Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Áhyggjufullir yfir fyrirhugaðri sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Bæjaryfirvöld hafa lítið fengið að vita um málið og hafa spurningar Nú stendur yfir fýsileika könn­ un á sameiningu Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og Iðn­ skólans í Hafnarfirði. Nokkur hraði virðist vera á allri vinnu og er starfshópi sem mennta mála­ ráðherra skipaði í febrúar ætlað að skila niðurstöðum eigi síðar en 21. arpíl. Í hópnum sitja Ársæll Guðmundsson, verkefnis stjóri í mennta málaráðuneytinu og skóla meistari Iðnskólans í Hafn­ ar firði (í ársleyfi), Jón B. Stefáns­ son, skólameistari Tækni skólans, Bjarni Bjarnason, formaður skóla nefndar Iðn skól ans í Hafnar­ firði, Bolli Árnason, formaður stjórnar Tækniskólans og Gísli Þór Magnússon, skrif stofustjóri upplýsinga­ og fjár málasviðs mennta málaráðu neytisins. Í svari sem Ársæll Guð munds­ son sendi bæjarstjóra 25. mars sl. stendur m.a.: „Markmið með hugsanlegri sameiningu skólanna er að efla starfsnám og blása til sóknar á því sviði. Gengið er út frá því sem vísu að starfsnám verði áfram í boði í Hafnarfirði og ekki er neinn útgangspunktur að þar fækki nemendum frá því sem nú er. Sameining gæti hins vegar opnað marga nýja möguleika til að efla námið og gera það meira aðlaðandi fyrir nemendur.“ Það var Tækniskólinn sem óskaði eftir því í febrúar við mennta mála­ ráðherra að skólarnir yrðu sameinaðir. Kennarar og starfsfólk áhyggjufullt Á fundi Kennarafélags Iðn­ skólans í Hafnarfirði og starfs­ manna sem haldinn var á þriðju­ dag var samþykkt ályktun þar sem kennarar og annað starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði lýsa áhyggjum sínum af fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans, skóla atvinnulífsins og Iðnskólans í Hafnarfirði. Segir þar að starfs­ menn allir sem og skólaæskan í Hafnarfirði og nágrenni séuu sett í óvissu með þessu. Rótgróinn hluti af skóla­ sam félagi Hafnarfjarðar Þá telja kennarar og starfsfólk mikilvægt að gæta þess að skól­ inn starfi áfram sem sjálfstæð eining. Hann sé rótgróinn hluti af skólasamfélagi Hafnarfjarðar til áratuga og það sé brýnt hags­ muna mál starfsmanna, skóla­ æsk unnar í Hafnarfirði og bæjar­ yfirvalda að skólinn verði áfram starfræktur með sambærilegu námsframboði og nú er. Skora á bæjaryfirvöld Skora kennarar og annað starfsfólk á bæjaryfirvöld í Hafn­ arfirði að láta málið til sín taka en málið var kynnt á bæjarráðsfundi á mánudag og að sögn Guðlaugar Kristinsdóttur, forseta bæjar­ stjórnar, átti að taka málið fyrir á bæjar stjórnarfundi í gær mið­ vikudag, eftir að blaðið fór í prent­ un. Sagði Guðlaug í samtali við Fjarðarpóstinn að bæjaryfirvöld hafi af þessu nokkrar áhyggjur og vilji skoða málið vel. Í ályktuninni er menntamálayfirvöldum bent á að fýsileikaútreikn ingar og hagkvæmni stærðarinnar sé ekki hinn einhlíti sannleikur. Skorað er á hlutaðeigandi yfirvöld að vanda ákvörðun sína. Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Komdu í bragðgóða skemmtun! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 -0 4 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR TERIYAKI KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.