Reykjavík - 30.05.2015, Side 12
19
Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı s. 411 11 11
Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt á
Lambhagavegi 19.
Byggingarheimild er alls 2.474 fermetrar og nær
hún til íbúðarhúss, gróðurhúss og þjónustu-
bygginga (skemmur, áhaldahús og pökkunarhús).
Íbúðarhúsnæði má ekki fara yfir 500 fermetra og
þjónustubyggingar ekki yfir 592 fermetra. Á þeim
fermetrum sem eftir standa er heimilt að byggja
gróðurhús.
Tilboðsgjafi skal sýna fram á jákvæða eiginfjárstöðu
með framlagningu endurskoðaðs ársreiknings
síðasta árs eða ársreiknings ársins á undan ásamt
árshlutareikningi vegna síðasta árs.
Tilboð í byggingarrétt skulu berast fyrir kl. 14:00
þriðjudaginn 9. júní. Þeim skal skila í þjónustuver
Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 í lokuðu
umslagi merkt „Lambhagavegur 19“. Tilboð verða
opnuð sama dag kl. 14:15 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Nánari upplýsingar og skilmálar eru á vef
Reykjavíkurborgar: reykjavik.is/lodir
Byggingarréttur
R
E
Y
K
J
A
V
Í
K
U
R
B
O
R
G
Íbúð, gróðurhús
og þjónustubyggingar
Lóðin Lambhagavegur 19 er til sölu
Höfum rútur af öllum
stærðum og gerðum,
vel búnar til aksturs
hvort sem er innan-
eða utanbæjar.
ÞÓRSMÖRK OG
LANDMANNALAUGAR
Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september.
Ekið í Langadal, Bása og að skála í
Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð
eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og
brottfararstaði á trex.is.
Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is
TAKTU RÚTU!
Bókanir &upplýsingar á TREX.IS
LEITIÐ TILBOÐA!
30. Maí 201512 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK
Auglýsingasíminn er 578 1190
Stórafmæli
Ölduselsskóla
Nemendur og starfsfólk Ölduselsskóla fögnuðu fjörutíu ára afmæli skólans á
dögunum með mikilli hátíð. Grillaðar
voru pylsur og sykurpúðar auk þess
sem hægt var að róa á kjaja í sundlaug
skólans, eða fara í hoppukastala, fá
andlitsmálun, fara á hestbak og ým-
islegt fleira.
Stuttmyndahátíð grunnskólanema:
Aldrei fleiri myndir
Stuttmyndahátíðin var haldin í 35. sinn í Bíó Paradís 28. maí og var þétt setinn bekkurinn. Aldrei
áður hafa verið sendar jafn margar
myndir inn í keppnina sem hóf göngu
sína 1981.
Alls bárust um 100 myndir í keppn-
ina og hafa aldrei fleiri myndir verið
sendar í keppnina, að því er segir í
frásögn um framtakið á vef borgar-
innar. Myndirnar kepptu til sigurs í
fjórum flokkum yngri og eldri nem-
enda; leiknum stuttmyndum, hreyfi-
myndum, heimildarmyndum og tón-
listarmyndböndum. Óhætt er að segja
að mikil gróska sé nú í kvikmyndagerð
í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og
frístundaheimilum segir í umfjöllun-
inni á vef Reykjavíkurborgar. Mikil
hugmyndaauðgi einkenni kvikmynda-
gerðina og tæknifærni. Þar er jafnframt
bent á að margmiðlunarver skóla- og
frístundasviðs hafi yfirumsjón með
tæknibúnaði og aðstoði við úrvinnslu
myndanna.
Þær myndir sem unnu í hverjum
flokki voru sýndar í Bíó Paradís. Þær
eru:
Hreyfimyndin Stökkið sem Tómas
Nói Emilsson úr Hlíðaskóla gerði
og sigraði í flokki yngri nemenda.
Þrjár stúlkur, Helga, Rakel og Sigrún
úr Sæmundarskóla fengu verðlaun
fyrir bestu hreyfimynd í eldri flokki,
myndina Nammi namm.
Heimildarmynd um skaðsemi reyk-
inga sem nemendur í 7. bekk Keldu-
skóla gerðu fékk verðlaun sem besta
heimildarmyndin í yngri flokki og
þær Karen, Ísabella, Ninja og Hera úr
Háteigsskóla gerðu bestu heimildar-
myndina í eldri flokki um sjálfsímynd.
Tónlistarmyndbandið Rapp sem
Ólína Ákadóttir í Grandaskóla gerði
vann til verðlauna svo og tónlistar-
myndbandið Vicious and delicious sem
eldri nemendur í Langholtsskóla gerðu.
Besta stuttmyndin í yngri flokki
heitir Garpur og varð gerð af nem-
endum í 7. bekk Hamraskóla en besta
stuttmyndin í eldri flokki kom úr Voga-
skóla og heitir Vitni.
Ólína Ákadóttir úr Grandaskóla gerði
besta tónlistarmyndbandið í flokki
yngri nemenda.
Kampakátir nemendur í Hlíðaskóla sem fengu verðlaun
fyrir bestu hreyfimyndina í yngri flokki.
Karen, Isabella, Ninja og Hera úr Háteigsskóla gerðu vinn-
ingsmynd um sjálfsímynd.
Þessar stúlkur úr Sæmundarskóla fengu verðlaun fyrir
bestu hreyfimynd í eldri flokki en hún heitir Nammi namm.
Hrafnhildur, María Rakel, Thelma og andrea gerðu besta
tónlistarmyndbandið í eldri flokki en þær stunda nám í
Langholtsskóla.
7. bekkur í Hamraskóla vann til verðlauna fyrir bestu
stuttmyndina í yngri flokki, myndina Garp.
Myndin Vitni úr Vogaskóla var valin besta stuttmyndin í
flokki eldri nemenda. Hana gerðu atli Geir, Ásta, Elísabet,
Dagbjört, Rakel og Tómas Bragi.
7. bekkur í Kelduskóla-Korpu fékk verðlaun fyrir heim-
ildarmynd um skaðsemi reykinga.
Nemendur úr Grandaskóla voru sigursælir á kvikmynda-
hátíðinni.