Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.04.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.04.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Einkaframkvæmdin dýr bókhaldsbrella Á árunum 1998­2002 var tími einkaframkvæmdaævintýris í Hafnarfirði. Líkt og nú leiddi Sjálf stæðisflokkurinn þá stjórn bæjarins og boðaði sínar hug­ myndir um hvernig standa ætti að málum. Einka fram­ kvæmdin var þá kynnt til sögunnar sem afar hag kvæm fyrir bæjar­ sjóð. Líkt og margir bentu á strax í upphafi reyndist einka fram­ kvæmdin hins vegar allt annað en hagstæð fyrir skattgreiðendur. Hafa margir sagt, m.a. núverandi bæjarstjóri, að slíkir samningar séu í reynd stærstu mistök sem gerð hafi verið í rekstri sveitarfélaga á Íslandi. Hafnfirska einkaframkvæmdaleiðin Í hafnfirsku einkafram­ kvæmda leiðinni fólst að einka­ aðilum var falið að byggja, fjár­ magna og reka fasteignir, m.a. húsnæði leik­ og grunnskóla. Í stað þess að taka sjálfur lán fyrir framkvæmdunum eða fjármagna þær með eigin fé gerði bærinn 25 ára samning við viðkomandi einka fyrirtæki um leigu á fast­ eign unum. Þannig öðlaðist einka fyrirtækið dýrmæta trygg­ ingu og gat tekið út á hana lán til framkvæmdanna. Það má því segja að hvort sem farin var leið hefðbundinnar fjár­ mögnunar eða einkaframkvæmd­ ar þá var það í öllum tilvik um lánstraust bæjarins sem lá til grundvallar. Í tilviki einkafram­ kvæmd arinnar sáust hins vegar engin merki um auknar skuldir sveit arfélagsins í árs­ reikningi og það virðist hafa verið fyrst og fremst af þeim ástæð­ um sem þáver andi meirihluti bæjar stjórnar lagði áherslu á þessa leið öðrum fremur. Bærinn borgar bara en eignast ekki neitt Samkvæmt svörum við fyrir­ spurn minni og nokkurra annarra bæjarfulltrúa í bæjarráði um einka framkvæmdasamning vegna Áslandsskóla greiðir Hafn ar fjarðarbær eiganda þess húsnæðis 12,5 milljónir á mán­ uði í húsaleigu og mun gera það til ársins 2027. Þess utan greiðir bærinn eigandanum fyrir rekstur húsnæðisins og viðhald þess. Þá kemur einnig fram að kostnaður við ræstingu hvers fermetra sé 65% hærri í Áslandsskóla en í öðrum skólum bæjarins og kostn aður við sorphirðu 150% hærri. Þegar samningstíma lýkur stendur Hafnarfjarðarbær uppi með að hafa greitt niður allan kostnað við byggingu og fjár­ mögnun umræddra fasteigna án þess að hafa eignast nokkuð í þeim. Engin ákvæði voru sett í samningana sem tryggðu bænum uppkaupsrétt eða önnur úrræði sem tryggt gætu samningsstöðu bæjarins að samningstíma lokn­ um. Að óbreyttu mun bærinn því standa frammi fyrir því að þurfa kaupa skólahúsnæðið á uppsettu verði, halda áfram að leigja fasteignirnar á því verði sem eig­ endur þeirra ákveða eða byggja nýjan skóla á eigin kostnað. Aldrei aftur Haraldur Líndal Haraldsson núverandi bæjarstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 um liðna helgi að hann teldi samninga af þessu tagi stærstu mistök sem sveitar­ félög á Íslandi hefðu gert. Þar erum við Haraldur sammála og vonandi mun okkur í sameiningu takast að vinda ofan af þeim samningum sem enn eru í gildi en umfram allt verðum við að tryggja að mistök sem þessi verði ekki endurtekin. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Gunnar Axel Axelsson FJÖRÐUR Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Ó. sölufulltrúi 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði Vantar eignir á skrá Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Vill byggja 2 þús. m² hús á lóð Suðurbæjarsundlaugar Skipulagsstjóri tekur ekki neikvætt í umsókn Björn Kr. Leifsson fram­ kvæmdastjóri World Class hefur óskað eftir að fá að byggja allt að 2.000 m² líkamsræktarstöð inni á lóð Suðurbæjarlaugar, næst Hvammabrautinni. Í um sögn skipulags­ og bygg ingarfulltrúa myndi notkunin sam ræmist aðalskipulagi en kallar á breytingu á deiliskipulagi þar sem ekki er byggingarreitur á lóðinni. Segir hann bygginguna nokkuð umfangsmikla að flat­ armáli, en ekki háreista, þannig að hún ber ekki sund laugar bygg­ inguna ofurliði. Byggingin virð­ ist ekki skerða útsýni íbúa í ná grenninu né valda skugga­ varpi. Inngrip í útisvæði á lóð sundlaugarinnar yrði hins vegar allmikið og þyrfti að endurhanna lóðina. Samantekið tekur hann ekki neikvætt í umsóknina. Spjaldtölvur í leikskólastarfi Frá því í haust hefur starfsfólk á leikskólanum Arnarbergi verið að tileinka sér notkun spjaldtölva í leikskólastarfi með aðstoð og hjálp Rakelar Magnúsdóttur. Margskonar smáforrit eru í boði fyrir börn á leikskólaaldri við nám og leik og hafa nokkur þeirra verið prófuð í leik skólan­ um. Sl. fimmtudag var tæknidagur í leikskólanum með opnu húsi fyrir foreldra og aðra þá sem vildu koma og fylgjast með börn unum vinna og því sem starfs fólkið hefur verið að prófa sig áfram með. Áhugi barnanna var mikill og tóku þau þátt í að fá risaeðlur til að lifna við úr bók í þrívídd með skemmtilegu námsefni sem ætlað er börnum. iDinosaur er bók og smáforrit með efni sem býður börnunum að fræðast um þessi ógnar dýr, sjá hreyfingar dýranna og heyra hljóð þeirra. Samskonar efni var einnig um himintunglin, iSolar system. Áhugavert og spennandi tæki MaKey Makey var í boði þar sem börnin notuðu banana, vatn og leir til að leika tónlist á. Gott þroskatæki sem heitir Osmo og er til að nota með iPad, ætlað börnum frá 2 ára aldri til að raða saman formum, finna fyrstu hljóð í orðum, þekkja stafi og teikna myndir. Náms efni sem hjálpar til við lestur, kennir form og liti og er um leið skemmtilegt og hvetj andi. Þetta var aðeins lítið eitt af því sem var í boði þennan dag en dagurinn var byggður upp með tíu stöðvum sem allar höfðu mismunandi efnivið og við­ fangs efni en áttu þó allar sam­ eigin legt að kennslan fór fram með spjaldtölvu. „Fyrr í vetur höfum við verið að kynnast og læra að gera rafbækur þar sem sköpun barnanna hefur fengið að njóta sín bæði í orðum og verki,“ segir Kristbjörg Lára Helgadóttir aðstoðar leikskólastjóri á Arnarbergi. Krakkarnir voru áhugasamir fyrir tölvum og banönum! Aðalfundur Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður haldinn í safnaðarsal Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. apríl nk. kl. 18.30. Dagskrá fundarins: Venjubundin aðalfundarstörf. Önnur mál. Veitingar á fundinum kr. 1.500. Leiðrétting Víðistaðakirkja Helgistund kl. 11 Í auglýsingu Víðistaðakirkju segir að helgistund sé kl. 10.30 á föstudaginn langa. Það er rangt, helgistundin er kl. 11. Formaður FH hefur ritað sviðsstjóra stjórnsýslu hjá Hafn ar fjarðarbæ bréf og óskað eftir að gatnagerðargjöld og tengd gjöld af íþróttamann­ virkjum í Kaplakrika verði felld niður. Telur hann sig hafa verið fullvissaðan um að 18 milljóna skuld félagsins við Hafnar­ fjarðarbæ hafi átt að fella niður. Skuldin er ógreidd gatna gerðar­ gjöld vegna byggingar á Risan­ um sem er í eigu FH­knatthúsa ehf. en bygging Risans var án aðkomu Hafnar fjarðarbæjar. Þá er óskað eftir að gatna­ gerðargjöld vegna miðasöluhúss sem nú er í byggingu, að upp­ hæð ein milljón kr., verði felld niður sem og óálögð gatna­ gerðargjöld vegna Dvergsins, lítils knatt húss sem FH­knatthús ehf. er að byggja. Jafnframt óskar hann eftir að Hafnarfjarðarbær felli niður gatnagerðargjöld af væntanlegu fullstóru knattspyrnuhúsi sem nú eru í undirbúningi. Málið var tekið upp á fundi bæjarráðs í síðustu viku og var bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga. Vill að Hafnarfjarðarbær gefi FH eftir 18 milljónir kr.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.