Reykjavík - 10.01.2015, Side 11

Reykjavík - 10.01.2015, Side 11
5 200 600 þjónusta þér í hag Vagnhöfða 5 - 110 Reykjavík :: Sími 5 200 600 - kvikk@kvikk.is - www.kvikk.is Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði. Einnig sinnum við öðrum þáttum bifreiðaviðgerða s.s. bremsuviðgerðum, undirvagnaviðgerðum, stýrisgangi og fjöðrunarbúnaði Við leggjum metnað okkar í vandaða þjónustu á góðu verði svo hagkvæmt verði að leita til okkar. Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða! 1110. Janúar 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð hvitir, gulir og bláir. Það eru mörg dæmi um mjög falleg hús frá þessum tíma en þá þarf að halda þeim við og gera þær þannig að byggingalist þeirra njóti.“ Hann bendir einnig á að þetta tíambil í Íslandssögunni séu minningar af verkum afa og ömmu yngstu núlif- andi kynslóðar landsins. „Ég tel alveg hægt að endurnýja þessa byggingu og laga hana að nýju hlutverki. Þetta er mjög sveigjanleg bygging. Ég sé ekki alveg tilganginn í því bara að mölva hana niður til þess að fá auða lóð þar sem á bara að gera hvað sem er. Það er alveg hægt að stækka bygginguna eða tengja hana nýbyggingum og gera það á smekklegan máta, það þarf ekki að mölva hana niður. Ef svo fer að annað sé ekki hægt þá þurfa að vera einhverjar ástæður fyrir slíku. Þetta segi ég vegna þess að það hefur verið þessi tilhneiging að byrja alltaf á því að setja jarðýtuna yfir allt sem fyrir er en svo á eftir að byrja að hugsa út í hvað menn ætla að gera.“ Íslensku módernistarnir Pétur nefnir þrjá menn sem gott dæmi um þetta tímabil Gunnar, Sigvalda Thordarson arkitekt og Skarphéðinn Jóhannsson húsasmíðameistara. Sigvaldi var afar afkastamikill og er meðal annars þekktur fyrir húsið að Ægissíða 80, en Húsafriðunarnefnd friðaði það hús 1999. Skarphéðinn er svo höfundur næsta húss að Ægissíðu 82 en bæði húsin þykja í ytra formi og efnisnotkun endurspegla vel hin nýju viðhorf módernismans sem náðu fótfestu hér á landi á árunum 1948 – 55. Það skal tekið fram að þeir Gunnar, Sigvaldi og Skarphéðinn tæma ekki list- ann yfir þá sem lögðu sitt til tímabilsins. Glæsileg bygging Umferðamiðstöðin þótti talsvert glæsi- leg bygging á upphafsárum sínum. Þannig lýkti Alþýðublaðið henni við erlendar flugstöðvabyggingar en slíkar lýsingar áttu að lýsa hve svo mjög móðins byggingin var. Byggingin tók nokkuð langan tíma að byggja. Al- menna byggingafélagið h. f. sá um byggingu þess en félagið var á þeim tíma stærsta verktaka og byggingafélag landsins. Félagið byggði einnig Íþrótta- höllina í Laugardal. Eins og áður segir þá hefur viðhaldi ekki verið sinnt og umferðamiðstöð raunar aldrei orðið til í þeirri mynd sem ætlunin var upp- haflega. Húsið var mörg ár að rýsa en á fréttaflutningi byggingaáranna má lesa að hún þótti dæmi um framsókn Íslands og Reykvíkinga. Byggingin var ásamt Íþróttamiðstöðinni í Laugardal talin merki um stórhug og bjartsýni borgaryfirvalda og íbúa. „Nú hefur Umferðamiðstöð tekið til starfa sunnan við Hringbraut. Hún hefur verið lengi í smíðum og þar af leiðandi kostað mikið fé. Hins vegar er hún í alla staði myndarleg og fullkomin og mun færa bæði þeim sem starfa við flutninga á bifreiðum, og alveg sérstaklega far- þegum, mikil þægindi. Þess vegna er Umferðamistððin hin mikilvægasta samgöngubót,“ skrifaði leiðarahöf- undur Alþýðublaðsins árið 1965. Væntanlega hefur hvorki hvarflað að honum né öðrum að byggingin yrði seinna þekktust fyrir sviðakjamma og sólarhringssölu á tóbaki. úttekt Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Mynd úr Google Earth af húsinu Minjastofnun Íslands telur að Umferðarmiðstöðin hafi ótvírætt varðveislugildi og mun leggjast gegn því að hún verði rifin.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.