Reykjavík - 10.01.2015, Síða 10
10 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Minjastofnun vill vernda Umferðarmiðstöðina
„Minjastofnun Íslands telur að Umferðarmiðstöðin hafi ótvírætt varðveislu-
gildi og mun leggjast gegn því að hún verði rifin, komi slík tillaga fram,“ segir
í umsögn Minjastofnunar Íslands til umhverfis- og skipulagssviðs Reykja-
víkurborgar, vegna fyrirspurnar borgarinnar um afstöðu stofnunarinnnar.
Stílhrein og látlaus
„Umferðarmiðstöðin er að stofni til
stílhrein og látlaus bygging og gott
dæmi um framsækna byggingarlist
6. áratugarins. Listrænt gildi hennar
felst einkum í stílhreinu ytra útliti og
innra rými afgreiðslusalarins, þar sem
rökrétt og einföld uppbygging hússins
kemur skýrt fram. Þá hefur Umferða-
miðstöðin menningarsögulegt gildi
sem opinber bygging sem lengi hefur
þjónað sem ein helsta samgöngumið-
stöð Reykjavíkur,“ segir Minjastofnun.
Um leið er bent á að byggingin er farin
að láta töluvert á sjá sökum viðhalds-
leysis.
Má byggja við
Þótt Minjastofnun leggist gegn niður-
rifi miðstöðvarinnar er ekki gerð
athugasemd við byggt verði við hana.
„Hins vegar mælir ekkert á móti því
að byggingin verði endurnýjuð og
stækkuð, mögulega sem hluti af stærri
byggingarheild líkt og hugmyndir voru
um í upphafi. Burðarkerfi hússins er
einfalt og mögulegt er að breyta nýt-
ingu og skipulagi innan dyra án þess
að raska eiginleikum rýmisins. Hið
sama á við um ytra byrði hússins.
Mikilvægt er þó að allar endurbætur
og viðbyggingar verði hannaðar með
næmni og virðingu fyrir listrænum
einkennum hins upphaflega húss.“
Endurómun á eldra áliti
Í raun er umsögnin endurómun á 15
ára gamalli umsögn Árbæjarsafns um
menningarlegt verðmæti byggingar-
innar. „Reykjavíkurborg óskaði þá álits
safnsins til verndun hússins. Þar segir
að æskilegt sé að húsið sé endurnýjað
og helst stækkað þannig að það verði
hluti af stærri heild líkt og hugmyndin
var í upphafi. Um leið er bent á að
húsið hafi raunar ekki náð að festast
í sessi sem hluti af stærri bæjarheild
og því ekki gerð athugasemd við að
reiturinn sem húsið er á taki miklum
breytingum meðfram skipulagi. „Sé
það mat Borgarskipulags [forvera um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur-
borgar] að mikilvægum umbótum í
framtíðarskipulagi miðborgarinnar
verði ekki náð fram nema með niður-
rifi hússins mun minjavarlsan ekki
gera skilyrðislausa kröfu um varðveislu
byggingarinnar. Niðurrif verðu þó að
telja afarkost sem eingungis er unnt að
réttlæta ef í staðinn koma nýbyggingar
í mjög háum gæðaflokki er hafi veruleg
jákvæð áhrif á þróun og ásýnd borgar-
innar,“ segir í umsögninni frá því rétt
fyrir aldamót.
Byggingalist eftirstríðs
Umferðarmiðstöð BSÍ við Vatnsmýrar-
veg var teiknuð af Gunnari Hanssyni
árið 1960. Upphaflega var gert ráð fyrir
viðbótarálmum til beggja enda og var
byggingin þannig hugsuð sem hluti
af stærri húsasamstæðu. Ekki varð af
þessum viðbyggingum. Árið 1987 var
gert milliloft í hluta afgreiðslusalar eftir
teikningu Gunnars Hanssonar. „Þetta
tímabil eftirstríðsáranna það hefur
hingað til ekki vegið mjög þungt í um-
ræðu um húsvernd hér á landi,“ segir
Pétur H. Ármannsson, arkitekt í sam-
tali við Reykjavík vikublað. Pétur starf-
aði um árabil hjá Listasafni Reykjavíkur
og skrifaði umsögn Árbæjarsafnsins
um verndun Umferðamiðstöðvarinnar
fyrir fimmtán árum. „Þessi hús eru nú
orðin 50 ára gömul og mörg þeirra eru
merkilegur arkitektúr fyrir sinn tíma.
Gunnar, höfundur Umferðamiðstöðv-
arinnar, er kannski kunnastur fyrir að
hafa teiknað Morgunblaðshöllina en
hefur líka teiknað mörg falleg íbúahús
og til dæmis kirkju Óháða söfnuðarins
sem er mjög falleg bygging. Hans eigið
hús, í Sólheimum 5 í Reykjavík, hefur
verið friðlýst vegna listræns gildis,“
segir Pétur.
Módernistarnir
Byggingalist sú er þróaðist á ár-
unum eftir stríð er gjarnan kölluð
módernismi. Hugtakið lýsir tímabili
og byggingalist sem er undir miklum
áhrifum frá þeim hröðu tækninýjum í
byggingaiðnaði, eins og flestum öðrum
geirum, og gríðarlegri tiltrú manna á
framtíðinni. Tímabilið eftir stríð er
markað örri þróun á flestum sviðum
samfélagsins, aukinni velferð og kröfu
um umbætur. Byggingar tímabilsins
byggja á hreinum formum og mik-
illi áherslu á notagildi, fremur en
skreytingar. „Þetta var tími þar sem
skreyting húsana var frekar í innri gerð
þeirra og strúktúrnum en ekki endi-
leg af því að verið væri að setja skraut
utan á þau,“ segir Pétur. Hann bendir
líka á að Umferðamiðstöðin sé raunar
lestastöðvarígildi, byggð sem slík og
af miklum metnað. „Þetta er líka tími
þegar menn höfðu mikla trú á framtíð-
inni og voru þess vegna ekki að hugsa
mikið um það sem hafði verið áður, í
fortíðinni. Þess vegna var það mjög í
anda tæknilegra mannvirkja, eins og
umferðamiðstöðvar, að húsið væri nú-
tímalegt og tæknilegt í uppbyggingu.“
Fegurð í tækninni
Fegurðaskyn módernista er ekki allra
og gjarnan er deilt um fegurðin. Hvað
segir Pétur við þá sem telja Umferða-
miðstöðina ekki nægilega fallega til
að njóta sérstakrar verndar? „Þessi
bygging má muna sinn fífil fegri. Ef
hún væri gerð upp af virðingu og upp-
haflegum stíl þá gæti hún verið mjög
falleg. Á þessum tíma voru oft notaðir
sterkir andstæðulitir. Það er að segja:
úttekt
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Hrafnkell Á. Proppé
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
stendur fyrir fundaröð um þróun og mótun
borgarinnar með Hjálmari Sveinssyni, formanni
ráðsins. Fundunum er ætlað að víkka og dýpka
umræðu um skipulagsmál. Yfirskrift raðarinnar
er Heimkynni okkar, borgin.
Þriðjudaginn 13. janúar verður fundur með yfirskriftinni
„Á að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?“.
Þar verður spurt hvort samkeppni sveitarfélaganna sé
góð, hver áhrif sameiningar yrðu á almenningssamgöngur,
stjórnsýslu og skipulags-, umhverfismál. Einnig verður
fjallað um hvað það myndi þýða fyrir ríki og landsbyggðina
ef 65% landsmanna tilheyrðu einu og sama sveitarfélagi.
Framsögu hafa, auk Hjálmars, þau Svandís Svavarsdóttir
alþingismaður, Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ og formaður Strætó bs. og Hrafnkell Á.
Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Skemmtileg stemning mun skapast á kaffihúsinu
á Kjarvalsstöðum við Klambratún klukkan 20.00–21.30.
Allir velkomnir.
Svandís SvavarsdóttirHjálmar Sveinsson
Bryndís Haraldsdóttir
Á AÐ SAMEINA SVEITARFÉLÖGIN
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU?
1
5
-0
0
6
1
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
Í dag er Umferðamiðstöðin töluvert
þekkt fyrir hefðbundinn íslenskan
matseðil.
alþýðublaðið hélt varla vatni yfir byggingunni sem var líkt við erlendar
flugstöðvar
Húsið tók nokkuð langan tíma að
byggja og voru margir óþreyjufullir.
- Morgunblaðinu, fimmtudagurinn
4. júlí 1963