Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Blaðsíða 26
232 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kennslan að taka við. Henni er það að miklu leyti háð, hvort málþróun æskunnar stefnir í rétta átt og nær að lokum þeim þroska, sem henni var léður. Margt getur til þess boriö, að tjáningarhæfni einstaklingsins nái litl- um þroska. Hún er flestum öðrum gáfum fastar kveikt við heildgerð sálarlífsins. Hver brestur í því getur hamlað þróun hennar. Hins vegar er tjáningarþörf einstaklingsins jafn alhliða og sálarlíf hans. Fái hún ekki eðlilega framrás, veldur það sársauka, misræmi, beiskju, kyrkingi. Snilldarlega lýsir Davíð Stefánsson slíkum örlögum. ... Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja, fljúga eins og svanirnir og syngja. Þó að listrænar kenndir bærist í brjósti einstaklingsins, getur tjáningar- hæfni hans brugöizt, ófullkomið tungutak falsaÖ og limlest þá mynd, sem honum brá fyrir hugarsjónir. Hið sálræna misræmi, sem hér er lýst, takmarkast ekki við skáldin ein og þrá þeirra til listrænnar tjáningar. í hverri stétt eru menn, sem þjást undir þeim hömlurn, sem vanburða og lítt þjálfuð tjáningarhæfni leggur á eðli þeirra og sköpunarþrá. Þroski málgáfunnar, tjáningarhæfninnar, er því höfuöviðfangsefni allrar móðurmálskennslu, svo fremi kennarinn er trúr hlutverki sínu. Móðurmálskennsla, sem einblínir á eitt, e. t. v. lítilvægt svið tungunnar, en vanrækir að sama skapi önnur mikilvægari, glatar fyrir unglingnum þeim þroska, sem hann átti að öðlast við móðurmálsnámið, drepur í honum andlega grósku, gerir hann þröngan og ófrjóan. II Hinn þögli þáttur málsins. Letrið. Upprunalegt hlutverk letursins, auk mögnunar og galdra, er geymd- in, varöveizlan. Enginn færir hugsanir sínar í letur af þeim sökum, að hann telji það hafa sjálfstætt gildi. Málarinn velur liti, myndhöggvar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.