Alþýðublaðið - 29.11.1919, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1919, Síða 2
alÞýðublaðið Laugaveg1 43 B. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afraælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- óskabréf. Von á nýjura tegundum innan skamms. Friðfiunnr Guðjóuswon. auðmenn í Reykjavik höfðu 300 þús. kr. árstekjur hver. Það er sem næst því að þeir hafi grætt 1000 krónur hvern virkan dag í árinu. Peir grœdda á tveim dög- um jafnmikið og þeir sem bezt höfðu meðal verklýðsins, grœddu á heilu ári. Að hafa þúsund kr. tekjur hvern virkan dag er sama sem að hafa 100 krónur um tím- ann. Það höfðu þessir tveir auð- menn á sama tíma og verklýður- inn hafði 60 aura, þegar hann þá fékk vinnu. Parf frekar að ræða hvort auð- vald só til hér? Varla. Jafnvel Einar Arnórsson ætti að geta átt- að sig á þessu. Það er því meira en „slagorð" þegar Alþbl. talar' um auðvald. En snúum okkur nú að hinum „slagorðunum". En af þeim er fljótast það að segja, að ritstjóri Alþýðubl. notar alls ekki orðið »kúgun« hvorki í ræðum sínum eða pólitiskum greinum og hann hefir'aldrei rit- að það orð í Alþýðubl., og víst heldur aldrei í Dagsbrún. Orðið kann að finnast í einstaka aðfeng- inni grein, en ef svo er þá er það varla oftar notað en í Morgunbl. Hvað viðvíkur „slagorðinu" um að *það eigi að drepa alþýðunaa þá gildir nákvæmlega sama um það og hið fyrra, það er ekki orðatiltæki ritstjórans, þó það -kunni að hafa staðið í aðsendri grein, og slagorð geta þó varla verið önnur en þau sem notuð eru aftur og aftur. Og á slík orð skal.Einari Arnórssyni verða bent seinna, en það er óvíst hvort hann kærir sig um að vinna að út- breiðslu jafnaðarstefnunnar með því að hafa þau upp eftir Alþbl. í Mgbl. Mannrækt. i. í grein sem Nói skrifar í Alþbl. 26. þ. m., drepur hann á merki- legt mál, sem er umhyggja, eða öllu heldur umhyggjuleysi bæjar- ins, fyrir heilbrigði nppvaxandi kynslóðar. Þetta mál er þess vert, að það sé miklu ítarlegar hugsað og rætt. Bendingar Nóa eru vissulega af góðum vilja gerðar, en eg get ekki annað séð, en að þær séu harla ófullnægjandi. Nói stingur upp á að bærinn taki „eitt eða tvö tún hér í bæn- um, til þess að börn og ungling- ar gætu hafst þar við á vetrum, og útbúa þessi tún svo, að þar gætu farið fram leikir fyrir börn og nnglinga". Eg held að eitthvað liggi nær að gera en þetta. í vesturbænum er leikvöllur ætlaður börnum og unglingum. Hann er tún. Þar er hverjum frjálst að vera sem vill. Austurvöllur stendur öllum opinn á veturnar. Hann er tún. Og ekk ert tún í bænum er betur í sveit sett. í austurbænum er leikvöllur. Hann er ekki tún að vísu, en hann er þrifalegur og mestan hluta vetrar lítill munur á honum og freðnu túni. Svipað er að segja um íþróttavöllinn á Melunum. Hann er ekki harðlokuð eign ein- stakra félaga. Landið sem hann tekur yflr, var á sínum tíma lát- ið í tó af bæjarstjórn, með því skilgrði, að börnum og unglingum, utan félaga, væri heimilt að nota hann á þeim tímum, sem félög er að honum standa, notuðu hann ekki. Enn er ótalinn ágætasti vetr- arleikvöllurinn, það er Tjörnin. Mér virðist hún hafa meiri kosti sem vetrarleikvöllur, en nokkurt tún hér í bæ. Eg sé ekki að hér þurfi við að bæta fleiri góðum stöðum eða meiri víðáttu. f*essi mun ærin. Annað mál er það, að leikvelli þessa mætti vafalaust eitthvað bæta með leiktækjum, umhirðu og eftirliti. Um það þætti mér gott að íf að sjá ákveðnar tillög- ur frá Nóa. Vænti eg að hann verði fljótt og vel við þeim til- mælum og láti sér ekki detta í hug leikvallarnefnd bæjarstjórnar- innar. Eg held að „götulíf" barna, sé eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing af því, að börnin eiga heima í borg. Það mun vera svipað í öll- um öðrum borgum og mjög víða miklu lakara en hér. Úr ann- mörkum þessum má bæta nokkuð með leikvöllum. Og vetrarleik- vellir eru hér vissulega nógu margir og nógu stórir. Götulíf og leikvallaskortur er langt fiá því að vera mesta á- hyggjuefnið, þegar talið berst að uppeldi barnanna í bænum. Þar er verra á seiöi, og mun eg víkja að því síðar. Nói stingur upp á því, að settir verði á stofn sumarbústaðir í nánd við bæinn fyrir börn. Hugmyndin er falleg. En hvern- ig á að framkvæma hana ? Ef þessi úrráðaleið er góð, þá þarf að vinda bráðan bug að því, að fara hana. Og þá þarf að gera öllum almenningi ljóst, að hún sé góð og vel fær. Það þarf að gera almenningi kunn höfuðatriðin í skipulagi og rekstri þeirrar stofn- unar. Það ætti Nói að gera fljótt og vel. Hann heflr hugsað aðal- atriðin, ella myndi hann ekki hafa farið að halda hugmyndinni fram- G. ^ímskeyti. Khöfn 27. nóv. Utanríksráðherra ítala, nýorðinn, heitir Scialoja. Hvernig Pjóðyerjar hjálpa. Frá Berlín er símað, að ríkis- ráðið hafi skipað svo fyrir, að brauðskamturinn í Þýzkalandi skuli minkaður um 50 gr. á mann dag- lega. Með því móti geta Þjóðverj- ar hjálpað Yínarbúum um 2 milj. kílógramma (brauðs) vikulega. Hnprecht prins. Miðflokkurinn (kaþólskir) bay- erski styður Ruprecht prins til ríkisforsetakjörs.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.