Víkurfréttir - 22.03.2012, Síða 18
18 FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Það hefur ekki farið framhjá þeim sem lesa pistlana mína að sjálfstraust,
og þá einna helst skortur á því, er mér hugleikið málefni. Ástæðan er
einföld - stór hluti af tilfinningalegu ójafnvægi og
vanlíðan má oftar en ekki rekja til skorts á sjálfs-
trausti og ég er svo sannfærð um að með því að
styrkja þann þátt gætum við bætt andlega heilsu
margra. Þegar fólk leitar sér hjálpar vegna hinna
ýmsu vandamála í lífinu þá þarf oftar en ekki að
aðstoða viðkomandi við að styrkja sjálfstraustið.
Okkur líkar ekki nógu vel við okkur sjálf þegar sjálfs-
traustið er lélegt og ofan á það þá koma aðrir fram
við okkur eins og við sjáum okkur sjálf. Þegar mér
líður illa og er gagnrýnin á sjálfa mig, kvörtunargjörn
og svartsýn, er tilhneigingin sú að aðrir sýna mér þessa hegðun til baka.
Þolinmæði annarra gagnvart mér minnkar á sama tíma og þolinmæði mín
gagnvart sjálfri mér er minni. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á
þeim vítahring sem þarna gæti myndast og þar með er viðkomandi komin
í áhættuhóp varðandi þunglyndi og kvíða. Þegar manneskju líður vel í
eigin skinni, leggur hún áherslu á það jákvæða, nýtir styrkleika sína og ber
virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum. Þegar tilfinningar okkar einkennast af
jákvæðni og virðingu í eigin garð hefur umhverfið tilhneigingu til að koma
fram við okkur á sama hátt. Framkoma okkar í eigin garð hefur því heil-
mikið að segja með framkomu annarra gagnvart okkur.
Óheilbrigðum samskiptum má lýsa á marga vegu en það sem einkennir þau
m.a. er að við komum fram við aðra á ágengan og hrokafullan hátt eða við
leyfum öðrum að koma fram við okkur á ágengan og hrokafullan hátt. sá ágengi
getur verið ógnandi í fasi og finnst hann vera einhvers virði þegar hann hefur
yfirhöndina yfir öðrum. Hann hagar sér eins og sá sem allt veit og lætur í ljós
að þú sért orsök vandræðanna og springur oft af minnsta tilefni. Karakterinn
georg Bjarnfreðarson er dæmi um slíkan einstakling og mikilvægt að minna
sig á að undirrótin er lélegt sjálfstraust. Hann þurfti að upphefja sjálfan sig á
kostnað annarra og hélt á lofti fimm háskólagráðum til að sanna hversu mikill
maður hann væri. sá ágengi velur óörugga og óákveðna einstaklinga eins og
karakterinn Ólaf ragnar sér við hlið en með því að gera sífellt lítið úr honum
er hann að telja sjálfum sér trú um að hann sé meiri maður. Ólafur er á sama
tíma dæmigerður óákveðinn einstaklingur, niðurlútur í fasi, lætur aðra traðka á
sér og getur ómögulega sett fólki mörk. Pirringurinn vegna ágengni annarra
eykst en hann gerir ekkert í því. georg heldur því áfram að upphefja sjálfan
sig á kostnað allra ,,Ólafa“ sem hann hittir á lífsleiðinni á meðan ,, Ólafarnir“
upplifa sig einskis virði enda komið svo skítlega fram við þá. sá sem er með
gott sjálfstraust hefur ekki þörf til að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra né
að ná yfirhöndinni og gera lítið úr öðrum til að sýnast meiri sjálfur. sá sem er
með gott sjálfstraust getur talað um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar og sagt
skoðun sína án þess að ganga á rétt annarra. sá sem er með gott sjálfstraust
virðir eigin rétt og annarra, á auðvelt með samskipti og lætur ekki álit annarra
stjórna líðan sinni.
Eins og ég hef oft nefnt í þessum pistlum mínum þá er sjálfstraust aðstæðu-
bundið og á einu augabragði getum maður misst öryggið og þá breytist jafnvel
framkoma annarra gagnvart okkur eins og hendi sé veifað. Við þurfum að vera
meðvituð um að það er í lagi að gera mistök og forðast að ásaka okkur sjálf og
aðra. Við þurfum að gera okkur grein fyrir rétti okkar sem einstaklinga og að sá
réttur er hvorki meiri né minni en annarra. Við þurfum að læra að segja frá skoð-
unum okkar og þörfum og átta okkur á í leiðinni að þær eru jafn mikilvægar og
skoðanir annarra. Við þurfum sífellt að vera að minna okkur á að það erum við
sem stýrum lífi okkar og þurfum því að setja ágengni annarra mörk. Breytingar
taka tíma og stundum tekur langan tíma að breyta því sem hefur verið við-
varandi lengi. Ákveðin samskiptamynstur sem hafa t.d. verið við líði lengi innan
fjölskyldunnar getur verið erfitt að breyta. Við þurfum að endurtaka nýju hegð-
unina aftur og aftur þangað til að fólkið okkar áttar sig á að okkur er alvara
Í skóla lífsins fáum við víst aldrei útskriftarskírteinið en ef við erum að falla á
sama námskeiðinu aftur og aftur segir það allt sem segja þarf. Ef við nennum
ekki að taka sama námskeiðið eina ferðina enn þurfum við að skoða hvernig
við fórum í gegnum það síðast, hvað má gera öðruvísi og hvernig niðurstöðu
mundum við vilja fá í þetta skiptið. Ég hef fengið falleinkunn oftar en mig langar
til að muna í sumum ,,námskeiðsflokkum“ í lífi mínu en farið í gegnum aðra
með glimrandi einkunnir. Ég held ótrauð áfram því daginn sem ég útskrifast úr
þessum skóla er dagurinn sem ég tékka mig héðan út!
Þangað til næst - gangi þér vel
Anna Lóa
Ert þú „Georg Bjarn-
freðarson“ eða
„Ólafur Ragnar“?
›› Með allt á hreinu í Frumleikhúsinu:
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena, leikfélag Fjöl-brautaskóla Suðurnesja frumsýndu söngleik-
inn Með allt á hreinu síðastliðið föstudagskvöld
með pompi og prakt. Bekkurinn var þétt setinn og
áhorfendur skemmtu sér konunglega enda er söng-
leikurinn byggður á hinni goðsagnakenndu mynd
Stuðmanna sem flestir Íslendingar hafa séð en í ár
eru 30 ár síðan kvikmyndin var gerð. Fleiri sýningar
fylgdu í kjölfarið og enn má nálgast miða í síma 421
2540.
Blaðamaður brá sér á frumsýninguna í Frumleik-
húsinu og sá Með allt á hreinu í fyrsta sinn en ekki
hafði undirritaður komist í gegnum myndina áður
þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Lögin í myndinni þekkja
flestir og þannig fannst mér einhvern veginn eins og
ég hefði séð þetta allt saman áður, eflaust líka vegna
þess að hressir partýgrínarar hafa leikið eftir atriði
úr myndinni eða vegna þeirra fjölda svipmynda sem
sýnd hafa verið í sjónvarpi í gegnum tíðina. Það er nú
líka þannig að hvort sem þér líkar tónlistin eða ekki þá
þekkirðu hana út og inn, svo mikið hefur hún fengið
að hljóma í gegnum tíðina.
Leikfélag Keflavíkur og leikfélagið Vox arena eru ein-
göngu skipuð áhugaleikurum og því eru gæði leikara
kannski eftir því. Þó er það nú svo að á svona sýningum
þá er það oft eitthvað annað sem skín í gegn heldur en
hreinir leikhæfileikar. Einhver hrár kraftur og einlæg
gleði eru til staðar en fyrst og fremst eru allir sem
koma að sýningunni með til þess að hafa gaman af
og skemmta gestum. Auðvitað eru nokkrir sem skara
framúr í þessu leikriti og þar ber helst að nefna Jón
Bjarna Ísaksson sem fer með hlutverk Lars Himmel-
bjerg. Jón Bjarni er áreynslulaus í túlkun sinni og hann
gæti átt framtíðina fyrir sér ef leið hans liggur upp
leiklistarbrautina. Hlöðver Árnason er skemmtilegur
í hlutverki Frímanns Flygering og minna taktarnir
oftar en ekki á Jakob Frímann Magnússon sjálfan
sem upphaflega fór með hlutverkið í kvikmyndaupp-
færslunni. Hlöðver er sennilega í stærstu rullunni og
hann er þungamiðjan í þessu öllu saman, hálfgerður
sögumaður verksins.
Það hlutverk sem flestir muna eftir úr kvikmyndinni
er sjálfsagt hlutverk Dúdda, sem Eggert Þorleifsson
túlkaði á sínum tíma. Það hlutverk er nú í höndum
Sæmundar Más Sæmundssonar og honum er fyrst
og fremst ætlað að létta lund áhorfenda en það ferst
honum vel úr hendi. Sæmundur er augljóslega nátt-
úrulega fyndinn og fer létt með að leika aulalegan
Dúdda. Aðalleikararnir, þau Sigurður Smári og Telma
Lind, eru ekki beint með stærstu hlutverkin og þeir
þrír leikarar sem taldir eru hér að ofan stela frekar
sýningunni ef svo má að orði komast.
Þegar vikið er að söngnum þá komast flestir vel frá
honum í sýningunni og þar koma aðalleikararnir tveir
sterkir inn. Þau Sigurður og Telma eru ung og óreynd
en sýning sem þessi gæti eflaust ýtt undir metnað
þeirra og þau gætu gert fína hluti í framtíðinni.
Allt sem snýr að útliti og framkvæmd sýningarinnar
verður að teljast frekar fagmannlegt og ekki yfir neinu
að kvarta þar. Sviðshönnun Davíðs Óskarssonar er
einföld og stílhrein, enda virkar það oftast best og
tónlistin er svo vel útfærð.
Allir þeir sem koma að sýningunni mega vera stoltir
en augljóslega hefur verið lögð mikil vinna í sýninguna
sem ætti að vera hin besta skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna og ekki laust við það að maður fari hreinlega
raulandi út úr Frumleikhúsinu.
Eyþór Sæmundsson
blaðamaður Víkurfrétta
n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000
Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222
Ekki einblína alltaf á flísina en
taka ekki notice af bjálkanum