Reykjavík - 10.01.2015, Side 2
2 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu
byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Vilja skýringar á ruslinu
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-ins hafa lagt fram fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráði
borgarinnar og vilja vita hvers vegna
sorphirða klikkaði í sumum hverfum
borgarinnar fyrir og um hátíðarnar.
„Sorphirða var óviðunandi í sumum
hverfum borgarinnar desember-
mánuði. Skapaði þetta mikil óþægindi
og óþrifnað. Óskað er eftir upplýs-
ingum um það hvernig staðið var að
sorphirðu í þessum mánuði og hvernig
á því stendur að ekki var haldið uppi
reglubundinni sorphirðu,“ segja þau
Áslaug María Friðriksdóttir og Júlíus
Vífill Ingvarsson.
Kallað eftir rannsóknum
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og doktor í
laxfiskum, kallar eftir því að borgaryf-
irvöld og Orkuveitan, standi fyrir frek-
ari rannsóknum á Þingvallaurrðanum.
„Nú vill svo til, að það er fjármagn
fyrir hendi, sem hægt væri að nýta til að
rannsaka sérstaklega þá stofna sem lifa
fyrir löndum Reykvíkinga. Orkuveitan
hefur síðustu ár leigt frá sér réttinn til
að veiða urriða fyrir löndum sínum við
Þingvallavatn, fyrst og fremst hinn s. k.
Ós, en svo nefnist veiðistaður, frægur
að fornu og nýju, þar sem Ölfusvatn-
sáin fellur í vatnið. Fyrir veiðiréttinn
á þessu ári galt ÍON Hótel 4 milljónir
króna. Góðu heilli lýsti OR því yfir að
afgjaldinu eigi að verja til að rannsaka
urriðann í Þingvallavatni. Það var frá-
bær ákvörðun og bæði OR og borgar-
stjórninni til mikils sóma.
Ég tel hins vegar mikilvægt að ganga
skrefinu lengra, og að OR – eða borg-
arstjórnin – eigi fyrsta kastið að eyrna-
merkja þetta fjármagn til rannsókna
eingöngu á þeim stofnum, sem hrygna
fyrir landi borgarinnar við Þingvalla-
vatn. Fyrir því eru mörg rök,“ segir
Össur meðal annars í ítarlegri grein
um málið hér í blaðinu. Sjá bls. 4.
Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar sjálfstæðismönnum:
Óskar þess að hafa ekki
rætt við lögreglustjóra
Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæð-isflokksins og fyrrverandi
innanríkisráðherra, segist í nýárs-
kveðju til flokksmanna, óska þess að
hafa gert margt öðruvísi í lekamálinu.
Hún ítrekar sem áður hefur komið
fram að hún hafi ekki haft vitneskju
um neitt sem máli skiptir. Einnig má á
bréfi hennar skilja að hún telji sig ekki
hafa haft afskipti af lögreglurannsókn á
lekamálinu, enda þótt fram hafi komið
að hún hafi gefið Stefáni Eiríkssyni,
þáverandi lögreglustjóra, fyrirmæli
um yfirheyrslur og látið í veðri vaka að
rannsaka þyrfti rannsókn lögreglunnar.
Hanna Birna segir meðal annars: „Ég
vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði
áttað mig á því hversu erfitt málið yrði;
vildi óska að ég hefði gert minna af því
að útskýra atburðarás og grípa til varna
í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi
óska að ég hefði aldrei rætt málið eða
átt nokkur samskipti við fyrrverandi
lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir
skýringar hans um að hann færi ekki
með stjórn málsins. Því hef ég þegar
komið til umboðsmanns Alþingis
með bréfi í dag,“ segir meðal annars
í bréfi Hönnu Birnu. Bréfið er dagsett
á fimmtudag.
Þegar Hanna Birna ræddi við Stefán
um lekamálið var innanríkisráðherra
æðsti yfirmaður lögreglumála. Dóms-
og lögreglumál voru síðar klofin út úr
innanríkisráðuneytinu og forsætisráð-
herra settur yfir málaflokkinn. Ólöf
Nordal sinnir nú þessum verkum.
Hanna Birna segist ætla að taka sér
„nokkurra vikna frí“ frá þingsetu, en í
framtíðinni hyggist hún í stjórnmálum
sem öðru „fylgja hjartanu meira en
hefðunum“ í stjórnmálum sem annars
staðar.
Handrit loks á sýningu
Stefnt er að því að sýning á ís-lenskum handritum í vörslu Árnastofnunar hefjist í febrúar.
Íslensk miðaldahandrit hafa ekki verið
til sýnis í höfuðborginni um nokkurt
skeið, frá því að handritasýningu
Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsinu
var lokað fyrir allnokkru síðan.
Til stendur að sýningin verði í Land-
námsskálanum í Aðalstræti. Hún verði
opnuð í byrjun febrúar og standi í tvö
ár. Árnastofnun lánar Reykjavíkurborg
handritin til sýningarinnar.
Á fundi innkauparáðs Reykjavíkur-
borgar á dögunum var samþykkt að
víkja frá innkaupareglum borgar-
innar vegna öryggisgæslu í tengslum
við handritin. Þar var rifjað upp að
handritin eru ómetanleg menningar-
verðmæti í eigu þjóðarinnar og að
ströng skilyrði séu sett um aðstöðu og
öryggisbúnað á sýningarstað.
Árnastofnun hefur lengi beðið eftir
varanlegri lausn á húsnæðismálum
sínum, en í framtíðarhúsnæði er gert
ráð fyrir handritasýningu. Búið er
að grafa grunn fyrir Húsi íslenskra
fræða á Melunum, en fjárveitingar
hafa ekki fengist fyrir frekari fram-
kvæmdum. Grunnurinn gengur undir
ýmsum nöfnum, en „Árnapyttur“ er
eitt þeirra.
Samningur
um friðarsetur
Skrifað var undir samstarfssamn-ing Reykjavíkurborgar og Há-skóla Íslands í vikunni um undir-
búning friðarseturs. Hugmyndin er
að setrið taki til starfa í haust, en það
verði hýst innan Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands. Í ráðgjafarnefnd
setursins verða Jón Gnarr, sem verður
formaður, Silja Bára Ómarsdóttir, frá
Háskólanum og Svanhildur Konráðs-
dóttir fyrir hönd borgarinnar. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri skrifuði undir
samning um þetta ásamt Kristínu Ing-
ólfsdóttur Háskólarektor.
Markmið friðarseturs er að styrkja
Reykjavík sem borg friðar og vera til
ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti
unnið að friði hér heima og að heiman,
segir í frétt frá borginni. Með starfi
friðarseturs verði stuðlað að uppbyggi-
legum samskiptum, minnkandi ofbeldi
og friðsamlegum samskiptum ríkja og
alþjóðastofnana.
Friðarsetur er ekki ný hugmynd í
Reykjavík. Þannig talaði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson fyrir slíku í borgarstjóra-
tíð sinni árið 2006. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins deildu ítrekað
á Jón Gnarr í borgarstjóratíð hans á
fyrri hluta síðasta árs, fyrir að vilja tak-
marka komur herskipa í reykvískar
hafnir.
Seltjarnarnes:
Deilt um fjárhagsaðstoð
Ákveðið hefur verið að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar á Seltjarnarnesi um tíu þúsund
krónur frá því sem var. Upphæð fjár-
hagsaðstoðar verður á þessu ári u.þ.b.
158 þúsund krónur á mánuði. Áður
hafði upphæðin verið óbreytt, um 149
þúsund krónur á mánuði í fjögur ár.
Nokkuð var deilt um málið í
nefndum bæjarins, en fulltrúar Sam-
fylkingarinnar í bæjarstjórn og fjöl-
skylduráði vildu að fjárhagsaðstoðin
yrði á pari við aðstoðina í Reykjavík
og færi upp undir 170 þúsund krónur
á mánuði.
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingis
samþykkti fyrir jól að stytta tímabil
atvinnuleysisbóta um hálft ár. Það
hefur í för með sér að hundruð manna
sem ekki hafa fundið vinnu verða að
leita til sveitarfélaga með framfær-
slu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í
öllum tilvikum lægri upphæð heldur
en fjárhæð atvinnuleysisbóta og fylgja
fjárhagsaðstoðinni stundum ýmsar
reglur, til dæmis um skerðingar vegna
tekna annarra á heimili.
Á nesinu veitir bæjarfélagið einnig
aðstoð og styrki vegna barna, húsbún-
aðar og fleira.
Fjölgun
farþega
Farþegum hjá Strætó fjölgaði töluvert milli ára. Samkvæmt skýrslu yfir talningu á síðasta
ári, hafði farþegum fjölgað um
4,4 prósentum milli ára í október,
eða um ríflega 45 þúsund. Það er
tvisvar sinnum meiri fjölgun en árið
á undan.
Frökkum vottuð samúð
Dagur B. Eggertsson borg-arstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París,
Anne Hidalgo. Þar vottar hann henni
samúð vegna voðaverkanna á ritstjórn-
arskrifstofum Charlie Hebdo. Tíu
voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum
blaðsins og tveir lögreglumenn í árás
þriggja vopnaðra manna. Yfirlýsing
borgarstjóra Reykjavíkur er svo hljóð-
andi:
„Borgarstjóri Anne Hidalgo.
Ég votta yður fyrir hönd allra íbúa
Reykjavíkur samúð vegna voðaverk-
anna í París 7. janúar síðastliðinn.
Málfrelsi er grundvallarmann-
réttindi sem allt samfélagið þarf að
standa vörð um. Hugur okkar er hjá
íbúum Parísarborgar, fórnarlömbum
árásarinnar, ættingjum þeirra og
vinum.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
sætisráðherra, hefur einnig rætt við
Philippe O’Quin, sendiherra Frakk-
lands hér á landi og vottað Frökkum
samúð fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
og íslensku þjóðarinnar. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, hefur jafn-
framt sent Frökkum samúðarkveðjur
frá sér og íslensku þjóðinni.
Silja Bára, Björn Blöndal, Dagur B., Jón Gnarr, Svanhildur og Kristín.
Hanna Birna sendi sjálfstæðisfólki
kveðju.
Elsti hluti Hauksbókar er frá því um 1300. Haukur Erlendsson lögmaður sem
bókin er kennd við skrifað meðal annars eina gerð Landnámabókar.