Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Handbolti: 16. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar úrvalsdeild karla ­ 4 liða úrslit 18. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur úrvalsdeild karla ­ 4 liða úrslit 21. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar úrvalsdeild karla Körfubolti: 17. apríl kl. 19.15, Sauðárkr. Tindastóll ­ Haukar úrvalsdeild karla, undanúrslit Körfubolti úrslit: Konur: Keflavík ­ Haukar: 75­66 Haukar ­ Keflavík: 67­74 Keflavík ­ Haukar: 82­51 Karlar: Haukar ­ Tindastóll: (miðv.d.) Tindastóll ­ Haukar: 79­93 Haukar ­ Tindastóll: 74­86 Handbolti úrslit: Konur: ÍBV ­ Haukar: 29­32 Karlar: Haukar ­ FH: 28­24 Körfubolti kvenna Haukar úr leik Keflavík vann þriðja leik sinn gegn Haukum í úrslita­ keppni körfubolta kvenna og eru Haukar því úr leik. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og réðust úrslit á lokamínútunum. Fótbolti karla FH í 8 liða úrslit FH mætir Víkingi R. í 8 liða úrslitum lengjubikarsins í kvöld kl. 18 á Víkingsvellin­ um. Þrjú lið sem tryggt höfðu sér keppnisrétt í 8 liða úrslitum hafa dregið sig úr keppni. Vitað var að Leiknir R og Stjarnan yrðu erlendis og KR dró sig einnig úr keppni og fór í æfingaferð til Spánar. Vinni FH Víking, sem varð efst í riðli 2, keppir liðið við Breiðablik eða Val á sunnudag kl. 15. FH varð í 3. sæti í 1. riðli. Haukar urðu næst neðstir í 3. riðli og komust ekki í úrslit. Íþróttir þjónusta Tek að mér að færa vídeó, slide, ljósmyndir á DVD diska,eða flakkara. Sýnishorn á http://siggileifa.123.is sími 863 7265. Sigurður Þorleifsson. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir vorið. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Húsgagnahreinsun. Djúphreinsun borðstofustóla, hægindastóla, sófa- sett, rúmdýnur og teppi / mottur. Einnig leðurhreinsun. Kem heim til fólks og hreinsa. Sími 780 8319. óskast Óska eftir vel með förnum tjaldvagni. Verðhugmynd +/- 400 þúsund kr. Hafið samband í síma 8977111. til sölu Reiðhjól til sölu. Ýmsar stærðir. Ástand gott, öll yfirfarin af fagmanni. Sími 892 4075. Myndlist til sölu. Olíu- og akrýl- málverk, vatnslita- og grafíkverk eftir Kristberg Ó. Pétursson. Úrval mynda á tilboðsverði. Sími 694 8650 - kbergur@mi.is Stækkanlegt eikar-borðstofuborð, 6 stólar og útskorinn skenkur. Verð 50.000 kr. Upplýsingar í síma 820 4185: Þorgerður eða 822 6185: Steingrímur smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.facebook.com/ fjardarposturinn Málþing um menn Á laugardaginn kl. 14 verður málþing í tengslum við sýninguna Menn sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rann- sóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands skipuleggur mál- þingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða. Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru þeir Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matt- híasson. Sýningar í Hafnarborg Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg. Í aðalsal sýningin MENN og sýningin Vörður í Sverrissal. Íbúafundur um Víðistaðatún Opinn íbúafundur verður haldinn um framtíðina á Víðistaðatúni. Fundurinn verður í skátaheimilinu Hraunbyrgi á mánudaginn kl. 19.30. Aðalfundur hollvina Aðalfundur Hollvinafélags Hellisgerðis verður haldinn á sumardaginn fyrsta, kl. 16 á flötinni í Hellisgerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Steinar Björgvinsson ræktunarstjóri hjá Þöll mun gróður- setja ávaxtatré og fræða um ræktun þeirra. Kaffiveitingar í boði stjórnar. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Bókasafnið Opið til sjö Rétt er að ítreka að bæjarráð hafnaði ósk for stöðumanns Bókasafns Hafn ar fjarðar að loka kl. 17, aðeins á föstu dög­ um í stað þess að hafa opið til kl. 19. Hafði forstöðu mað­ urinn ósk að eftir þessu og því að breyta vaktafyrir komu lagi. Landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, verður um allt land um helgina. Markmiðið er að safna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu­ og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Gott bílverð fyrir hund Hver hundur getur kostað allt að 10 milljónir króna og unnið í allt að 10 ár. Hundarnir eru sér­ valdir með hliðsjón af eigin­ leikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við 2 1/2 árs aldur eftir gríð ar lega þjálfun. Vinnu sam­ band manns og hunds byggir síðan ekki síst á vináttu þeirra og kærleika. Leiðsöguhundar bæta lífsgæði blindra og sjónskertra verulega og stuðla að aukinni virkni þeirra í samfélaginu. Lionsfélagar úr Lionsklúbb­ unum þremur í Hafnarfirði verða á ferðinni í bænum um helgina með rauðu fjöðrina til sölu. Þá verða valgreiðslur sendar í heima banka og hringja má í söfn unarnúmerin 9041010, 9041030 og 9041050 til að gefa 1.000 kr., 3.000 kr. eða 5.000 kr. sem skuldfærist á símreikning. Verndari söfnunarinnar er hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Leiðsöguhundar blindra Frá árinu 2008 hefur sex leiðsöguhundum verið úthlutað hér á landi en leiðsöguhundar eru afar mikilvæg hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga, auka sjálfstæði þeirra og lífsgæði. Þörfin fyrir fleiri leiðsöguhunda er mikil, áætlað er að a.m.k. fjórtán til sextán hundar þurfi að vera í notkun á hverjum tíma til að uppfylla þörfina hér á landi. Nú eru í notkun fjórir leiðsöguhundar frá Noregi, tveir hundar hafa verið þjálfaðir á Íslandi hjá Þjónustu­ og þekkingarmiðstöð og tveir nýir hundar voru að koma til landsins frá Svíþjóð og verða afhentir í maí. Rauða fjörðrin seld um helgina Lionsfélagar safna fé til kaupa á leiðsöguhundum fyrir blinda

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.