Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 34

Ægir - 01.08.2006, Blaðsíða 34
34 H V A L I R Eftir því sem næst verður komist hafa stjórnvöld ekki tekið um það ákvörðun hvort Íslendingar hefji aftur hval- veiðar í atvinnuskyni. Ægir hefur leitað eftir upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu um málið en þar liggja þær ekki á lausu. Ljóst er að margir þrýsta mjög á um að hvalveiðar verði hafnar hið snarasta, en andstaðan er líka heldur betur til staðar. Endurbætur í Hvalfirði Á meðan stjórnvöld liggja undir feldi og komast að nið- urstöðu um málið er unnið á fullu við að gera upp hval- stöðina í Hvalfirði, sem hefur staðið tóm síðan 1989. Hvalur hf. sem á og rekur hvalbát- ana, sem jafn lengi hafa legið við festar í Reykjavíkurhöfn, hefur sömuleiðis yfirfarið einn hvalbátanna, Hval 9, og var hann reyndar tekinn upp í slipp sl. sumar. Þar á bæ vilja menn vera klárir í bátana ef kallið kemur úr stjórnar- ráðinu. Þegar Íslendingar gengu aftur í Alþjóðahval- veiðiráðið árið 2001 settu þeir fyrirvara um að hefja ekki veiðar að nýju næstu fimm árin. Þessi fyrirvara er úr gildi fallinn og af þeim sökum gætu stjórnvöld ákveðið að hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni á nýjan leik, án þess að fara á svig við eigin skuld- bindingar. Hrefnurannsóknirnar halda áfram Á sama tíma og menn velta vöngum yfir því hvort fara eigi aftur í hvalveiðar í at- vinnuskyni halda rannsókna- veiðar á hrefnu áfram, en þær hófust fyrir þremur árum. Þegar lagt var í verk- efnið var gert ráð fyrir að veiða 200 hrefnur og nú þeg- ar hefur 161 hrefna verið veidd. Stefnt er að því að sýnatöku vegna rannsókn- anna ljúki næsta sumar, en þær hafa það að markmiði að afla grunnþekkingar á fæðu- vistfræði hrefnunnar hér við land. Með greiningu maga- innihalds er aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán hrefnu á hin- um ýmsu fæðutegundum. Þar má nefna rannsóknir á orku- búskap, árstíðabundnum breytingum í fjölda og út- breiðslu, og fæðuþörf. Þá verður unnið að þróun fjöl- stofnalíkans svo meta megi vistfræðilegt samspil hrefnu og annarra tegunda. Samkvæmt upplýsingum Hafró er í rannsóknum á hrefnunni einnig verið að skoða stofngerð hrefnu í Norður-Atlantshafi með erfða- fræðilegum aðferðum og gervitunglamerkingum, kanna sníkjudýr og heilsufar dýra í hrefnustofninum, safna upp- lýsingum um þætti eins og aldur og viðkomu hrefnu við landið, að kanna magn líf- rænna og ólífrænna mengun- arefna í hinum ýmsu líffærum og að meta gagnsemi ýmissa nýrra rannsóknaaðferða með samanburði við hefðbundnar aðferðir. Sandsílið algengasta fæðu- tegundin Samkvæmt frumniðurstöðum úr þessari rannsókn var sand- síli algengasta fæðutegund hrefnunnar og fannst það í um 60% greindra maga. Aðrar algengar fæðutegundir voru þorskur, loðna, áta, ýsa og fleiri fisktegundir. Samanbor- ið við takmörkuð fyrirliggj- andi gögn áður en rannsókn- in hófst, var talsvert meira af þorski og sandsíli nú og að sama skapi minna af átu og loðnu. Mikill breytileiki virð- ist vera í fæðunni eftir haf- svæðum. Sumarið 2004 voru sett gervitunglamerki á 7 hrefnur í Faxaflóa. Ein þeirra tók sér ferð á hendur suður fyrir Kanaríeyjar í nóvember-des- ember, þetta voru merkilegar niðurstöður og gáfu til kynna ákveðnar vísbendingar um vetursetu hrefnunnar. Aftur hvalveiðar? Hvalbátar Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Einn þeirra, Hvalur 9, var tekinn í slipp í sumar og er því klár í slaginn, ef til kemur. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.