Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 17
17 S I G L I N G A R lýsingaflæði um niðurstöður athugana og rannsóknaverk- efna. Vinna þurfi að því að staðla aðferðafræði og mæl- ingar við umhverfisvöktun, en ólík aðferðafræði, tækni og tækjakostur valdi því að erfitt sé að samræma gögn vöktunarmælinga sem fengin séu frá hinum ýmsu stöðum norðurslóða. Rannsóknamiðstöð norður- slóða á Íslandi „Setja þarf á stofn Rann- sóknamiðstöð norðurslóða á Íslandi. Stofnunin hefði það hlutverk að skipuleggja, sam- ræma og framkvæma þver- faglegar rannsóknir og vökt- unarmælingar sem tengjast umhverfi og auðlindum á norðurslóðum fyrir Íslands hönd og með hagsmuni Ís- lands að leiðarljósi. Rann- sóknamiðstöðin yrði megin- framlag okkar í samstarfsneti vöktunar- og rannsókna- stöðva norðurslóða. Stofnun- in gæti haft aðsetur á há- skólasvæðinu við Sólborg á Akureyri. Nyti hún góðs af góðri hafnaraðstöðu og þjón- ustu við skip við Akureyrar- höfn og nálægðar við alþjóð- legan flugvöll. Rannsókna- miðstöð norðurslóða liti sér- stakri stjórn en starfaði náið með öllum þeim stofnunum hérlendis sem erlendis sem sinna norðurslóðarannsókn- um. Að miðstöðinni stæðu m.a. Hafrannsóknastofnun, Siglingastofnun Íslands, Land- helgisgæslan, Veðurstofa Ís- lands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofn- un, Umhverfisstofnun, RANN- ÍS, Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar, Háskóli Íslands, Há- skólinn á Akureyri, Landbún- aðarháskóli Íslands og fleiri stofnanir, auk CAFF- og PAME-skrifstofa Heimskauta- ráðsins með óbeinum hætti. Nauðsynlegt er að sam- ræma starfsemi allra þessara stofnana og nýta með mark- vissum hætti til margvíslegra rannsókna og vöktunarverk- efna á norðurslóðum. Þannig getum við Íslendingar best tryggt hagsmuni okkar, t.d. gagnvart framtíðarflutningum um Norður-Íshaf með því að sýna frumkvæði að rannsókn- um á siglingaskilyrðum, hafís, breytingum á loftslagi, vist- kerfi og fleiri þáttum í norð- urhöfum í samvinnu við önn- ur ríki og alþjóðlegar rann- sóknastofnanir. Öflug íslensk þátttaka í slíkum rannsóknum er til þess fallin að draga at- hygli að legu landsins og þjónustumöguleikum við sigl- ingar um heimskautasvæðið. Ennfremur er það okkur Ís- lendingum nauðsyn að fylgj- ast vel með þróun olíuflutn- inga á Norður-Atlantshafi sem og allri annarri starfsemi sem leitt getur til mengunar lífríkis norðurslóða, og mengunar við Íslandsstrendur. Vinna þarf markvisst að fyrirbyggj- andi aðgerðum til að draga úr hættum á mengunar- óhöppum. Óháð viðskiptahagsmun- um af opnun norðaustursigl- ingaleiðarinnar þá á Ísland raunverulegra þjóðaröryggis- hagsmuna að gæta þegar kemur að verndun hafsins. Rannsóknamiðstöð norður- slóða á Íslandi bíða mörg mikilvæg verkefni - jafnt grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir, mælingar og vöktun á norðurslóðum,“ seg- ir Björn Gunnarsson. Þarf að huga vel að umhverf- isáhrifunum Svana Margrét Davíðsdóttir, lögfræðingur í samgöngu- ráðuneytinu sagði á málþing- inu á Akureyri að hún teldi þá möguleika sem nú væru uppi á borðinu varðandi um- skipunarhöfn á Íslandi vera mjög áhugaverða. Svana Mar- grét minnti þó á að áður en gengið yrði í val á staðsetn- ingu á umskipunarhöfn þyrfti að huga vel að áhrifum henn- ar á umhverfi, sérstaklega hvað varðar mengunaróhöpp, viðkvæmni umhverfis við mengunaróhöppum, aðstæð- um til viðbragða og þjónustu fyrir viðkomandi skip. „Gera þarf ítarlega rannsókn á straumum, veðurfari, samfé- lagslegum þáttum og sam- göngum,“ sagði Svana Mar- grét. Miklir olíuflutningar Í erindi sem Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs, Siglingastofn- unar Íslands, hélt á málþing- inu á Akureyri sl. sumar, greindi hann frá því að Kyst- verket í Noregi, systurstofnun Siglingastofnunar, hafi nýver- ið sent frá sér endurskoðaða skýrslu um skipulag dráttar- báta- og viðbragðsþjónustu vegna flutninga á olíu og hættulegum efnum með ströndum landsins. Þar komi m.a. fram að heildarmagn ol- íuflutninga með skipum frá norðvestanverðu Rússlandi (Múrmansksvæðinu) sé áætl- að um 80 milljónir tonna árið 2015. Einnig komi þar fram að 60% af því eða 48 milljón- ir tonna verði fluttar vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada. Þetta þýði að miðað við 100.000 tonna olíuskip fari hátt í 500 fulllestuð skip um íslensku lögsöguna á ári hverju og a.m.k. hluti þeirra til baka sömu leið með kjöl- festu. Það sé þó líklegt að skipin verði færri en stærri er á líði, e.t.v. allt að 300 þús- und tonn. „Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að heildarflutningur olíu yrði 150 milljón tonn en þá var forsenda flutninganna sú að lögð væri olíuleiðsla frá vinnslusvæðum í miðhluta Rússlands til Múrmansk en sú áætlun hefur verið lögð á hilluna í bili a.m.k. Fram til ársloka 2003 fór öll olía frá norðvestanverðu Rússlandi suður með Noregi og til Evr- ópuhafna, aðallega til Rotter- dam. Fyrsti olíufarmurinn vestur um haf frá Rússlandi fór í maí 2004 og á árinu 2005 fóru alls um 17 skip til hafna vestan hafs. Í febrúar- mánuði sl. fóru 7 skip fram- hjá strönd Noregs vestur um haf, þar af sex til New York. Það er sjálfvirku auðkenni- kerfi skipa (AIS) að þakka að fyrir liggja svo ýtarlegar upp- lýsingar um þessa flutninga. Norðmenn birta mánaðarlega ýmsar upplýsingar um sigl- ingar skipa með olíufarma sem fengnar eru úr AIS- strandstöðvakerfiþeirra,“ sagði Gísli Viggósson. Hér er eitt af skipum Eimskips - Goðafoss - hlaðið gámum. Í samanburði við þau flutningaskip sem sigla um Norður-Íshafið er þetta skip eins og trilla. Þeir sem til þekkja segja að ætla megi að flutningar á þessari leið yrðu gríðarlega miklir og komi til byggingar umskipunarhafnar á Íslandi - í Eyjafirði eða annars staðar -væri verið að tala um mjög stóra höfn og um leið stóran vinnustað. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.