verið veittar eru aðeins „í smámálum sem skipta Evrópusambandið engu máli í efna- hagslegu tilliti“ eins og einn viðmæl- andinn orðar það. Sem dæmi tekur hann að sambandið veitti „Svíum undanþágu varðandi munntóbak, Dönum vegna sumarhúsa og Möltu- búar fá að veiða eitthvað af skraut- fiskum áfram.“ Slóðirnar á myndböndin sem þegar hafa verið sett í birtingu má nálgast hér: https: //www. youtube.com/watch? v=9136a1c_Y9o og annað hér: https: // www. youtube.com/watch? v=PHbQv- hWuNgk&feature=youtu. be Frekari upplýsingar gefa: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sími: 862 61 70 Rakel Sigurgeirsdóttir, spyrill og framleiðslustjóri myndbandsins, sími: 849 77 16 Fullt af nýju efni! Skólavefurinn.is LUNDINN & HVA LURINN Skólavefurinn.is Bættu námsáran gurinn! Þessi er sko flottur Bíll í sýningarsal GE-bíla vakti athygli mína þegar Reykjanes leit við einn daginn. Hér er á ferðinni Renault Captur. Útlit bílsins er einstaklega smart og innréttingin öll hin flottasta. Staðalbúnaður bílsins er langur listi og örugglega mun betur en margur bíll af dýrari gerðinni. Verð er mjög hagstætt á svona vel útbúnum bíl eða frá 3.490 þús. Eyðslan er með því lægsta sem maður sér eða 3,6 lítrara í blönduðum akstri á beinskiptum og 3,9 lítrar á sjálfstkiptum. þetta eru dísil- bílar. Öruuglega góð kaup í svona bíl. Fundað með heilbrigðisráðherra Á fundi bæjarráðs Garðs 30. apríl s. l var fjallað hjúkr-unarþjónustu við aldraða á Suðurnesjum Minnisblað frá bæjarstjóra. Minnisblað bæjarstjóra var lagt fram á fundi með heilbrigðisráðherra í gær. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að nú eru 57 aldraðir einstaklingar á Suðurnesjum á biðlista eftir hjúkr- unarrúmum. Jafnframt kemur fram í minnisblaðinu samþykkt aðalfundar DS þann 22. aprl sl. , þar sem m.a. er samstaða um uppbyggingu allt að 30 rúma hjúkrunarheimilis á Garðvangi. Leitað er eftir því að ráðherra upp- lýsi um stöðu mála við stefnumótun og framkvæmdaáætlun um frekari uppbyggingu og rekstur hjúkrunar- þjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir við- brögðum heilbrigðisráðherra við efni minnisblaðsins, m.a. að ekki liggi fyrir hvort eða hvenær fjármagn fáist til framkvæmda og reksturs Garð- vangs. Halldóra Hjaltadóttir, formaður ísafoldar, Jón Bjarnason, formaður Heims- sýnar og Rakel Sigurgeirsdóttir, spyrill og framleiðslustjóri myndbandanna Á annarsi myndinni er Viðar Freyr Guðmundsson sem annaðist upp- tökur og aðra tæknivinnu við gerð myndbandanna.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.