Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 35

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 35
35 B Y G G Ð A K V Ó T I Aðeins ein af átta útgerðum, sem fengu úthlutað byggða- kvóta í Djúpavogshreppi á síð- asta ári, virti þær reglur sem settar voru um meðferð afla og samkomulag varð um. Skil- yrði var að öllum byggðakvót- anum yrði landað til vinnslu í heimabyggð og hluta af kvóta bátanna líka. Eins og sést á meðfylgj- andi töflu vantar mikið upp á að útgerðarmenn hafi staðið við þetta og aðeins einn bát- ur landaði öllum sínum byggðakvóta til vinnslu heima og í raun rúmlega það sem samkomulagið kvað á um. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 18. sept- ember sl. og sveitarstjóra falið að fylgja því eftir. Björn Hafþór Guðmunds- son, sveitarstjóri, segir að með þessum reglum hafi átt að reyna að margfalda áhrif byggðakvótans. Útgerðirnar hefðu skuldbundið sig til að landa öllum byggðakvótanum til vinnslu heima og sjöföld- um byggðakvótanum af sín- um kvóta. „Það er í raun bara einn sem stóð við þetta og gott betur,“ segir Björn Haf- þór og segir að ekkert af þeim fiski sem landað sé á markað fari til vinnslu á Djúpavogi. Fiskvinnsla þar sé að öllu jöfnu ekki að kaupa fisk á markaði. „Þegar gengið var frá þessu komu útgerðar- menn með skjal undirritað af þeim og ákveðnum fisk- verkanda hér þar sem kveðið er á um bein viðskipti en ekki í gegnum markað,“ segir Björn Hafþór. Segja má að útgerðar- mennirnir hafi fyrirgert rétti sínum til næstu úthlutunar en Björn Hafþór segir að unnið sé að nýjum reglum í sjávar- útvegsráðuneytinu til að tryggja að byggðakvótinn sé unninn í heimabyggð. Hann segist ekkert segja um hvort útgerðarmaður Öðlings fái allan byggðakvótann næst, en hann viti til þess að í að minnsta kosti tveimur byggð- arlögum verði staðið fast á reglunum. Texti: Haraldur Bjarnason Átti að Hámarks- landa til skylda var Vantar 2005/2006 Byggðakv. vinnslu á D. þó m/v Landað upp á Skipa- Þorskíg.- úthlutun allt að áttf. úthlutun í vinnslu (ef neikv. Landað á Landað NAFN númer úthlutun kíló úthlutun í byrjun á Dpv. tala) markað samt. ATHUGASEMDIR Birna 7057 39.741 5.000 40.000 39.741 6.202 -33.539 8.853 15.055 Fráleiga 26.157 kg þíg. Emilý 7416 39.974 5.000 40.000 39.974 12.038 -27.936 16.675 28.713 Fráleiga: 22.488 kg þíg. Glaður 1910 10.527 2.000 16.000 10.527 0 -10.527 12.046 12.046 Fráleiga: 8.658 kg þíg. Eyrún 7154 23.135 5.523 44.182 23.135 465 -22.670 2.644 3.109 Varanl. aflaheimild seld sumar 2006 Seley 6342 20.135 4.807 38.453 20.135 0 -20.135 0 0 Varanl. aflaheimild seld sumar 2006 Goði 2179 23.826 5.688 45.501 23.826 14.218 -9.608 14.796 29.014 Fráleiga: 12.500 kg þíg. Magga 7084 45.959 10.971 87.770 45.959 405 -45.554 28.447 28.852 Fráleiga: 27.350 kg. þíg. Öðlingur 2418 92.209 22.012 176.095 92.209 144.834 52.625 155.039 299.873 Tilleiga: 53.453 kg. þíg. 295.506 61.000 Tafla - Djúpavogshreppur - Samantekt um hvernig til tókst með áform um margfeldisáhrif v/byggðakvóta 2005-2006. Upphafleg úthlutun var byggð á reglum sveitar- stjórnar Djúpavogshrepps frá 20. okt. 2005, sem staðfestar voru af sjávarútvegsráðuneytinu. Umsækjendur um byggðakvóta (sbr. uppl. um úthlutun í meðfylgjandi töflu), skuldbundu sig í umsókn að landa til vinnslu á Djúpavogi Upplýsingar um landaðan afla og skiptingu milli vinnslu á Djúpavogi og sölu á fiskmarkaði eru úr gagnabanka Djúpavogshafnar. Eftir sölu á varanlegum aflaheimildum ber viðkomandi að skila byggðakvóta til sveitarfélags. Það var ekki gert (sjá töflu). Haft var samband við alla eigendur umræddra báta skömmu fyrir lok kvótaárs. Enginn þeirra, sem eru með neikvæða niðurstöðu sbr. töflu, sá ástæðu til að skila byggðakvóta, þótt sýnt væri að hann myndi ekki nást. Frá Djúpavogshöfn. Mynd: Andrés Skúlason. Útgerðarmenn á Djúpavogi: Hunsuðu byggðakvótareglurnar aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.