Víkurfréttir - 22.03.2012, Síða 20
20 FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ÝMISLEGT
Búslóðaflutningar og allur al-
mennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
TIL SÖLU
Gistiheimili í Keflavík til sölu,
góð staðsetning. Hef til sölu gisti
heimili í Keflavík, 6 herbergja hús
næði, gott comment frá viðskipta
vinum t.d. á booking.com
Talsvert áhvílandi. Möguleiki að fá
keypt samskonar húsnæði við hlið
ina, yrði þá 12 herbergja gistiheim
ili. Miklir möguleikar, ört vaxandi
ferðaþjónusta á svæðinu.
Einnig möguleiki að breyta hús
næði í 2 íbúðir.
Skipti athugandi t.d. bíll, húsbíll,
sumarhús. Sími: 691 2361.
EINKAMÁL
Hress 55 ára kona á Suðurnesjum
óskar eftir að kynnast góðum manni
á aldrinum 50 60 ára, sem hefur
gaman af lífinu. Áhugasamir sendi
nafn og símanúmer á Víkurfréttir
merkt „100% trúnaður“
ÓSKAST
Óska eftir 3-4 herbergja íbúð 1.
maí. Helst í nágrenni við Heiðar
skóla. S. 892 3404.
Óska eftir 3-4 herbergja íbúð í
Garði. Langtímaleiga. Uppl. í síma
772 8097.
Óska eftir íbúð ca 80-110m2
í Keflavík þar sem gæludýr eru
leyfð. Er ein með 3 smáhunda.
Öruggar greiðslur. Upplýsingar í
845 2219.
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Ýmsar stærðir og gerðir af her-
bergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og bað
herbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og all
ur sameiginlegur kostnaður. Góð
staðsetning og hagstætt leiguverð.
Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.
54m2 í búð í Innri-Njarðvík.
Góð íbúð með sérinngangi. Laus
fljótlega eða eigi síðar en 1. apríl.
Uppl. í síma 848 9875 og 660 6920.
NÚ GETUR ÞÚ SENT
VÍKURFRÉTTUM
SMÁAUGLÝSINGAR
Á VEFNUM
WWW.VF.IS 896 0364
Bói Rafvirki raf-ras.is
Kirkjur og samkomur:
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ,
Flugvallarbraut 730. Ásbrú
Sunnudaginn 25. mars kl. 17:00.
Fjölskyldusamkoma. Trúboðarnir
Helga Vilborg og Kristján ásamt börn
um heimsækja okkur. Gospelkrakkar
syngja og allir eru hjartanlega vel
komnir.
Atvinna í boði
Óska eftir manni á
grásleppuvertíð, helst vanur.
Upplýsingar gefur
Sævar í síma 565 0443
Tíu ár a stú l k a k a l l ar bekkjarsystur sína brúnan
skít. Eldri maður spyr unga
frænku sína af hverju hún hafi
ekki bara fengið sér frekar
hund þegar hann komst að því
að nýi kærastinn hennar væri
þeldökkur. Íbúar tveggja íbúða í blokk banka upp
á hjá nýju nágrannafjölskyldunni sem er tælensk og
setja húsreglur sem enginn annar íbúi í blokkinni
kannast við að séu í gildi. Það sem þessar sögur eiga
sameiginlegt er að þær eru allar sannsögulegar og
áttu sér stað í Reykjanesbæ á undanförnum vikum.
Það er staðreynd að íslenskt samfélag er fjölmenn-
ingarlegt og því verður ekki breytt. Það er einnig stað-
reynd að þrátt fyrir það eiga kynþáttafordómar sér
ennþá stað í íslensku samfélagi. Orðið fordómar þýðir
að dæma án þess að þekkja. Dregnar eru upp einfaldar
myndir af hópum eða þjóðum, svokallaðar staðal-
myndir. Einstaklingar eru svo metnir út frá þessum
staðalmyndum sem oftast eru neikvæðar.
Fordómar byggðir á staðalmyndum eru oft duldir.
Duldir fordómar birtast einkum í hversdagslífinu og
á Íslandi geta þeir lýst sér t.d. í verri þjónustu við út-
lendinga en Íslendinga í verslunum eða slæmu aðgengi
útlendinga að leiguíbúðum og atvinnu þar sem fólki
af erlendum uppruna er mismunað þegar það sækir
um vinnu eða skoðar leiguíbúðir. Þá er þjóðerni eða
kynþáttur alls ekki opinber útskýring á því hvers vegna
viðkomandi fékk ekki tækifæri t.d. á atvinnuviðtali,
heldur er hún dulin.
Ein af birtingarmyndum kynþáttafordóma er haturs-
ræða en það er orðræða sem miðar að því að hvetja
til haturs og fordóma og birtist í ýmsum tilbrigðum.
Hatursræðu er hægt að tjá
munnlega eða í skriflegu formi
af hverjum sem er; stjórn-
málamönnum, fjölmiðlum,
bloggurum eða jafnvel nánum
vinum. Skilaboðunum er síðan
hægt að dreifa til almennings
í gegnum félagsleg net, veraldarvefinn eða hið hefð-
bundna fjölmiðlaumhverfi. Hatursræða þarf ekki
endilega að vera í munnlegu formi því einnig eru tákn
valdamikið tjáningarform. Tákn sem túlka eiga hatur
og fordóma er unnt að finna víðast hvar eins og t.d. í
formi veggjakrots á húsi, húðflúrs á líkama og límmiða
á bíl. Hatursræðu verður að gagnrýna, hvort sem hún
birtist í daglegu tali, fjölmiðlum, á bloggum eða á sam-
skiptavefum eins og Facebook. Það krefst hugrekkis til
að andmæla kynþáttafordómum og misrétti hvort sem
slíkt fer fram úti á götu, í skólum, á íþróttavöllum, inni
á heimilum eða innan stofnana.
Í gær, 21. mars var alþjóðadagur gegn kynþáttamis-
rétti og vikuna í kringum þann dag eða 17.-25. mars
er haldið upp á Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti um
alla Evrópu. Evrópuvikan miðar að því að uppræta
þröngsýni, fordóma og skaðlega þjóðernishyggju í Evr-
ópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni
og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og
uppruna. Mín von er að fólk opni augun og komi auga
á fordóma, sína eigin og annarra og tjái sig gegn þeim.
Valgerður Björk Pálsdóttir
Verkefnastjóri Mannréttindaskrif-
stofu Íslands og íbúi í Reykjanesbæ
Ás m u n d u r F r i ð r i k s -
son, bæjarstjóri
í Garði, segir
niðurstöðu árs-
reiknings 2011
vera ásættanlega
í ljósi stöðunnar
í þjóðfélaginu.
Fyrri umræða
um reikninginn
fór fram í bæjar-
stjórn Garðs í
s í ð u stu v i ku.
„Hjól atvinnu-
lífsins standa
enn föst, en þrátt
fyrir það hafa
tekjur sveitar-
félagsins aukist umfram áætlun um 33 mkr. og hafa
hækkað um tæp 10% frá fyrra ári.
Aðhaldi var beitt í rekstri sveitarfélagsins á árinu,
skuldir greiddar niður um 427,8 mkr. en langtíma-
skuldir bæjarins eru í sögulegu lágmarki í árslok, en
þær nema 256 mkr. Handbært fé í sjóði nam 675 mkr.,
en þar af eru innistæður framtíðarsjóðs 530 milljónir.
Staða Sveitarfélagsins Garðs er því mjög góð miðað við
stöðu sveitarfélaga á Íslandi í dag. Það er mikilvægasta
verkefni bæjarstjórnar nú að ná jöfnuði í rekstri en
lítið vantar á að svo verði. Nauðsynlegt er að auka
tekjur sveitarfélagsins með því að atvinnulífinu verði
sköpuð skilyrði svo til verði fleiri betur launuð störf hér
á svæðinu og halda kostnaði í lágmarki. Það er mark-
miðið sem stefnt er að,“ segir Ásmundur í greinargerð
sinni.
Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2011 eru:
Skatttekjur og framlög jöfnunarsjóðs 730.344.000
Gjöld samstæðureiknings án afskrifta 803.897.000
Rekstrarniðurstaða án fjármuna-
tekna/gjalda (55.644.000)
Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld 32.478.000
Rekstrarniðurstaða: (23.166.000)
Skuldir og skuldbindingar samtals: 668.265.000
Eignir samtals: 3.221.257.000
Handbært fé frá rekstri 97.573.000
Handbært fé í árslok: 675.108.000
Í greinargerð bæjarstjóra kemur fram að rekstrartekjur
ársins 2011 hækka um 59 mkr. eða úr 767 mkr. í 826
mkr. frá árinu 2010.
Laun og launatengd gjöld ársins 2011 hækka um 12
mkr. milli áranna
2010 og 2011 eða
úr 369 mkr. í 381
mkr. Þar munar
mestu um tæplega
18 mkr. starfs-
lokasamning for-
stöðumanns sem
al lur er gja ld-
færður á árinu og
almennar launa-
hæk kanir s em
óvissa var um við
fjárhagsáætlunar-
gerð en hækkun
launakostnaðar
vegna þeirra nam
15 mkr. Á móti
kemur veruleg
hagræðing frá árinu 2010 en hún kom ekki að fullu til
framkvæmda fyrr en á árinu 2011.
Annar rekstarkostnaður lækkar úr 469 mkr. í 422 mkr.
eða um 47 mkr. með almennu aðhaldi í rekstri og hag-
ræðingu. Þar sýndu forstöðumenn, skrifstofustjóri og
bæjarstjóri stuðning við markmið bæjarstjórnar að ná
niður kostnaði og tóku á sig 10% starfshlutfallsskerð-
ingu á árinu 2011. Þeim forstöðumönnum sem tóku
þátt í þeirri launaskerðingu er þakkaður stuðningur og
samstöðu við að ná markmiðum fjárhagsáætlunar.
Forstöðumenn og starfsfólk bæjarskrifstofunnar hafa
lagt sig fram um að bæta upplýsingastreymi úr bók-
haldi og allir verið samtaka um að ná þessum góða
árangri sem er ekki síst þeim að þakka. Þessi árangur
næst vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á starfs-
ferlum á bæjarskrifstofunni, en nú fá forstöðumenn
stofnana mánaðarlega rekstrartölur næstliðins mán-
aðar og virkt eftirlit er því með rekstrinum. Enn mun
skrifstofan verða betur í stakk búinn til að veita nýrri
og betri upplýsingar úr bókhaldinu en nú er unnið að
uppsetningu nýs bókhaldskerfis sem mun bæta upp-
lýsingagjöf og einfalda allar skýrslugerðir.
Tekjur Framtíðarsjóðs voru 512 mkr. árið 2008 en 21
mkr. árið 2011, sjóðurinn er í dag um það bil 25% af
því sem hann var árið 2008, á móti er sveitarfélagið
skuldlaust. Afborganir langtímalána voru fyrir upp-
greiðslu lánanna um 80 milljónir á ári en eru 9,8 mkr.
2011.
Það er ljóst að niðurstaða ársreiknings 2011 sýnir
að rekstur sveitarfélagsins er á réttri leið og nálgast
jafnvægi sem er það markmið sem stefnt er að. Árs-
reikningi 2011 hefur verið vísað til síðari umræðu á
næsta fundi bæjarstjórnar.
Opnaðu augun, fordómar leynast víða
Langtímaskuldir í
sögulegu lágmarki
›› Sveitarfélagið Garður:
Árshátíð Holtaskóla þótti takast með afbrigðum vel. Nemendur í 2. bekk sungu lagið ,,Stingum af“ eftir meistara Mugison, krakk-
arnir í 4. bekk voru með hæfileikakeppni ,,Holtaskóli hefur hæfileika“,
6. bekkingar tóku ,,Rauðhettu og úlfinn" með eilitlum áherslubreyt-
ingum og nemendur í 8. bekk veittu áhorfendum smá innsýn í kennslu-
stofuna. Lokaatriðið var í höndum kórs Holtaskóla sem söng tvö lög af
sinni alkunnu snilld. Að dagskrá lokinni í íþróttahúsinu var haldið inn
í skóla þar sem nemendur og gestir gæddu sér á kaffiveitingum og fóru
í gegnum hið geysivinsæla draugahús 10. bekkinga.
Árshátíð Holtaskóla tókst
með miklum ágætum