Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 8
um er kært, en ekki til þess að njóta sigurgleði og troSa und- ii' fótum. Benedikt Blöndal var afar vinsæll maður, ekki sizt af nem- endum sínum. Hann var gæddui' þeim höfuðkosti afburðakenn- arans að geta verið vinur og félagi nemandans, án þess að missa nokkuð af virðingu lærisveinsins, sem sumir halda að fáist ekki nema með ótta og ókunnugleik. En Benedikt Blöndal var það iíka ljóst, að hann var að fást við sálir ungs fólks á viðkvæmasta aldursskeiði þess, en ekki vélar, sem troða átti í fróðleik, og hann var reiðubúinn að hjálpa unglingunum til að leysa vandamálin, sem samlifið alltaf skapar, á þann hátt, að allir mættu vel við una. hað er undarlegt hlutskipti, þegar maður hugsar um það, að þessi ástsæli maður, sem auk nánustu ástvina átti allsstaðar vin- um að mæta, skyldi deyja einmana uppi á reginfjöllum, þar sem engin kærleiksrík hönd gat létl honum síðustu stundirnar. Og þó er eitthvað tignarlegt yfir því. Ég veit, að Benedikt Blön- dal liefur mætt dauðanum með söniu rólegu, tígulegu karlmennsk- unni og liann hafði áður mætt lifinu. Hann var því vanari að leysa annarra manna vandamál, en að aðrir leystu hans, og hann mætti þá líka einn síðasta átakinu, að því er ég er viss um, án þess að hopa eða æðrast. Mætti þjóð vorri auðnast að eignast marga hans lika. Reykjavík, 25. marz 1939. Aðalbjörg Sigurðardóttir. H. K. L.: Stuttar ádrepur. Hin hvítu skip Guðmundar Böðvarssonar. Það er vandi að vera í senn sveitamaður og skáld á íslandi, ekki sízt vegna þess hve erfitt er að keppa þar við fyrirrenn- arana. Frá Agli til Stephans G., að höfundi Njálu ógleymdum, hafa islenzkir sveitamenn lyft Grettistökum í skáldskap. Það er misskilningur, sprottinn af útlendum hugsunarhætti, þegar sagt cr um eitthvert skáld á íslandi, að hann yrki furðu vel, þegar tekið sé tillit til þess, að hann er sveitabóndi. Hitt er sönnu nær, að segja hinum heztu skáldum til lofs, að þeir yrki eins vel og íslenzkir sveitamenn. Guðmundur skáld Böðvarsson, bóndi á Kirkjubóli í Hvítár- síðu, er enn eitt dæmi hinnar fornfrægu hefðar. Önnur ljóða- hók hans, Hin hvitu skip, sem nú er nýlega prentuð, geymir ljóð, sem hægt er að nefna í sömu andránni og ýmis ágæt verk bræðra hans í Braga og Frey, en það er sízt Guðmundi til lasts 30

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.