Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.04.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.04.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Það er komin upp skemmtilega einkennileg staða í hafnfirskum stjórnmálum. Faglega ráðinn bæjarstjóri, ráðinn af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartri framtíð hefur sagt einkavæðingu undir forystu Sjálfstæðisflokks­ ins stríð á hendur. Hann hefur sagt einka fram­ kvæmdasamninga sem sveitarfélögin gerðu með Hafnarfjörð í fararbroddi verstu samninga sem þau hafa gert. Það hlakkar í Samfylkingarfólki sem fylkir liði með bæjarstjóranum sem þeir hafa verið að gagnrýna af því málstaðurinn hentar þeim. Sjálfstæðismenn þegja þunnu hljóði því þó aðrir hafi ráðið ríkjum í Sjálfstæðisflokknum í þá daga, þá er þetta hið vandræðalegasta mál og sennilega getur enginn bæjarfulltrúi í dag varið þá. Jafnvel er farið svo langt að gagnrýna fyrri meirihluta fyrir að hafa ekki nýtt síðustu 8 ár til að „lagfæra“ þá. Reyndar voru fjölmargir samningar yfirteknir þegar Fasteignafélög urðu gjaldþrota í röðum. Það má því segja að það hafi verið heppni í óheppninni þó engin heppni hafi fylgt fjármálahruninu. Það verður því gaman að sjá alla flokka fylkja lið með bæjarstjóra í baráttunni að semja við eigendur Áslandsskóla eða finna aðra lóð ella og byggja eigin skóla. Þau áform hafnarstjórnar að ætla að áminna starfsmann Hafnarfjarðarhafnar fyrir sakir sem enginn hefur skilið ætlar að draga langan dilk á eftir sér. Mikil leynd hefur hvílt yfir málinu og vísað hefur verið til trúnaðar vegna þess að málið sé starfs­ mannamál. Samt hafa menn í yfirlýsingum upplýst um það sem enginn mátti greinilega vita. Þó því hafi verið neitað að hafnarstjóri hafi neitað að hefja áminngarferil kemur það fram í fylgiskjali með fundargerð bæjarráðs í síðustu viku. Auðvitað vissu þetta flestir, annað kom ekki til greina. Hafnarstjóri hefði brotið stjórnsýslulög hefði hann hafið áminningarferil enda voru engar sannanir til í málinu. Hann taldi enga ástæðu til áminningar og því neitaði hann að ráðast gegn starfsmanni sínum á jafn lúalegan hátt og meirihluti hafnarstjórnar gerði. Svo tekur steininn úr þegar birt er minnisblað lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem blessar það að pólitíkus blandi sér í starfsmannamál. Þetta er sami lögfræðingur og var aðili að málinu er hann leiðbeindi hafnarstjórn við mislukkaðan áminningarferilinn. Var þetta árás á hafnarstjórann? Fyrir hvað? Hann óhlýðnaðist sínum yfirboðurum. Var hann áminntur? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Skírdagur, 2. apríl Fermingarmessur kl. 11 og kl. 13.30 Passíusálmar 36-41 sungnir kl. 17-19 Heilög kvöldmáltíð kl. 18 Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Föstudagurinn langi Kyrrðarstund kl. 11 Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Passíusálmar 42-50 sungnir kl. 17-19 Páskadagur Hátíðarmessa kl. 8 árd. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr .Jóni Helga Þórarinssyni. Barbörukórinn syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Morgunverður í Hásölum Strandbergs eftir messuna. Hátíðarmessa á Sólvangi kl. 15 www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Föstudagurinn langi Kyrrðarstund við krossinn kl. 17 (Ath. breyttan tíma.) Dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Boðið er til morgunverðar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Föstudagurinn langi, 3. apríl Lestur valinna Passíusálma kl. 17-18 Gömlu lagboðar sálmanna leiknir á ýmis hljóðfæri. Páskadagur, 5. apríl Hátíðarmessa kl. 11 Sunnudagaskóli á sama tíma. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Bænadagar og páskar Skírdagur Fermingarmessa kl. 10.30 Föstudagurinn langi Helgistund kl. 11 Umsjón: María Gunnarsdóttir guðfræðingur, Helga Þórdís leikur á orgel. Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 Morgunkaffi á eftir. www.vidistadakirkja.is Haukar tryggðu oddaleik Klemmdir upp að vegg náðu Haukar að tryggja sér oddaleik gegn Keflavík í úrslitakeppninni í körfubolta karla. Með flottum lokafjórðungi sigruðu Haukar á útivelli og hreinn oddaleikur verður því á Ásvöllum á morgun, skírdag kl. 16 að Ásvöllum. Þá verður fjör. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.