Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 10
og Smiðjuljóði'ð: i hinu fyrra litur skáldið á lieiminn frá hverfi-
steininum meðan hann dregur á ljá sinn, i hinu síðara er mið-
depill alheimsins smiðjan, þar sem skáldið slær járn sitt. Það
er fróðlegt að hera þetta kvæði saman við erindi, sem annar
horgfirzkur sveitamaður orti við afl sinn fyrir þúsund árum,
Skallagrímur: Mjök verðr ár, sás aura, ísarns meiðr at rísa.
íslendingar hafa alltaf verið sagnamenn og ljóða; það er ekk-
ert heimspekilegt rit til á islenzku vert umtals, spakvitringar
hafa ýmist verið álitnir leiðinlegir eða hlægilegir. Ég ber ekki
skynbragð á þau Ijóð, þar sem Guðmundur Böðvarsson hneig-
ist til þeirrar tegundar, en í náttúruljóðum hans er lesandinn
i félagsskap hugþekks manns og góðs skálds.
Spurning um dagblöðin.
Tímariti Máls og menningar hefur borizt þessi spurning frá
féJagsmanni hér i Reykjavik, en ritstjórinn mælist til að ég svari:
„Eru íslenzk dagblöð spegilmynd af vitsmunastigi íslendinga,
skapferli þeirra og uppeldi; eða eru íslenzk dagblöð rituð af
mönnum, sem eru í senn ógreindari, lýttir meiri skapbrestum
og verr uppaldir en almenningur í landinu?“
Það væri freistandi að svara þessari athyglisverðu spurningu
í itarlegu máli, en til þess skortir mig bæði tíma og gögn. En
mér er sagt, að vitpróf svokölluð, sem gerð hafi verið hér á
landi með sönm aðferðum og annars staðar eru notaðar til slíkra
prófa, virðist benda til þess, að íslendingar standi yfirleitt ekki
á mjög háu vitsnmnastigi. Það er að visu ekki óalmenn skoð-
un, að dagblöð séu spegilmynd vitsmunalífs með þjóðum, svari
gáfnafari þess almennings, sem þau eru ætluð. Hins er ekki að
dyljast, að íslenzk dagblöð virðast yfirleitt vera rituð fyrir nmn
frumstæðari lesendur en almennt gerist a. m. k. á Norðurlöndum
og meðal engilsaxneskra þjóða. Og enginn skyldi trúa, ef við
vissum ekki betur, að íslenzk dagblöð séu rituð fyrir þjóð, sem
hefur vanizt lestri í þúsund ár, og var um skeið mesta bók-
menntaþjóð heimsins. Afturför fslendinga i ræðu og riti, ef bor-
in er saman Sturlunga og dagblöðin nú á tímum, er svo stór-
felld, að, haldi áfram að síga i sama horf, má eiiis búast við
því, að fslendingar verði ekki aðeins ólæsir eftir nokkur hundr-
uð ár, heldur og einnig ómælandi, en grenji sem dýr merkur-
innar. Jafnvel nú á döguni orka íslenzk dagblöð líkast öskri á
mann með almennu lundarlagi.
Hið sjúklega sálarástand, sem fóstrar þetta öskur, er orðið
langætt, og örlar enn ekki á batamerkjum, nema síður sé. Við sér-
32