Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2012, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 22.03.2012, Qupperneq 23
23VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. alvöru æfingaleikir Það styttist í Íslandsmótið í fótbolta. Bara einn og hálfur mánuður eftir af lengsta undirbúningstímabili í heimi. Það er farið að glitta í grasið eftir ansi snjóþungan vetur og ekki laust við að maður fái smá fiðring í magann við tilhugsunina um að fara að spila „al- vöru“ leiki bráðum. Liðin eru byrjuð að taka á sig mynd en þetta er tíminn þar sem flest lið fara að klára innkaupin á erlendum leikmönnum fyrir sumarið. Íslensku leikmennirnir hafa flestir klárað sín vistaskipti í kringum áramótin. Við höfum verið rólegri á leikmannamarkaðnum en mörg lið í deildinni. Helsta breytingin í okkar röðum er sú að stór hluti leikmanna okkar eru komnir einu ári nær því að fá að versla í Ríkinu. Sem betur fer eru þetta allt saman skynsamir ungir menn sem ganga hægt um gleðinnar dyr. Fyrir þá stuðningsmenn sem eru spenntir að sjá hvernig liðinu gengur í undirbúningnum fyrir sumarið er tilvalið að skella sér í Reykjaneshöllina einhverja af næstu helgum. Deildarbikarinn er kominn á fullt og eftir slæmt tap í fyrsta leik höfum við unnið þrjá leiki í röð og erum í harðri baráttu um að fara upp úr okkar riðli. Fyrir þá sem ekki þekkja til er deildarbikarinn „næstum því alvörumót“ sem spilað er á vorin og taka lið úr efstu og næstefstu deild þátt. Þegar ég segi „næstum því alvörumót“ á ég við að liðið sem sigrar öðlast ekki keppnisrétt í Evrópukeppni líkt og fyrir góðan árangur í Bikarkeppni KSÍ eða Íslandsmótinu (þátttaka í Evrópukeppnum er gríðarlega eftirsóknarverð þar sem hún gefur af sér mikinn pening til félagsins). Hins vegar mega liðin ekki tefla fram leikmönnum sem ekki er með leikmannasamning hjá viðkomandi liði eins og í æfingaleik þannig að deildarbikarinn lendir þarna mitt á milli „alvöru leiks“ og æfingaleiks. Vorið 2001 spilaði ég einn af mínum fyrstu meistaraflokksleikjum í deildarbikarnum. Leikið var á Hlíðarenda þar sem Valsmenn ætluðu að fórna grasinu á æfingasvæðinu undir leikinn að mig minnir. Þegar við svo mættum hafði verið hætt við það og fór leikurinn fram á malarvellinum við Hlíðarenda sem þá var mest notaður sem bílastæði og þurfti að færa nokkra slíka svo leikurinn gæti farið fram. Úrslit leiksins eru ekki mikilvæg enda skiptir mestu máli að vera með (við töpuðum nokkuð stórt fyrir þá sem endilega vilja vita). Það sem var samt merkilegast við leik- inn var að dómarinn týndi upp af grjóthörðum vellinum nokkra stóra og vel ryðgaða nagla. Í dag er öldin önnur eftir mesta góðæri Íslandssögunnar. Innan- húss knattspyrnuhallir og upphitaðir gervigrasvellir á hverju götuhorni í flestum bæjarfélögum. Spurningin er þá hvort ekki megi ganga alla leið með deildarbikarinn sem í dag er bara „næst- um því alvöru mót“ og gera það að „alvöru“ móti. Aðstaðan er þannig að hægt er að spila gæðafótbolta allan ársins hring hér á landi. Af hverju ekki að verðlauna góðan árangur í deildarbik- arnum með Evrópusæti. Það myndi klárlega auka áhuga liðanna á mótinu og um leið stuðningsmanna. Lið í stórum deildum í Evrópu spila alla sína leiki á gervigrasi. Leikir sem spilaðir eru á gervigrasi geta alveg verið „alvöru“. Með þessa frábæru aðstöðu sem við höfum í dag held ég að megi alveg skoða það hvort ekki sé möguleiki á því að stytta langlengsta undirbúningstímabil í heimi örlítið. Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . Ve rð ve rn d BY KO tr yg gi r þ ér læ gs ta v er ði ð. E f þ ú ka up ir vö ru h já o kk ur o g sé rð s öm u eð a sa m bæ ril eg a vö ru a ug lý st a ód ýr ar i a nn ar s st að ar , i nn an 2 0 da ga , e nd ur gr ei ðu m v ið þ ér m is m un in n og 1 0% a f h on um a ð au ki ! N jó ttu v el . Sj á ná na ri up pl ýs in ga r o g sk ilm ál a á w w w .b yk o. is 6.990kr. Vnr. 86610040-1337 KÓPAL birta innimálning, gljástig 20, allir litir, 4 l. Vnr. 83072110-30 HARRIS Expert, pensill. Verð frá: 265kr.5.990kr. Vnr. 86620040-3737 KÓPAL glitra innimálning, gljástig 10, allir litir, 4 l. Vnr. 83000350-66 HARRIS Classic, málningarverkfæri. Verð frá: 587kr. 6.990kr. Vnr. 85540083-1083 BYKO innimálning, gljástig 10, ljósir litir, 10 l. Fegraðu heimilið Fyrir páskana Búðu heimilið á betra verði 1.990kr. Vnr. 65103208 SINBO brauðrist, hvít, 700W. 2.790kr. Vnr. 65103221 SINBO samlokugrill. 1.990kr. Vnr. 65103201 SINBO töfrasproti, 170W. 8.990kr. Vnr. 65103222 SINBO matvinnsluvél með aukahlutum, 600W. 11.990kr. Vnr. 65103204 SINBO brauðvél, 600W, bakar 750-900 g brauð, 12 stillingar. 3.890kr. Vnr. 41330935 PUREKOMACHI grænmetishnífur, CARBON ryðfrítt stál. Grindavík deildarmeistari í 1. deild kvenna Grindavík varð deildarmeistari í 1. deild kvenna í körfubolta eftir sigur á KFÍ 60:51 á dögunum. KFÍ varð í öðru sæti í deildinni og því munu þessi lið í framhaldinu leika um laust sæti í efstu deild að ári. Það lið sem vinnur tvo leiki mun fara upp um deild. Lengjubikarinn er farinn að rúlla í fótboltanum og undir- búningurinn fyrir komandi tíma- bil að ná hæstu hæðum. Grindavík sigraði Fylki örugglega 4 - 1 um helgina en þeir Pape Mamadou Faye, Scott Ramsay, Alexander Magnússon og Magnús Björg- vinsson sáu um að skora mörkin fyrir þá gulu. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í Lengjubikarnum á þessu tímabili en liðið er með 5 stig eftir 5 leiki. Keflavík vann 3 - 1 sigur á ÍBV um helgina en þeir komust yfir strax í upphafi leiks með marki frá Guð- mundi Steinarssyni. Þeir Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson settu svo sitt hvort markið í síðari hálfleik. Keflvíkingar hafa leikið 4 leiki og sigrað 3 þeirra það sem af er og eru 9 stig komin í hús. SuðurneSjaSigrar í Lengjubikarnum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.