Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.07.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 02.07.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Þegar bæjarstjóri kynnti, á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir sumarfrí, mat sitt á fjárhagslegri stöðu bæjarins hafði hann í höndum skýrslu um greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og tillögur til úrbóta. Hafði bæjar- stjórn samþykkt í lok október sl. að láta gera slíka greiningu og átti vinnu við hana að vera lokið í febrú- ar sl. Hún var svo birt nokkrum dögum síðar á heima- síðu Hafnarfjarðarbæjar, en þó aðeins hluti hennar því kafla um fjölskylduþjónustu vantaði svo og þær tillögur sem skýrsluhöfundar lögðu til. Það er mjög eðlilegt að láta gera slíka úttekt og taka svo upplýsta ákvörðun um aðgerðir í framhaldinu. Núna er bæjarstjórn búin að taka ákvörðun á skyndifundi sínum á mánudag – án þess að skýrslan hafi verið lögð fram í bæjarstjórn og án þess að tillögur skýrsluhöfunda hafi verið nokkurs staðar birtar né lagðar fram í bæjarstjórn. Geta það talist eðlileg vinnubrögð? Ég hef lengi barist fyrir opnari stjórnsýslu og betri aðgengi að upplýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Því var það mikið fagnaðarefni að við síðustu kosningar kom fram flokkur sem boðaði opnari stjórnsýslu og meira samráð. Þessi flokkur komst í meirihluta og fékk meira að segja æðsta embættið, forseta bæjarstjórnar. Hef ur stjórnsýslan orðið opnari, hefur samráðið auk ist, hefur aðgengi að upplýsingum batnað? NEI! Því miður hafa efndirnar verið engar og eftir að forseti bæj ar stjórnar hafði þurft að spyrja aðra fyrst, neitaði hann ritstjóra Fjarðarpóstsins að sitja og hlýða á kynningar skýrslu- höfunda á fundi sem haldinn var fyrir bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa sl. mánudags morgun fyrir bæjar- stjórnarfundinn. Þegar undirritaður svo mætti á staðinn upplýsti forsetinn að inn hafi komið ungliði frá Sam- fylkingunni og þau bönnuðu engum að sitja fundinn, þá gæti undirritaður hlýtt á. Reyndin var að vísu að ungliðinn hafði neitað að fara út. Eru þetta vinnubrögð sem við bæjarbúar eigum að líða? Það má vel vera að verið sé að gera nauðsynlegar og gagnlegar breytingar en það vitum við ekki enn. Við erum leynd öllum rökstuðningi. Deilur og vantraust innan bæjarstjórnar lýsa sér líka í því að fulltrúar minnihlutans vildu ekki taka við skýrslunni áður en hún yrði kynnt almenningi. Fundur með bæjarstjóra fór í háaloft svo úr varð að ekkert samráð var um tillögugerð. Nú hefur 14 verið tilkynnt um uppsögn og 14 boðin tilfærsla í starfi. Þetta bætist ofan á þá rúmlega 100 Hafnfirðinga sem munu missa vinnu hjá Actavis. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Helgistund kl. 11 á sunnudögum í sumar Orgelleikur, ritningarlestur, íhugun, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. www.hafnarfjardarkirkja.is. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ragnar s: 772-0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Í byrjun vikunnar urðu Hafn firð- ingar vitni að einhverri mestu vald- níðslu síðari ára í hafnfirskum stjórn- málum. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Bjartr ar framtíðar valtaði yfir allt sem kalla má lýðræðisleg og eðlileg vinnubrögð þeg- ar hann boðaði til auka- fund ar í bæjarstjórn og afgreiddi tillögur sem hvorki fulltrúar minni hlut- ans né bæjarbúar höfðu feng ið nægilegt svigrúm til að kynna sér. Öll málin voru keyrð í gegn um bæj arstjórn á rúmlega klukkutíma löngum fundi. Meirihlutinn hafnaði öllum tillögum minnihlutans um að vísa tillögunum til efnislegrar með- ferðar í bæjarráði. Svo fór að bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu málanna og lýstu yfir fordæmingu sinni á vinnubrögðunum. Undirritaður er orðlaus yfir þeirri vanvirðingu sem bæjarstjóri og fulltrúar meiri hlutans í bæjarstjórn sýndu bæjarbúum öllum með þessum einræðislegu vinnubrögðum. Ljóst er að allt tal þeirra fyrir kosningar um aukið gagnsæi, íbúalýðræði og meiri samræðustjórnmál voru orðin tóm. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 lýsti Samfylkingin sig reiðu- búna til að vinna með öllum flokkum. Björt framtíð ákvað hins vegar að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í bænum. Með nýjum meirihluta komu nýjar áherslur og hinar nýju áherslur kristölluðust á bæjar- stjórnarfundinum á mánudaginn. Samráð, gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð eru úr sögunni í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og svo virðist sem núverandi meirihluti taki hin fleygu orð Bjarna Benediktssonar fjár málaráðherra sér til fyrirmyndar: „Meirihlutinn ræður!“ Höfundur er formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Óskar Steinn Ómarsson Á mánudaginn var uppsagnardagur og misstu 14 manns hjá Hafnar fjarð- arbæ vinnuna og ég þar á meðal. Upp- sögnin eða starfslok mín eru þó þegar þetta er skrifað einungis munnleg Það er auðvitað áfall að verða skipu lags- breyt i ngum að bráð en á þessum tíma mót um er mér efst í huga hvað ég á eftir að sakna samstarfs fólks innan og utan bæjar kerf is og þeirra verkefna sem ég hef sinnt og sem hafa verið mér kær. Ég byrjaði rétt nýskriðin úr masters námi með stuttri viðkomu í blaða mannastétt og var þá fyrsti menning arfulltrúi landsins í fullu starfi. Á þessum 18 árum sem eru liðin hefur starfið breyst mikið og við bættist heill mála flokkur, ferða- málin auk erlendra samskipta og á sama tíma var stöðu gildum fækkað. Hafnarfjörður er fallegur bær með mikla sögu og sjarma en bæjarbúar þurfa að vera duglegri við að taka þátt í að byggja upp blóm legt menn- ingarlíf, mannlíf og verslun í mið- bæn um. Þá eru ótal tækifæri í ferða- þjónustu enda hefur ferða- mönnum fjölgað sem hing- að koma og eru nú um 16% af heild. Ég hef talað fyrir daufum eyrum hvað varðar nauð syn lega uppbygginu í Seltúni og á öðrum fjölförn- um stöðum en þar tel ég að bærinn sé að missa af því tæki færi sem felst í því að vera leiðandi í því hvernig við viljum umgangast og gera aðgang sem mestan að okkar náttúruperlum. Við burðir hafa verið stór partur af mínu starfi og eru Bjartir dagar, sumar dagurinn fyrsti, sjómannadagurinn og Jólaþorpið þar stærstir. Ég vona að mönnum beri gæfa til að styrkja þessa viðburði í framtíðinni en afar takmarkað fjár- magn hefur verið til þessara verkefna. Ég hef verið ósátt við að styrkir til húsverndar, bæjar lista manns og hvatningarstyrkir hafa verið aflagðir en þó tel ég mesta hættu stafa af því hve styrkir til menn ingarmála al mennt hafa dregist saman og er mikil eftirsjá af menn ingar samn- ingum fyrri ára. Þá hefur verið þrengt að menningarstofnunum bæjarins, Bókasafni, Byggðasafni og Hafnar- borg. Í framlögum til menn ingarmála erum við einfaldlega eftir bátar ann- arra sveitarfélaga og sést það vel í Capacent skýrslunni miklu. Þetta á einnig við um ferðamálin og vonandi mun ný markaðsstofa ekki hefja sína vegferð í fjársvelti. Kæru Hafnfirðingar, vinir og sam- starfsmenn til margra ára, ég mun finna mér nýtt ævintýri en óska þess innilega að hagræðingartillögur, ráð- gjafar í glænýjum jakkafötum og exelskjöl gangi ekki alltof nærri menn ingarlífi bæjarins. Höfundur er menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bless elsku Hafnarfjörður Marín Guðrún Hrafnsdóttir Meirihlutinn ræður! Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að ráða konu í starf húsvarðar/baðvarðar. Vaktavinna. Viðkomandi þarf að hefja störf eigi síðan 1. september nk. Umsóknir um starfið skal senda á netfangið magnus@haukar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Hvaleyrarvatn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.