Reykjavík - 10.01.2015, Blaðsíða 4
4 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Skuld Reykjavíkur
við Þingvallaurriðann
Reykvíkingar gera sér fæstir grein fyrir að við eigum stóran hlut í einum merkasta urriðastofni
í heiminum, sem á heimkynni sín í
Þingvallavatni. Skýringin á hlutdeild
okkar felst í því að Orkuveitan – og
þarmeð íbúar í Reykjavík – eiga jarð-
irnar Ölfusvatn og Nesjavelli, sem
liggja vestanmegin að Þingvallavatni.
Hluti urriðans í vatninu hrygnir við
uppsprettur í víkunum sem skerast inn
í Nesjahraunið í landi Nesjavalla, og í
Ölfusvatnsánni, litlu straumvatni sem
fellur í vatnið úr Grafningi.
Fáir gera sér grein fyrir að Þing-
vallaurriðinn var við það að deyja út
á síðustu áratugum nýliðinnar aldar.
Honum var bjargað á elleftu stundu, og
segja má að hann sé ekki ennþá úr tor-
tímingarháska. Við borgarbúar, og þeir
sem kosnir eru til að stjórna borginni,
berum því ábyrgð á að vernda hann,
sérstaklega þá stofna sem tilheyra
löndum Reykvíkinga. Forsenda þess
eru rannsóknir á stofnunum.
Sérstakir stofnar
Þingvallaurriðinn er afar sérstakur
fiskur vegna uppruna, mikillar stærðar
og óvanalegs lífsferils. Hann er afkom-
andi stórvaxinna sjóbirtinga, líklega
keltneskra, sem lokuðust inni í vatn-
inu, þegar ókleifir fossar mynduðust í
Soginu fyrir níu þúsund árum. Þing-
vallaurriðinn er af stofni stórurriða,
sem dreifðu sér í lok ísaldarinnar.
Langflestir stofnanna eru nú útdauðir,
og þeir sem eftir lifa eru langflestir
mjög litlir, og í útrýmingarhættu.
Fáir gera sér grein fyrir að Þing-
vallaurriðinn er ekki aðeins langstærsti
urriði á Íslandi, heldur í heiminum.
Meðalþyngd hans eru 11 pund sem
er ívið meira en meðalþyngd stærstu
laxastofna á Íslandi. Stærsti ur-
riðastofn sem þekkist utan Íslands, í
Noregi, er fullorðinn að meðaltali um
8 pund. Fyrir virkjunina 1959 veidd-
ust upp í 32 punda urriðar. Á síðustu
árum, eftir að urriðinn hefur blómgast
á ný vegna verndunaraðgerða, hugsan-
lega samfara hlýnandi veðurfari, hafa
margir stórurriðar komið aftur fram í
veiðinni. Sl. vor veiddist í fyrsta skipti
í 70 ár urriði sem var um 30 pund.
Lífsferill Þingvallaurriðans er líka
einstakur. Hann verður kynþroska
mjög seint miðað við aðra urriða,
og miklu eldri. Elstu urriðarnir sem
veiðst hafa, eða endurheimst merktir,
eru 16 ára, en líklega verður hann
nokkuð eldri. Síðbúinn kynþroski
veldur því að hann er orðinn stórvax-
inn þegar hann hrygnir í fyrsta sinn,
og hluti stofnsins tekur sér hvíld frá
hrygningu, eitt eða fleiri ár, og nær þá
gjarnan að vaxa mjög hratt til viðbótar.
Það eru metfiskarnir sem veiðast.
Frábær ákvörðun OR
Nú vill svo til, að það er fjármagn
fyrir hendi, sem hægt væri að nýta
til að rannsaka sérstaklega þá stofna
sem lifa fyrir löndum Reykvíkinga.
Orkuveitan hefur síðustu ár leigt frá
sér réttinn til að veiða urriða fyrir
löndum sínum við Þingvallavatn, fyrst
og fremst hinn s.k. Ós, en svo nefnist
veiðistaður, frægur að fornu og nýju,
þar sem Ölfusvatnsáin fellur í vatnið.
Fyrir veiðiréttinn á þessu ári galt ÍON
Hótel 4 milljónir króna. Góðu heilli
lýsti OR því yfir að afgjaldinu eigi að
verja til að rannsaka urriðann í Þing-
vallavatni. Það var frábær ákvörðun
og bæði OR og borgarstjórninni til
mikils sóma.
Ég tel hins vegar mikilvægt að ganga
skrefinu lengra, og að OR – eða borg-
arstjórnin – eigi fyrsta kastið að eyrna-
merkja þetta fjármagn til rannsókna
eingöngu á þeim stofnum, sem hrygna
fyrir landi borgarinnar við Þingvalla-
vatn. Fyrir því eru mörg rök. Tvenn
tel ég hér:
Í fyrsta lagi var það rafmagnsfram-
leiðsla fyrir Reykvíkinga, sem leiddi til
þess að skrúfað var fyrir útfall Þing-
vallavatns, Efra-Sogið, og vatnið tekið
til orkuframleiðslu í Steingrímsstöð.
Afleiðingin varð sú að stærsti og mik-
ilvægasti urriðastofninn, sem tengdist
Efra-Sogi, gjöreyddist. En í kjölfarið
urðu líka breytingar, m.a. hækkun
vatnsborðs og um hríð miklar og
ónáttúrulegar sveiflur á yfirborðinu,
sem höfðu verulega slæm áhrif á litla
stofna sem hrygna við Nesjahraunið.
Sumir eyddust líklega. Reykjavík á því
þessum stofnum skuld að gjalda.
Hvaða skoðun sem maður getur haft á „leiðréttingunni“ svokölluðu og hugmynda-
fræðinni þar að baki, breytir því ekki að hún er staðreynd. Alþingi hefur samþykkt
lög um þetta og þegar er búið að ráðstafa tugum milljarða til þessa.
Í stað þess að hrægammasjóðirnir hans Sigmundar Davíðs fjármagni þetta, hefur
verið lagður á bankaskattur. Féð fer inn í ríkissjóð eins og allir aðrir skattar al-
mennings, og þaðan í „leiðréttinguna“. Ókei. Kannski er ekkert vond hugmynd
að bankaskatturinn standi undir þessu. Kannski er það bara frábært … nema.
Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti á hluta lána sinna. Þetta mun óhjá-
kvæmilega hafa í för með sér að éta upp „leiðréttinguna“ að hluta eða öllu leyti hjá
þeim sem kannski fengu. Bankinn réttlætir vaxtahækkun í löngu máli á heimasíðu
sinni og segir svo þetta:
„ Að auki er ekki hægt að líta framhjá því að bankaskatturinn sem hjá Arion banka
er áætlaður tæpir þrír milljarðar króna fyrir árið 2014 hefur áhrif til hækkunar
vaxta þar sem hann leggst á allar skuldir, m.ö.o. fjármögnun bankans, umfram
50 milljarða króna.“
Bankinn ætlar með öðrum orðum að velta bankaskattinum – skattinum sem á að
borga fyrir „leiðréttinguna“ hans Sigmundar – beint yfir á viðskiptavini sína. Þeir
munu borga hana úr eigin vasa.
Hér hefði ef til vill verið betur heima setið en af stað farið.
En tvennt vekur athygli.
Annars vegar tilkynning á vef bankans frá því í nóvember. Þar segir meðal annars:
„Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 nam 22,6 milljörðum
króna eftir skatta samanborið við 10,1 milljarð króna á sama tímabili 2013.“
Á þetta að vera einhver brandari?
Nú vill svo til að bróðurparturinn í bankanum er í eigu Kaupþings sem er í slita-
meðferð. Kaupþing er í eigu kröfuhafa. Þar á meðal eru hrægammasjóðirnir hans
Sigmundar Davíðs.
Þetta var fyrra atriðið sem vekur athygli. Hrægammasjóðirnir taka inn tugi milljarða
af rekstri bankans og velta bankaskattinum yfir á viðskiptavini sína. Kannski kemur
þetta ekki á óvart. Það er hins vegar annað sem gerir það. Og það er hitt atriðið.
Hefur einhver heyrt múkk í forsætisráðherranum um þetta mál? Það hefur allavega
farið framhjá mér. Maðurinn hefur skrifað og talað fleiri orð en tölu verður komið
á um hrægammasjóði, svigrúmið og „heimilin“.
Þá þegir hann, þegar loksins var tilefni fyrir hann að opna munninn.
Ingimar Karl Helgason
Leiðari
Bankinn „leiðréttir“
660
Forsætisráðherra bað biskup að
óska eftir leiðréttingu á fé til kirkj-
unnar. Þar var skorið niður eins og
víða annars staðar. Rætt er um 660
milljónir króna. Ekki hefur frést af
bréfaskriftum forsætisráðherrans
til skóla, spítala, Ríkisúvarps og
annarra stofnana, með einlægri ósk
um að beðið verði um leiðréttingu á
niðurskurði.
Brooklyn
B r e i ð h o l t i ð
hefur stundum
verið kallað
Brooklyn, því
þar sé allt á
uppleið og mjög hipp og kúl. Enda
hafa borgaryfirvöld lagt sig fram um
að bæta umhverfið, til dæmis með
fallegum listaverkum. Forgangs-
röðin er þó greinilega misjöfn eftir
verkefnum, því í sorphirðunni eru
þessir hipp og kúl aftast í forgangs-
röðinni, og vörðu jólunum með
yfirfullar tunnur og sorpgeymslur.
Til eftirbreytni?
Ásdís Halla
Bragadóttir,
fyrrverandi
bæjarstjóri
S j á l f s t æ ð -
isf lokksins
í Garðabæ og framkvæmdastjóri
fyrirtækis í velferðarþjónustu, vakti
mikla athygli í vikunni, fyrir að segja
að Ísland kæmist ekki með tærnar
þar sem Albanía hefur hælana, í
sumum þáttum heilbrigðisþjónustu;
nefnilega einkavæðingu. Fáir telja
Albaníu til eftirbreytni í heilbrigð-
ismálum.
J og séra J
VR hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir
að stytta fyrirvaralaust tímabil at-
vinnuleysisbóta. Hagur hundruða
Íslendinga versnaði til muna um ára-
mót þegar fólki var hent út af bótum
og vísað á sveit. Þegar eftirlaunakjör
ráðherra voru rædd hér um árið, þá
var því haldið fram að ekki mætti
skerða áunnin réttindi. Af hverju
á þetta ekki við um þá sem höfðu
áunnið sér rétt til þriggja ára bóta í
atvinnuleysi?
Fylgið fast
Gallup birti könnun á fylgi flokk-
anna í vikunni. Sjálfstæðisflokk-
urinn mælist með 27,1%, Sam-
fylking með 20,3, Vinstri græn og
Björt framtíð 12,8 prósent, Fram-
sóknarflokkurinn 11,1 og Píratar
10,7%. 36,6 prósent segjast styðja
ríkisstjórnina, sem er litlu minna en
samanlagt fylgi stjórnarflokkanna.
Aðeins þrír af hverjum fjórum sem
spurðir voru nefndu flokk.
Íslendingur í
Guantanamo
Grapevine upplýsti í vikunni að
fyrirtæki sem er að hluta í eigu Ís-
lendings sjái um alla birgðaflutninga
til herstöðvar Bandaríkjamanna í
Guantanamo. Guðmundur Kærne-
sted er aðstoðarforstjóri fyrirtæk-
isins og annar stofnenda TransAtl-
anticLines LLC. Fjölda manns hefur
verið haldið án ákæru í fjöldamörg
ár í fangabúðum Bandaríkjahers í
Guantanamo.
Í fréttumUmmæli með erindi:
„Við erum enn slegin yfir því sem
gerðist, en við fórnum aldrei gildum
okkar. Okkar svar er aukið lýðræði,
aukin heilindi og aukin mennska.“
- Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra Noregs, eftir
hryðjuverk Anders Behring
Breiviks í Útey og Osló, 2011.
Loftárás innan frá
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins skrifaði mikla
grein í DV á dögunum, þar sem hún
fjallaði um framlög til tækjakaupa á
Landspítala. Í greininni fer hún yfir
dásemdirnar í heilbrigðiskerfinu eftir
að núverandi stjórnarflokkar tóku við.
Áhugavert er samt sem áður að hún
blæs á orð forsætisráðherra og for-
manns síns um sjöföldun á framlögum
núverandi ríkisstjórnar til tækjakaupa.
Hún sýnir svo ekki verður um villst,
að framlögin hafa sannarlega aukist
lítillega, en ekki er hægt að kalla það
margföldun, heldur væri réttara að tala
um nokkur prósent, nokkrar millj-
ónir króna sem hvergi nærri dugar
til. Minna mætti það ekki vera ef rík-
issjóður er rekinn með tugmilljarða
afgangi. Sennilega mun
forsætisráðherrann
enn kvarta undan
loftárásum, enda
þótt í þetta sinn hafi
atlagan komið
innan frá.
Dæmi
Sigmundur Davíð talaði annars um
leka í áramótaþætti
Stöðvar 2 á dögunum
og dylgjaði um að
persónuupplýsingum
væri oft lekið úr
stjórnsýslunni og
talaði um síðasta
kjörtímabil. Enn hefur hann ekki nefnt
dæmi. Annars var hlegið að því í heitum
potti eftir áramótin að forsætisráðherr-
ann væri enn að berjast við Jóhönnu
Sigurðardóttur, en hún er sem kunnugt
er hætt í stjórnmálum fyrir nokkrum
misserum.
Ósýnileg hönd
Hin ósýnilega bláa hönd markaðarins
komst aftur í umræðuna, en hana hafa
sjálfstæðismenn ekki nefnt frá því fyrir
hrun. Að þessu sinni var það innan-
ríkisráðherrann nýi, Ólöf Nordal, sem
vill láta „markaðnum“
og ósýnilegri krumlu
hans um að fylgjast
með því að verslunin
skili verðlækkunum til
almennings.
Ríkisútgerðin
Formaður Samtaka sjávarútvegsfyrir-
tækja kallar ríkið þriðju stærstu útgerð
landsins, og kallar línuívilnun, byggða-
kvóta og strandveiðar sér til vitnis. Þetta
stenst enga skoðun, þótt Fréttablaðinu
þyki gaman að rifja ummælin upp. En
með formúlu formannsins má sosum
segja að fólk sem kemst fyrir í hálfum
strætisvagni fái megnið af fiskveiði-
kvótanum gefins og sú fámenna klíka
sé stærsti útgerðarmaður landsins. Og
með sömu formúlu verða það líklega
fáir fiskar sem hver hinna rúmlega 320
þúsunda íbúa landsins fengju í sinn hlut.
Og fáar krónur.
héðan og þaðan …
Reykjavík vikublað
1. Tbl. 6. áRganguR 2015
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com.
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. dreifing:
Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum
í allar íbúðir í reykjavík.
Höfundur er
Össur Skarphéðinsson,
þingmaður Samfylkingarinnar
í Reykjavík
Framhald á bls. 12