Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 6
Tímarit Mdls og menningar eru mun minni hér en í nágrannalöndunum. Margir fara að brjótast í hús- byggingum eða íbúðarkaupum á unga aldri um svipað leyti og börn þeirra eru að hefja skólagöngu. Þetta hefur djúptæk áhrif á skólahald, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ahrifin vil ég greina í tvennt. I fyrsta lagi hrúgast barnafjölskyldur í nýbyggð hverfi, þar sem þörf verður fyrir stóra skóla í nokkur ár. Þegar börnin eru komin af skólaaldri og flytjast að heiman í önnur hverfi, sitja foreldrarnir einir eftir í húseign- um sínum í stað þess að flytja í minni íbúðir. Afleiðingin er sú, að mjög dregur úr skólaþörf þessara hverfa. Er augljóst, að slík stefna í húsnæðis- málum torveldar mjög skynsamlegt skipulag á skólabyggingum. I öðru lagi gangast foreldrarnir undir vinnuþrælkun myrkanna á milli, á meðan þeir eru að eignast sína íbúð eða hús. Afleiðingin verður oft sú, að börnin eru vanrækt og umhirðulaus á daginn utan skólatíma, en það ýtir undir, að þau verði eirðarlaus og vansæl í skólanum, ekki sízt á gelgju- skeiðinu. Þetta hygg ég, að sé önnur meginástæðan fyrir því vandræða- ástandi, sem er víða í efsm bekkjum grunnskóla. Hin meginástæðan snýr að kennurum og viðhorfi samfélagsins til kennarastarfsins, en að því verður vikið hér á eftir. Eg vil leggja áherzlu á, að þetta vandamál er miklu stærra hér á Islandi en í öðrum löndum, og orsakir þess hljóta því að liggja að miklu leyti í séríslenzkum aðstæðum. Margir virðast líta á skólana, a. m. k. í þéttbýlinu, fyrst og fremst sem geymslustaði fyrir börn og unglinga á meðan foreldrar þeirra eru í vinnu. Því þykir það litlu skipta, hverja menntun kennararnir hafa eða hvernig þeir eru að öðru leyti undir það búnir að veita nemendunum mennmn og þroska. I flestum tilvikum mun þetta viðhorf stafa meir af athugunarleysi en sannfæringu. Mönnum hættir til að sjást yfir, hve mikinn hluta ævi sinnar nemendur dvelja í skólum og að það er einmitt á helztu mómnarár- um ævinnar. Eg veit ekki um aðrar fjölmennar starfsgreinar en kennara- starfið, þar sem starfsréttindi eru ekki bundin við ákveðið mennmnarstig, nema ef vera skyldi almenn verkamannavinna. Að vísu eru í lögum og reglugerðum óljós ákvæði um tilskilda menntun kennara, en þau eru hunz- uð að geðþótta. Þessi afstaða til kennarastarfsins er án efa nátengd þeirri lítilsvirðingu, sem stjórnkerfið og aðrir aðilar sýna börnum, þörfum þeirra og hagsmunum. Það viðhorf, að þarfir og hagsmunir barna séu annars fiokks, birtist í ýmsum myndum og ekki aðeins í stjórnkerfinu, heldur hjá öllum þorra fólks. Barnabækur eru yfirleitt ekki eins vandaðar að gerð og málfari og bækur fullorðinna og þær kosta minna, barnaherbergi í nýjum 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.