Alþýðublaðið - 29.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ekki eru allir jafnvitlausir Morgunblaðinu, sem betur fer. 'Vonlegt er, að þeir sem: lesa tað, sem Morgunblaðið og jafnvel fleiri blöð hér, ýmist finna sjálf upp, eða taka eftir erleudum blöð- 'im um Bolsevismann, muni á- lykta, að þó að einhverju kunni að vera logið, þá sé nú Bolse víkar samt glæpamenn og þorp- arar, o. s. frv. En sem betur fer, eru það ekki öll erlend blöð og ekki allir erlendir rithöfundar, jafnvel þótt þeir séu á móti stefn- unni, sem kasta svo frá sér allri úómgreind, að þeir dæmi stefnuna og forgöngumenn hennar þannig. Dr. polit. Wieth-Knudsen, íyrr- um meðritstjóri blaösins „Yort Land“, eins af hægriblöðum Dana, sem þó eru auðvitað féndur jafn- aðarstefnunar og Bolsevismans, segir í ritgerð um þetta efni: „Maður tekur sér varla svo blað í hönd, á hvaða máli sem Það er, að ekki sé því þar haldið fram, að Bolsevisminn sé ekki annað en afleiðing stríðsins og hungursneyðarinnar í ftússlandi. Hafi verkamenn og bændur í Rúss- landi þess vegna orðið til að taka skoðunum Bolsevika, en þetta öiuni áreiðanlega hverfa, þegar hungursneyðinni linni og spekt væri aftur komin á. Þetta er í raun og veru algerlega rangt og sýnir ekki annað en fávizku og skilningsleysi á því, hvað Bolse- visminn virkilega er. Það sem aðallega veldur því, að menn alment hafa svo grunn- ar og rangar skoðanir á Bolse- vismanum, eru allar hinar óvönd- uðu fréttir, ýkjur og frámunalegu lýgar um Bolsevismann og hryðju- verk hans, sem streymt hafa inn bæði frá Eússlandi sjálfu og Þýzka- landi. Það hefir ætíð verið logið um Hússland. Meðan keisaraveldið var, reyndu þeir er gerðir höfðu verið útlægir úr Rússlandi, að hefna sín, hieð því að ófrægja föðurland sitt í augum annara. En ekki hafa þeir síður verið að verki, rússnesku keisarasinnarnir, sem nú hafa orð- ið að flýja Rússiand, að brenni- rúerkja Bolsevikana og fá menn tfl að trúa því, að þeir væru vit- Arringar og þorparar og ekkert a«nað. Eigi skal hér farið að verja hryðjuverk þau, sem drýgð hafa verið undir stjóm Bolsevika, en sumpart er áreiðanlega ekki meira en tíundi partur af þeim sögum sannur og sumpart hafa þau alls eigi verið af Bolsevikanna rótum runnin og því eigi komið honum við“. Þetta segir maður, sem ritar á móti Bolsevismanum. Væri þetta ekki sæmileg bend- ing til Morgunblaðsins og sumra annara blaða hér, sem flytja dag eftir dag fréttir um hryðjuverk og skammir um Bolsevismann, án þess þó að vita með vissu, hvort þær eru sannar, hlaupa máske og eflaust _ oft, eftir því, sem erlend auðvaldsblöð finna upp, til að ó- frægja þessa stefnu í augum fólks- ins. Það er mjög áríðandi fyrir okk- ur íslendinga, að blöð okkar leit- ist við að fiytja sannar fregnir um útlönd, og verða blöðin því að varast að láta á sig fá allar „agi- tations“-greinar, en flytja hlut- laust sannleikann, í hverju sem er. + Dm daginn og vegimi. Yiðskifíi við Pjóðverja. í fyrrinótt kom hingað frá Vest- mannaeyjum gufuskipið „Reiher8 frá Bremen, með nokkrar tunnur af saltkjöti. Til Vestmannaeyja flutti skipið salt. Hér og í Stykk- ishólmi fermir það saltkjöt. Ann- að skip, að sögn 1300 smálestir að stærð, kom í gær, fuliférmt salti. Skipið heitir „Vital". Vínlanðið fór til Vestfjarða í gærdag. Hásetafélagið heldur fund í Bárubúð á morgun (sunnudag) kl. 4 síðd. Áríðandi að félagar fjöl- menni. Togarinn, sem sagt var frá í blaðinu í gær, heitir „Nordmand" og er enskur. Hann hafði rekist á grunn við Langanes, er hann leit- aði þar skjóls í norðangarði, en komst út aftur og laskaðist ekki meira en það, að hann komst hjálparlaust til Seyðisfjarðar. Leki var þá svo mikill á skipinu, að skipstjórinn, sem er norskur, treyst- ist ekki að fara hingað, og sendi því „Geir* boð um að koma til hjálpar. Skjaldarmerbi íslands. Frið- finnur Guðjónsson, sem mikið hefir gert að því, að auðga is- lenzkan markað að innlendum bréfspjöldum, einkum heillaóska- spjöldum, hefir nú nýskeð gefið út hið nýja skjaldarmerki íslands á mjög snotru bréfspjaldi. Spjaldið fæst á Laugaveg 43 B. Frostið undanfarna daga hefir gert það að verkum, að stöðva hefir þurft hleðslu og steypu stein- húsa þeirra, sem í smíðum eru; vonandi verður blotinn, sem nú er byrjaður, til þess, að hægt verður að halda verkinu áfram. Unnið er af kappi við að fullgera þau hús, sem komin eru undir þak og mun ekki af veita, að þeim verði sem fyrst lokið. Nokkur timburhús eru í smiðum og geng- ur öll vinna þar fljótar á þessum tíma árs, en steinhúsagerð. Norðanpóstnr, jólapóstur, fer héðan á mánudagsmorgun. Póst- húsið er opið á sunnudögum kl. 10—11. Mjölnir kom i morgun. 1. desember. Á mánudaginn kemur er eitt ár liðið frá því að ísland varð full- valda ríki. Eflaust verður þessa atburðar minst að einhverju leyti um land alt, að minsta kosti með því, að draga að hún hinn ís- lenzka fána. Opinberum skólum verður að sögn lokað um land alt. Hér í borg verða þeyttir lúðrar á Austurvelli, og ræðuhöld fara þar fram, ef veður leyfir. Ekki er ólík- legt að búðum verði lokað, og mönnum verði yfirleitt veitt frí frá vinnu þenna merkisdag. /. Lagastaðfestingar. Öll lögin frá síðasta þingi voru staðfest í gser.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.