Reykjavík - 10.01.2015, Qupperneq 14

Reykjavík - 10.01.2015, Qupperneq 14
14 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Bæjarbíó í Hafnarfirði er 70 ára: Reykvíkingar tóku Hafnarfjarðarstrætó í bíó Bæjarbíó í Hafnarfirði fagnar 70 ára afmæli þessa dagana og verður með ókeypis bíósýningar um helgina. Þegar saga þessa framtaks er skoðuð má sjá að á sínum tíma voru bíóin í Hafnarfirði, Bæjarbíó og Hafnarfjarðarbíó, ákaflega vinsæl hjá Reykvíkingum. Dæmi voru um að strætisvagna færu suðureftir, troðfullir af bíógestum og komust færri að en vildu. Bíósýningar í Bæjarbíói suður í Hafnarfirði hafa ekki verið samfelldar og féllu niður um margra ára skeið, en saga framtaksins er gömul og um margt merkileg. „Tildrögin að stofnun Bæjarbíós voru þau að tveir menn höfðu sótt um leyfi til bæjarstjórnar, til kvikmyndasýninga í Hafnarfirði, í septemberlok, árið 1941. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi og ákveðið að kanna hvort bærinn gæti ekki sjálfur komið upp bíói og var sett nefnd í málið.“ Þetta segir meðal annars um undirbúninginn að stofnun Bæjarbíós í Hafnarfirði á vef Kvik- myndasafns Íslands. Boðið í bíó Heimildum ber ekki að fullu saman um nákvæmlega hvaða dag sýningar hófust. Hins vegar buðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í bíó hinn 10. janúar 1945, tvo daga í röð. Nú á að opna húsið fyrir gestum á þessum tímamótum. „Það eru liðin 70 ára frá því að Hafnfirðingar fengu ráðhús og kvikmyndahús og þótt Hafnfirðingar og Hafnarfjarðar- bær haldi örugglega uppá áfangann einhverntíman í ár, þá gátum við í Bæjarbíó ekki láta þessa dagsetningu fram hjá okkur fara, en þann 10. jan- úar 1945 bauð Hafnarfjarðarbær í bíó í fyrsta sinn,“ segir Ævar Jóhannsson, sýningarmaður í Bæjarbíói í samtali við blaðið. Hagnaður til elliheimilis Bíóið tók í upphafi 325 manns í sæti og var ákveðið að hagnaði af sýningum skyldi varið til elliheimilis bæjarins sem þá var í bígerð að reisa, en það var í maí árið 1942 sem bæjarstjórnin í Hafnar- firði samþykkti að láta reisa kvik- mynda- og skrifstofuhús fyrir bæinn. Sigmundur Halldórsson húsameistari hafði þá unnið teikningu af húsinu. Smíðinni var lokið í árslok 1944, og hófust sýningar skömmu síðar. Fullir strætisvagnar úr Reykjavík Fyrstu árin sýndi bíóið eingöngu myndir sem það leigði frá kvikmynda- húsunum í Reykjavík en það gafst illa, segir Kvikmyndasafnið, þar sem margir Hafnfirðingar höfðu þegar séð myndinar í höfuðborginni. Upp úr 1950 hófust sýningar á myndum sem fluttar voru inn sérstak- lega fyrir Bæjarbíó. Þetta þykir hafa gef- ist vel. „Bíóið sýndi vandaðar myndir og voru bæði bíóin mikið sótt, ekki síður af Reykvíkingum. Talað hefur verið um að heilu strætisvagnarnir hafi verið fullir af gestum sem komu gagngert til að fara í hafnfirsku bíóin. Stundum hafi jafnvel verið óskað eftir aukavögnum,“ segir á vef Kvikmynda- safns. Þannig hafi Hafnarfjörður fengið viðurnefndið Bíóbærinn, en starfsemin var blómleg, þar sem Hafnarfjarðarbíó starfaði einnig í bænum og flutti inn eigin myndir. Hallar undan fæti Ágóði af rekstri bíósins rann til elli- heimilisins Sólvangs, og var það því undanþegið 25 prósenta skemmt- anaskatti. Reksturinn gekk vel framan af, en eftir að sjónvarpið hóf göngu sína árið 1966 fór að halla undan fæti, og tap varð á rekstrinum mörg næstu ár. Fleira skýrði þetta en sjónvarpið. Bæði hækkaði verðið á kvikmyndum að utan, en jafnframt varð kreppa hér á landi á síðustu árum sjöunda ára- tugarins og fjárráð almennings voru minni en áður. Þá kom einnig til stór- tæk gengisfelling. Þá var reksturinn leigður út, en hann gekk illa. Eins og í gamla daga Leikfélag Hafnarfjarðar var svo með ýmsa félags- og menningarstarfsemi í húsinu, en frá árinu 1974 sá Laugar- ásbíó um sýningar í Bæjarbíói um nokkurra ára skeið. Lítil starfsemi var í húsinu stóran hluta níunda og tíunda áratugarsins. Skömmu fyrir aldamót tók Kvikmyndasafn Íslands svo við bíóinu og hefur það verið nýtt sem safnbíó. Hluti hússins og innréttinga er nú friðaður. Þar er nú sýningarvél með gamla laginu, sem getur sýnt myndir með sama hætti og gert var árið 1945. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í skammtímaleigu Söngskólinn í Reykjavík Í byrjun janúar verða inntökupróf í örfá skólapláss sem losna: 12. janúar byrja 7 vikna söngnámskeið: SÖNGNÁMSKEIÐ • Unglingadeild yngri 11-13 ára • Unglingadeild eldri 14 -15 ára • Almenn tónlistardeild Grunn-/ Mið-/ Framhaldsnám • Háskóladeild Einsöngs-/ Söngkennaranám • fyrir áhugafólk á öllum aldri • kennt utan venjulegs vinnutíma • raddbeiting / túlkun / tónfræði Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10–16 alla virka daga• www.songskolinn.is SÖNGNÁM úr umfjöllun Þjóðviljans um opnun Bæjarbíós í ársbyrjun 1945. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is. VI KU BL AÐREYKJAVÍK www.fotspor.is.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.