Víkurfréttir - 22.03.2012, Blaðsíða 22
22 FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Íslandsmeistaramót í Taekwondo Sparring (bar-daga) verður haldið í íþróttahúsinu á Ásbrú
sunnudaginn 25. mars nk. Mótið hefst kl. 10:00 og
verður eitthvað fram eftir degi en alls eru 70 kepp-
endur skráðir til leiks.
Keflvíkingar hafa orðið Íslandsmeistarar félaga síð-
ustu 2 ár og nú er stóra spurningin: Verða Keflvík-
ingar Íslandsmeistarar 3. árið í röð?
Í vor munu 5 iðkendur frá Keflavík taka svarta beltið
í Taekwondo og eru þau öll keppendur á Íslands-
mótinu.
Við hvetjum sem flesta til þess að koma og sjá besta
Taekwondolið landsins á heimavelli og styðja við
bakið á okkar frábæru keppendum, sem eiga titil
að verja.
Áfram Keflavík
DANSBIKAR BRYN
2012
LAUGARD. 24. MARS kl. 14:00
ANDREWS LEIKHÚS,
FLUGVALLARBRAUT 700,
ÁSBRÚ, REYKJANESBÆR
SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS
Miðaverð Kr.1500*
*Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN
ALLIR VELKOMNIR
Njarðvíkingar ríða á vaðið í
úrslitakeppni Ice-
land Express-deildar
kvenna á morgun
en þá koma Snæfell-
ingar í heimsókn
þegar liðin hefja leik
í undanúrslitum Ís-
landsmótsins. Þessi
lið áttust einmitt við
í bikarúrslitunum
fyrir skömmu en
þá höfðu Njarðvíkingar sigur.
Ólöf Helga Pálsdóttir fyrirliði
Njarðvíkur telur að ekki megi
vanmeta liði Snæfells þrátt fyrir
að Njarðvíkingar hafi haft betur
í öllum viðureignum liðanna í
vetur. „Þetta hafa allt verið erf-
iðir sigrar en það er alltaf gaman
að keppa gegn Snæfellingum.
Maður á ekki að vanmeta þá.
Þær eru með gríðarlega erfiðan
heimavöll og maður verður
að vera með hausinn í lagi ef
maður ætlar sér sigur þar.
Núna er allt annað mót að hefjast
að mati Ólafar og hún segist vera
orðin ansi spennt. „Á æfingum
er komið allt annað tempo í
liðið og við erum allar heilar
heilsu og til í slaginn,“ segir Ólöf.
„Stemningin breytist þegar úr-
slitakeppnin hefst. Það er leikið
annan hvern dag og við getum
ekki beðið eftir því að byrja að
spila, þetta er það sem maður
hefur beðið eftir í allan vetur.“
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom
inn í Njarðvíkurliðið aftur eftir að
hafa tekið sér hlé frá körfubolta
um skeið og Ólöf telur að tilkoma
hennar muni hafa góð áhrif á
liðið. „Hún á eftir að
styrkja okkur alveg
gríðarlega. Þetta er
ekki bara reynsla
sem hún kemur með
til borðsins heldur
er hún gríðarlegur
baráttuhundur og
frábær íþróttamaður.
Hún á eftir að kenna
ungu stelpunum sitt
lítið af hvoru og svo
er samkeppnin orðin
meiri í liðinu eftir að hún kom
inn, sem er bara af hinu góða.“
„Þetta eru álík lið þessi fjögur sem
eftir eru og frekar jöfn að styrk-
leika. Við könnumst við þau og
fórum í gegnum þau á leið okkar
að bikarnum og við vitum að
við getum unnið þau. Það þýðir
samt ekki að leikirnir hafi verið
auðveldir og gegn öllum þessum
liðum getur þetta dottið báðum
megin. Það getur allt gerst í þessu.“
„Ég býst við skemmtilegum körfu-
boltaleikjum og ef ég þekki Njarð-
víkinga rétt þá held ég að það verði
ekki vandamál að fylla Ljónagryfj-
una. Ég hef kynnst því að stemn-
ingin er alltaf frábær hjá Njarðvík
og í fyrra þá fylltust t.d. tvær rútur
þegar við lékum í Hveragerði,“
og Ólöf segir að Grindvíkingar
ætli jafnvel að fjölmenna á leikinn
enda eru nokkrar stúlkur þaðan
í Njarðvíkurliðinu, þar á meðal
Ólöf sjálf. „Ég er orðin svakalegur
Njarðvíkingur og hinir Grindvík-
ingarnir í liðinu voru einmitt að
gera grín að mér um daginn því
ég væri orðin svo mikill Njarð-
víkingur,“ sagði hún að lokum.
Þetta leggst mjög vel í mig og ég býst við hörku úr-
slitakeppni,“ sagði Birna Val-
garðsdóttir fyrirliði Keflavíkur
í samtali við Víkurfréttir en
úrslitakeppni Iceland Express-
deildar kvenna hefst á morgun.
Keflvíkingar leika hins vegar
á laugardaginn gegn Haukum
í undanúrslitum og Birna er á
því að þar verði ekkert gefins.
„Þessi fjögur lið sem eru að berjast
um titilinn eru frekar jöfn og þetta
verður bara tóm hamingja. Maður
þarf að hafa virkilega fyrir þessu
í ár en þetta verður örugglega
mjög skemmtileg úrslitakeppni.“
Keflvíkingar eru þessa stundina
á fullu í undirbúningi fyrir fyrsta
leikinn gegn Haukum og það
gengur allt að óskum enn sem
komið er að sögn Birnu. „Það er
komin tilhlökkun í hópinn þrátt
fyrir smá lægð á dögunum. Ég
held að gleðin sé komin í liðið og
nú er bara að setja í fimmta gír,
enda gengur ekkert annað þegar í
úrslitakeppnina er komið.“ Birna
hefur tekið þátt
í ófáum úrslita-
keppnum og
hún segist kom-
ast í allt annan
ham þegar þessi
tími árs gengur
í garð. „Það er
erfitt að útskýra
það en maður
fer í allt annan
ham. Nú þýðir
ekkert að hengja
haus og nú fer
bara allt á fulla ferð,“ en Birna
sem er fyrirliði og með gríðarlega
reynslu mun væntanlega miðla
af reynslu sinni til ungu leik-
manna liðsins sem margar hverjar
eru að stíga sín fyrstu skref í
úrslitakeppni. „Maður reynir
að segja þeim að vera ekkert að
stressa sig og halda bara áfram að
gera þá hluti sem þær eru búnar
að gera svo vel í vetur. Þetta eru
bara venjulegir körfuboltaleikir
þótt pressan sé örlítið meiri.“
Birna segir að Haukaliðið sé sterkt
á mörgum vígstöðum og þær
muni alls ekkert gefa neitt í þessari
rimmu. „Við verðum að vera á
varðbergi alls staðar en þær eru
hættulegar fyrir utan og eru með
góðar skyttur eins og Írisi. Svo eru
leikstjórnandinn og nýi erlendi
leikmaðurinn sterkir leikmenn og
þær munu setja í fluggírinn líka.“
Birna hefur trú á því að fólk
mæti á fyrsta heimaleikinn og
að eintóm gleði og hamingja
muni ríkja. En fyrst og fremst
verður leikinn skemmtilegur
körfubolti að hennar mati.
Það getur allt
gerst í Þessu
Birna komin í úr-
slitakeppnisham
Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Njarðvíkurkvenna:
íslandsmeistaramót í taekwondo
sparring haldið á Ásbrú um helgina