Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.07.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 02.07.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Á umdeildum aukafundi sem minnihlutinn telur vera ólöglega boðaðann voru samþykktar stjórn kerfisbreytingar hjá Hafn- ar fjarðar bæ. Grunnsviðin verða áfram fjögur en skipulags- og byggingarsvið verður sameinað umhverfis- og framkvæmdasviði og breyta á rekstrarformi hafn- arinnar svo hún heyri beint undir bæjarstjóra í nýju sviði, hafnar- þjónustu. Til þess þarf þó reglu- gerðarbreytingu. Stoðsvið verða tvö, stjórn- sýslu svið og fjármálasvið. Helstu breytingar Verkefni íþrótta- og æsku- lýðsmála verða flutt frá fjöl- skyldu þjónustu til fræðslu- og frí stundaþjónustu (svið nefnd þjónusta). Höfnin á ekki lengur að vera höfn með sjálfstæða hafnarstjórn heldur heyra beint undir bæjar- stjóra. Skipulags- og byggingarsvið er lagt niður og fært undir um - hverfis- og skipulagsþjónustu. Ráða á bæði byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa skv. heim- ild um Fjarðarpóstsins. Innra skipulag hvers sviðs verður endurskipulagt. Uppsagnir og tilfærslur Skv. heimildum Fjarðarpósts- ins verða fjórtán sagt upp og fjórtán boðin tilfærsla í starfi. Uppsagnir hafa enn sem komið er verið munnlegar og þeir sem boðin hefur verið tilfærsla hafa ekki allir enn fengið skýr skila- boð um það sem í boði er og margir mjög óttaslegnir og reiðir. Framkvæmdasvið Fasteignafélagið er lagt niður og Erlendi Árna Hjálmarssyni verkefnastjóra er sagt upp. Skipulags- og byggingarsvið Staða sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs er lagt niður og dr. Bjarka Jóhannessyni er sagt upp. Tveir hafa fengið aðvörun um breytingar en upplýst hefur verið að annar fær uppsögn og hinn tilfærslu. Báðir vinna við byggingarfulltrúaembættið. Stjórnsýslusvið Verkefni ferðamála verða flutt undir nýja markaðsstofu og em - bætti menningar- og ferða mála- fulltrúa, sem Marín G. Hrafns- dóttir hefur gegnt, er lagt niður. Einni eldri konu í bókhaldi hefur verið sagt upp og Jónu Ósk Guð- jóns dóttur ritara bæjarráðs hefur verið boðin tilfærsla. Fjölskyldusvið Staða íþróttafulltrúa sem Ingvar S. Jónsson gegnir er lögð niður og staða verkefna stjóra íþróttamála. Staða for stöðu- manns íþróttahússins við Strand- götu er lögð niður. Einum er sagt upp á skrifstofu tóm stundamála og þremur hjá félagsþjónustunni. Samtals verður 11 boðin tilfærsla í starfi. Fræðsluskrifstofa Einum er sagt upp á fræðslu- sviði og tveimur er boðin til- færsla. Upplýsingum haldið leyndum Það var bæjarstjórn sem sam- þykkti að láta gera greiningu á rekstri sveitarfélagsins og tillögur til endurbóta. Bæjarstjórn hefur enn ekki verið birtar niður- stöðurnar þó þær liggi fyrir. Hluti greiningarskýrslunnar hefur verið birtur en ekki sá kafli sem snýr að fjölskyldusviðinu. Þá hefur tillöguskýrslan ekki verið birt og í raun hefur ekkert verið lagt fram í bæjarstjórn - sem þó óskaði eftir þessum skýrslum. Fjarðarpóstinum var neitað um að fá tillöguskýrsluna en birta átti einhvern hluta hennar eða allan í gær en var ekki komin út er Fjarðarpósturinn fór í prentun. Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 ATVINNA Matbær óskar eftir að ráða fólk í eftirfarandi störf á Hótel Hafnarfirði og Hótel Völlum: • Ræstingar • Þjónusta - kvöld- og helgarvinna • Aðstoð við morgunverð kl. 06-12 Upplýsingar í síma 699 0434 eða steini@matbaer.is 14 sagt upp og 14 boðin tilfærsla í starfi Bæjarstjórn hefur enn ekki verið birt greining og tillögur sem bæjarstjórn bað sjálf um Hafnarfjarðarbær 195 Úttekt á rekstri og skipulagi - Greining við starfsfólk bæjarins kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að ná fram bættri nýtingu á sérfræðiþekkingu einstakra starfsmanna (sjá bls. 38). 7.1.2. Nýtt stjórnskipulag Hafnarfjarðarbæjar Lagt er til að tekið verði upp nýtt stjórnskipulag fyrir Hafnarfjarðarbæ. Í nýju skipuriti er lögð áhersla á að ná fram betri nýtingu á starfskröftum og á sama tíma staðsetja verkefni betur við hlið annarra þar sem ljóst er að samlegð er fyrir hendi. Í tillögu að nýju skipuriti Hafnarfjarðarbæjar verði fjögur þjónustusvið, það eru fjölskylduþjónusta, fræðslu- og frístundaþjónusta, umhverfis- og skipulagsþjónusta og hafnarþjónusta. Stjórnsýslusvið og fjármálasvið eru stoðsvið sem ganga þvert á þjónustusviðin. Eftirfarandi er tillaga að nýju stjórnskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ: Mynd 65 Tillaga að nýju stjórnskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ Í ofangreindri mynd má sjá tillögu um tvö ný svið, það eru fjármálasvið og hafnarþjónusta. Gert er ráð fyrir því að reikningshald, fjárreiðudeild og ný hagdeild sameinist í stoðsviði sem nefnist fjármálasvið. Innan hagdeildar verði komið fyrir verkefnum sem snúa að þróun og umbótum á sviði rekstrareftirlits sem skal stuðla að hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins. Breytt Pukur og leynd hvílir yfir breytingum hjá Hafnarfjarðabæ Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.