Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 13
„Gvöð" í útvarrjinu. ÓviSkunnanlegt er að heyra i útvarpi gormælta nienn eða menn, sem þjást af hljóðvillu og öðrum málkvillum. Gormælta menn er mjög auðvelt að lækna; það „skroll“ er varla til, sem hljóðfræðingar geta ekki lagfært á fáeinum tímum með því að kenna hinum blesta að æfa sig i að beita talfærunum rétt. Um hljóðvillu er sama máli að gegna; skynsamir menn geta auð- veldlega firrt sig þessu lýti, sem flestum málkvillum framar er bendlað við plebejisma, enda kallað Suðurnesjamál, til minn- ingar um áhrif „danska valdsins". Sérstaklega finnst mér að kristnir menn ættu að gera uppreist gegn þvi að guð þeirra sé nefndur „Gvöð“. Ónöfn. Margir góðir fslendingar liafa orðið að dragast með herfileg nöfn æfilangt, ýmist úr útlendum lygisögum, kröníkum Gyðinga, eða vansköpuð orð og orðleysur. Jasínur, Gottfreðlínur, Hösk- jónur og Batsebur eiga varla sjö dagana sæla í lífinu. Þó er þeim börnum kannski enn meiri vorkunn, sem æfilangt verða að kenna sig við feður eins og Timóteus, Díonísos, Aldóníus og Mahalaleel (Árna Mahalaleelssonar er getið i BJöndu). Þeim mönnum, sem dragast með slika forógnun i stað nafns, ætti að vera heimilt eða jafnvelt skylt að skipta um til hins betra. Nýr gælunafnasiður hefur komizt á í kaupstöðum á síðustu tímum, sérstaklega telpunafna. Fögrum íslenzkum kvenheit- um, sem veita þeirri konu tign og virðuleik, sem ber þau, eins og dýrir skartgripir fornir (nöfn eins og t. d. Ragnheiður, Ást- hildur eða Guðrún), er snúið í hin herfilegustu orðskrípi, likt og fyrirmyndir væru sóttar í dreggjar útlends stórborgamáls: Didi, Sisí, Fífí, Gígi, Dúdí, Gógó, Dódó. Afkáraleg orðskripi af þessu tagi fara i senn i bág við íslenzkt málfar og menntaðan smekk, og er mál að slíku linni. H. K. L. Útvarp og lýðræði. í lögum frá 1934 er svo fyrir mælt, að útvarpsráð skuli skipað sjö mönnum, og séu þrír kosnir af Alþingi, aðrir þrír af útvarpsnotendum, en formann ráðsins skipar kennslumála- ráðherra. Eru þessi kosninga-ákvæði auðvitað sett i meðvitund þess, að skylt sé að veita almenningi, sem útvarpsins nýtur og ber uppi rekstur þess, nokkurn ihlutunarrétt um það, hverjum sé trúað fyrir ráðsmennsku þessa þýðingarmikla menningar- 35

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.