Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2014, Síða 22

Neytendablaðið - 01.03.2014, Síða 22
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2014 // réTTinDi fArsíMAnoTEnDA réttindi farsímanotenda Er hægt að ímynda sér heiminn án farsíma? Á fáum árum hafa farsímar orðið ómissandi þáttur í lífi fólks um allan heim. En um leið og fjöldi farsíma í heiminum nálgast 7 millj­ arða má spyrja hvernig þjónustu notendur séu að fá? Eru réttindi símnotenda virt? Á alþjóðadegi neytenda þann 15. mars verður áhersla lögð á réttindi símnotenda og fjallað um þau atriði sem hafa mest áhrif á neytendur á farsímamarkaði. Mikilvægt mál Árið 2013 var áætlað að um 6,8 milljarða farsíma væru í umferð. Árið 2011 var talan um 6 milljarðar og 2010 um 5,4 milljarðar. Jarðarbúar eru um 7,2 milljarðar svo ljóst er að farsíminn er orðinn gríðarlega útbreiddur. Á sama tíma hefur tæknin umbreyst frá því að einungis var hægt að tala og senda texta milli símtækja. Með aukinni snjallsímavæðingu minna símar þannig fremur á smágerðar en fullkomnar tölvur og hefðbundin símtöl eru orðin mun smærri þáttur af símnotkun. Bætt fjarskiptatækni felur ekki aðeins í sér aukin þægindi heldur verður hún æ mikilvægara verkfæri til að efla borgara og neytendur. Aðgangur að farsímaneti er orðin brýn nauðsyn og miklu meira en skemmtilegur óþarfi. Hvað þarf að bæta? Í tilefni alþjóðadags neytendaréttar þann 15. mars gera Alþjóðasamtök neytenda (CI) eftirfarandi kröfur um bætt réttindi farsímanotenda: 1. Sanngjarnir samningar á skýru og skiljanlegu máli. Neytendum finnst þeir oft vera sviknir af farsíma­ fyrirtækjum, annað hvort með ósanngjörnum samn­ ingsskilmálum eða af því að þeir skildu ekki hvað þeir voru að samþykkja. Símafyrirtæki ættu alltaf að bjóða neytendum sanngjarna samninga með þeim upplýsingum sem skipta máli, útskýrðum þannig að neytendur geti nýtt sér rétt sinn til að velja á upplýstan hátt. 2. Þjónusta sem er peninganna virði. Neytendur kaupa farsímaþjónustu til að hafa samskipti við aðra og fá aðgang að upplýsingum. Það er því eðlilegt að þeir geri ráð fyrir stöðugri og órofinni þjónustu og að gæði þjónustunnar séu fullnægjandi. 3. Sanngjörn og gagnsæ reikningagerð. Það ætti ekki að innheimta fyrir óumbeðna þjónustu. Krafan er að reikningar séu réttmætir og skýrir og að neytendur þurfi ekki að óttast svik. 4. Neytendur hafi stjórn yfir upplýsingum sem þeir veita. Símafyrirtæki jafnt sem stjórnvöld verða að vernda persónuupplýsingar sem neytendur gefa upp til að geta notað símaþjónustuna. Það að gefa upp persónu­ upplýsingar getur vissulega aukið möguleika í farsíma­ notkun en eins getur það ógnað öryggi neytenda. Neytendur verða sjálfir að geta valið á upplýstan hátt hvernig gögnin eru notuð. 5. Að hlustað sé á neytendur og brugðist við kvört­ unum þeirra. Símafyrirtæki eiga að koma upp skilvirkum kvörtunarferlum og ef neytendur eru ekki sáttir þarf úrskurðarnefndir til að tryggja sanngjörn málslok. Það verða að vera afleiðingar og viðurlög við því að stunda vonda og óréttmæta viðskiptahætti. 22

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.