Reykjavík - 10.01.2015, Síða 8

Reykjavík - 10.01.2015, Síða 8
8 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Ár mikilla tíðinda – stiklað á stóru 2014 Fjölmargt bar til tíðinda á árinu sem rétt er liðið. Reykjavík vikublað stiklar hér á stóru í fréttum og umfjöllun blaðsins á síðasta ári. Viðfangsefnin hafa verið af ýmsu tagi. Mikið hefur verið fjallað um pólitík, en einnig og ekki síður menningu, menningarpólitík, mannlíf, skóla- og leikskólamál, skipulag, atvinnumál, einkavæðingu, almannaþjónustu og margt margt fleira. Svo má ekki gleyma okkar vikulegu umfjöllun um mat og Hringborðinu, þar sem fjölbreyttur hópur fólks úr öllum áttum hefur veitt lesendum Reykjavíkur vikublaðs mikilvægar hliðar á þeim málefnum sem hæst hefur borið í samfélaginu hverju sinni. Fjölmargar fréttir, fréttaskýringar og úttektir blaðsins vöktu mikla athygli og var margt „skúbbið“ tekið upp í öðrum fjölmiðlum. Eðli málsins samkvæmt kemst ekki nærri því allt fyrir sem gjarnan ætti heima í upprifjun af þessu tagi, en þetta er með því sem okkur á ritstjórn Reykjavíkur vikublaðs þykir hafa borið hvað hæst í okkar umfjöllun á árinu. Janúar Reykjavík vikublað greindi frá því í upphafi árs, fyrst fjölmiðla, að ríkis- saksóknari hefði mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til athugunar. Leka- málið var svo reglulega til umfjöllunar í blaðinu það sem eftir lifði árs. Meðal annars var rætt við flesta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Vil- hjálm Árnason sem sakaði lögregluna um að leka gögnum úr málinu. Einnig var greint frá því um miðjan október að ÖSE, alþjóðleg stofnun, hefði málið til skoðunar. Umfjöllun hélt áfram og sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir af sér embætti undir lok ársins, en þá hafði aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson verið dæmdur fyrir að koma minnisblaði um hælisleitanda og fólk sem honum tengdist í hendur fjölmiðla. Greint var frá ákærum lögreglu á hendur níu manns sem mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni haustið áður. Fólkið var dæmt til sektargreiðslu síðar á árinu, fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Mál- inu er ekki lokið. Febrúar Reykjavík vikublað fjallaði ítarlega í fréttum og fréttaskýringum um einkavæðingu á veitufyrirtækinu HS veitum. Meðal annars var upplýst að tilgangur Ursusar, félags Heiðars Más Guðjónssonar, er að fjárfesta í innviðum hér á landi „með arðsemi eigenda“ að leiðarljósi. Þá var upplýst að Orkustofnun teldi þessa einkavæð- ingu ekki samræmast ákvæðum raf- orkulaga, auk þess að Orkuveita Reykjavíkur, sem var meðal þeirra sem seldu fjárfestinum sinn hlut, framseldi arðgreiðslur við söluna. „Jafnréttisbaráttunni er alls ekki lokið. Ég tel að henni ljúki aldrei. Við verðum alltaf að halda áfram og varðveita þau réttindi sem nást,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn dr. Shirin Ed- badi í einkaviðtali við Reykjavík viku- blað. Blaðið ræddi einnig um jafn- réttismál við Gro Harlem Bruntland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Mars Ríkisstjórnin kynnti „Evrópustefnu“ sína þegar tilkynnt var að aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Reykjavík vikublað upplýsti að stefna þessi væri ófjármögnuð með öllu, en til stæði að vinna tillögur um það samhliða fjárlagavinnunni í haust. Fátt hefur frést af málinu. Einnig greindi blaðið fra því að hátt í 10 þúsund reglur og tilskipanir frá Evrópusambandinu hafa tekið gildi hér á landi, frá því að Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið. ESB gerð- irnar sem fengið hefuð lagagildi hér væru miklum mun fleiri en íslensk lög sem Alþingi samþykkti. Fjallað var um vandræði framhalds- skólanema sem sótt höfðu um náms- lán, vegna verkfalls framhaldsskóla- kennara. Tækniskólinn í Reykjavík er fjölmennasti framhaldsskóli landsins, og fjölmargir nemendur þar reiða sig á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Apríl Brennisteinsmengun frá Hellisheiðar- virkjun er meiri en frá stærsta álveri landsins, sagði blaðið á forsíðu í lok apríl. Orkuveita Reykjavíkur sóttist eftir undanþágu frá hertum reglum um þessa mengun, og fékk að lokum að uppfylltum skilyrðum. Maí Lani Yamamoto, sem tilnefnd var til barnabókarverðlauna Norðurlanda- ráðs, ásamt Andra Snæ Magnasyni, var í ítarlegu viðtali í blaðinu. Í þessum mánuði birti Reykjavík vikublað ítarlega úttekt sem sýndi að 90 prósent allra styrkja sjávarút- vegsfyrirtækja til stjórnmálaflokka, hefðu runnið til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ítarlega var fjallað um borgar- stjórnarkosningar, en blaðið hafði frá því um veturinn birt ítarleg viðtöl við oddvita allra flokka sem buðu fram í kosningunum. Einnig voru allar kosn- ingaskrifstofur heimsóttar og smakkað á bakkelsinu. Júní Upplýst var að Landsvirkjun hefði sjálf látið gera fjölmargar breytingar á Wikipediu síðu um fyrirtækið. Margar breytingarnar voru gildishlaðnar og höfðu á sér yfirbragð „pr-mennsku“ sem ekki þykir við hæfi í þessari al- fræðiorðabók. Benedikt Jóhannesson, maðurinn á bak við stjórnmálaaflið Viðreisn, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar við- tals við Reykjavík vikublað. Júlí Reykjavík vikublað greindi frá því að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Laun stjórnarmanna höfðu þá hækkað um 16,5 prósent á tveimur árum. Ítarleg úttektir voru birtar á markaðs- hlutdeild fyrirtækja í smásöluverslun í Reykjavík. Fram kom að sjóðir á vegum Arion banka og nokkrir lífeyrissjóðir, áttu hlut í tveimur stærstu fyrirtækjum á matvörumarkaði, sem samanlagt væru með 4/5 markaðshlutdeildar. Ráðherra samkeppnismála hefur ekki sinnt ítrekuðum óskum blaðsins um viðtal um þessa stöðu frá því í sumar. Ágúst Greint var frá 600 milljóna króna út- gjöldum borgarinnar til Knattspyrnu- sambands Íslands vegna þjóðarleik- vangsins í Laugardal. September „Þessum áformum þarf að breyta“ sagði í forsíðufyrirsögn blaðsins um miðjan september. Þá var ítarlega fjallað um þau áform ríkisstjórnarinnar að skerða bótatímabil atvinnuleysisbóta og hvaða áhrif þessar aðgerðir myndu hafa á bæði fjárhag Reykjavíkurborgar, og ekki síður á afkomu hundruða Reykjavíkinga. Október Málefni Strætó voru mjög áberandi í Reykjavík vikublaði á haustdögum. Greint var frá því að þáverandi fram- kvæmdastjóri hefði hótað starfsfólki brottrekstri, ef að vildi neyta andmæla- réttar vegna fyrirhugaðra breytinga á vögnum byggðasamlagsins. Einnig að útboðum hefði verið hótað til þess að halda launum niðri. Framkæmdastjóri Strætós lét af störfum síðar á árinu. Vopnamálið rataði einnig á síður Reykjavíkur vikublaðs, en blaðið átti frumkvæði að því að sækja lykilupp- lýsingar í málinu til norskra yfirvalda. Umræða um hvort lögregla skyldi bera vopn var einnig áberandi. Jafnframt var upplýst, þvert á yfirlýsingar, að til hefði staðið að greiða Norðmönnum fyrir vopn. Nóvember Reykjavík vikublað greindi frá því að ríkissaksóknari hefði krafist opinna réttarhalda í 40 málum þar sem karlar voru ákærðir fyrir vændiskaup. Kröfu ríkissaksóknara var hafnað. Ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs setti einnig fram slíka kröfu og fékk nei, eins og saksóknarinn. Aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins gagnrýndi dóm- stóla í viðtali við blaðið. Taldi að þessi réttarhöld ættu að vera opin og að dóm- stólar og fleiri þyrfti að fræði betur um mál sem tengdust mansali og vændi. „Á ég þá líka að vinna á nóttunni,“ sagði Kristín Lárusdóttir, sellóleikari og tónlistarkennari í verkfalli í viðtali við blaðið. Þá höfðu tónlistarkennarar veri í verkfalli vikum saman, en yfirvöld í Reykjavík voru harðlega gagnrýnd í málinu. Einnig var vísað á ríkið sem ekki stóð við framlög til tónlistar- kennslu. Desember Tíu milljarða króna fyrirhugð lán- taka Orkuveitu Reykjavíkur var ein af meginfréttum blaðsins í jóla- mánuðinum, en samkvæmt áætlun um endurreisn fyrirtækisins, má það ekki taka lán fyrr en á árinu 2016. Rækilega var fjallað um stefnu ríkis- stjórnarinnar eins og hún birtist í frum- varpil til fjárlaga þessa árs. „Niður- skurður, brauðmolar, nýfrjálshyggja“ voru orð sem fræðimenn notuðu til að lýsa stefnunni. Hanna Birna sagði af sér ráðherraembætti. aðstoðarmaður hennar var dæmdur í fangelsi vegna lekamálsins. Mynd: Pressphotos.biz. Svona fór Vegagerðin að í Gálgahrauni. 40 voru handtekinir en 9 ákærðir og dæmdir. réttarhöld í vændiskaupamálum eru lokuð. Mynd: Pressphotos.biz. Þrátt fyrir miklar rigningar í sumar kom þó einn og einn dagur þar sem sólin skein og allir gátu notið sín. Kristín Lárusdóttir við vinnu sína. Kaffið á kosningaskrifstofum var vegið og metið. Síðasta lagi fyrir fréttir var skipt út fyrir auglýsingar og var hart deilt um málið. alvarlegar deilur voru einnig innan Strætó bs.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.