Alþýðublaðið - 29.11.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1919, Blaðsíða 4
4 alÞýðublaðið Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). VI. Þrjá daga vann Hallur niðri í námunni og át mat sinn og drap iýs hjá Reminitsky. Síðan kom blessaður sunnudagurinn og Hallur mátti um frjalst höfuð strjúka, vera út í sólskininu og litast um. Norðurdalur var lítill bær, sem lá fast upp undir hömrunum á nokk- urra rasta svæði. í miðjum bæn- um var kolhöggsverksmiðjan, mjög stóit hús, og aflstöðin með afar- háum reykháf. Rétt þar hjá var verzlun félagsins og nokkur veit- ingahús. Þar voru mörg gistihús af sama tagi og Reminitsky og fjöldi smáhúsa með 2 — 4 herbergj- um, og bjuggu í sumum þeirra margar fjölskyldur. Litið eitt upp í brekkunni stóð skálinn og annað hús, sem að eins var í eitt her- bergi. Átti það að heita kirkja. Presturinn var féiaginu áhangandi. Hann hafði þau fríðindi fram yfir veitingamennina, að hann þurfti eigi að gjalda húsaleigu, en þeir þurftu að gjalda félaginu afarháa leigu. En þrátt fyrir þessi fríðindi, bar þó himininn skarðan hlut af hólmi í baráttunni um sólirnar í námuhéraðinu, sem ef til vill er hægt að líta á sem hina með- fæddu helvítisást mannanna. Fyrstu áhrifin, sem menn urðu varir við, er þeir gengu um þenna bæ voru deyfðar- og örvæntingar- tiiflnning. Fjöllin gnæfðu hrikaleg, gróðurlaus og eyðileg yfir bænum. í dalverpunum gekk sólin snemma uudir og eigi var lapgt á sumarið liðið, er snjóa tók. Ailsstaðar virt- ist náttúran berjast gegn mönn- unum, og þeim veita miður. Inn í námubænum sjálfum var enn þá ömurlegra og eitthvað dýrslegt og vanþroska hvíldi yflr öllu. Á stöku stað sáust litlar og van- hirtar matjurtagarðholur, en kola- reykur og reykur kæfðu allan gróður og huldu alt dökkum og Ijótum lit. Allsstaðar gat að líta öskuhauga, ónýtar stálþráðarflækj- ur og dósir undan niðursoðnum matvælum, og í öllu þessu lágu óhreinir og ræfilslegir krakkaangar og léku sér. Einn hluti bæjarins var nefndur „Herbúðirnar". Þar hafði verstu útlendingsræflunum, er síðast höfðu komið, verið leyft að byggja sér kofa. Bygðu þeir þá úr göml- um borðum, járnplötum og tjöru- pappa. En umhverfið voru hólar úr leir og leðju. Þessir bústaðir voru lélegri en hænsnakofar, en þó voru í sumum þeirra tugir manna, konum og körlum hrúgað saman, og svaf fólkið á druslum og dýnum á auðu kolaleðjugólflnu. Og þarna úði og grúði af krökk- um, eins og lirfur í saurnum. Þau voru venjulega að eins í einni skitinni og bættri flík og skömm- uðust sín ekki fyrir að skjóta berum og óhreinum endanum út í loftið. Þann veg hafa börn hella- búanna líklega litið út, hugsaði Hallur, og hann hrylti við. Hann hafðí komið þar meir af mann- ást og áhuga, en nú fann hann til hvorugs þessa. Hvernig ætti maður, sem taugar hefir, sem þekkir fegurð og hreinleik lífsins, — h'vernig ætti hann að elska þá menn, sem vöktu hjá honum við- bjóð og ofbuðu ölium hans skiln- ingarvitum. Fýla barst að nösun- um, óhljóð gullu í eyrunum og andstygð bar fyrir augun. Hvað hafði menningin hjálpað þessum mönnum? Hvað gat hún hjálpað þeim ? Yoru þeir hæfir til nokkurs annars en þessarar þrælavinnu, sem þeir unnnu að? Það var hin þróttmikla sigurrödd Engilsaxans, sem hann heyrði óma í brjósti sínu er hann sá þessar Miðjarðar- hafshjarðir, sem að öllu leyti vöktu viðbjóð hans — jafnvel höfuðlag þeirra. ÆCluíavelíu fyrir templara heldur st. »Skjaldbreið« nr. 117 á morgun (sunnud.) kl. 8 s.d. í Good-templarahúsinu. í*ar verða margir eigulegir og verðmætir munir. cflZifiið má spara með þvi að yerzla við ? cTLaupfdíag VQrfiamanna, Laugaveg 22 A. Sími 728. '"'l ' . "" 1,1 ——I' ■ .... finiiiiÆ*- Kaupið Brauð og Kökur frá Alþýðubrauðgerðinni. Yiðurkendar ágætisvörur. Búnar til úr bezta efni. Verð á mörgu lægra en annarsstaðar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.