Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2012, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 22.03.2012, Qupperneq 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 Braust inn í sautján bíla Lögreglan á Suðurnesjum handtók í síðustu viku karlmann sem grunaður er um að hafa brotist inn í sautján bíla í umdæminu, alla í sömu atrennunni. Lögregla fékk tilkynningu um að maður væri að reyna að komast inn í bíla á tilteknu svæði og fór þegar á staðinn. Ný spor í snjónum leiddu lögreglumenn að bíl einum og undir honum reyndist maður liggja í felum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Viðurkenndi hann að hafa brotist inn í bíla á umræddu svæði. Hann hafði töluvert af smámynt upp úr krafsinu, en einnig fundust hjá honum munir sem grunur leikur á að séu þýfi. Lögreglan brýnir fyrir fólki að ganga vel og tryggilega frá bílum sínum, læsa þeim og láta ekki verðmæti liggja á glámbekk í þeim. Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is Gerðu góð kaup á notuðum bíl frá Bílabúð Benna Chevrolet Kalos Skráningardagur 6.2007 Beinskiptur ekinn 78.000 km Verð kr. 990.000,- Toyota Land Cruiser GX Skráningardagur 5.2004 Sjálfskiptur ekinn 192.000 Verð kr. 3.390.000,- Möguleiki á allt að 90% láni Chevrolet Lacetti CDX Wagon Skráningardagur 5.2010 Sjálfskiptur ekinn 47.000 Tilboð kr. 2.090.000,- Opel Astra Enjoy Skráningardagur 4.2008 Sjálfskiptur ekinn 73.000 Verð kr. 1.690.000,- Möguleiki á allt að 90% láni Audi A4 Sedan Skráningardagur 7.2003 Sjálfskiptur ekinn 155.000 Verð kr. 1.490.000,- Möguleiki á 80% láni í 24 mán. BMW X3 2,5I Skráningardagur 1.2005 Sjálfskiptur ekinn 140.000 Verð kr. 2.690.000,- Nissan X-TRAIL Elegance 2,0 Skráningardagur 10.2006 Sjálfskiptur ekinn 170.000 Verð kr. 1.490.000,- AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Reykjanesbæjar verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 20:15, í félagsheimili framsóknarmanna Hafnargötu 62. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar. Ölvunarakstur og svipting Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í u m d æ m i l ö g - reglunnar á Suður- nesjum um helgina. Við umferðareftirlit veitti lögregla athygli bifreið sem ekið var með rásandi aksturs- lagi. Aksturinn var stöðvaður og ökumaður fluttur á lögreglustöð. Í hinu tilvikinu reyndist ökumað- urinn ölvaður og án ökuskírteinis. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Þá reyndist þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði, vera með útrunnið öku- skírteini. Handfærarúllum stolið í Sandgerði Tveimur hand-f æ r a r ú l l u m var nýverið stolið úr bát sem lá við smábátahöfnina í Sandgerði. Hand- færarúllurnar eru af gerðinni DNG 6000i. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og biður þá sem hafa orðið varir grunsamlegra mannaferða á ofangreindu svæði síðastliðið fimmtudagskvöld að koma á framfæri upplýsingum í síma lögreglunnar 420 1700. Fjölskyldusamkoma Hjálpræðishersins Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ, Flugvallarbraut 730. Ásbrú Sunnudaginn 25. mars kl. 17:00. Fjölskyldusamkoma. Trúboðarnir Helga Vilborg og Kristján ásamt börnum heimsækja okkur. Gospel- krakkar syngja og allir eru hjartan- lega velkomnir. ›› FRÉTTIR ‹‹

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.