Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 8
Tímarit Máls og menningar skóla sem dæmi um endurbætur á námsefni og kennslutilhögun, sem ekki hafa enn sem komið er almennt leitt til betri námsárangurs nema síður sé, að mínu áliti. Þessar greinar eru danska og eðlis- og efnafræði. Dönskukennsla hefur verið færð niður í aldursflokkun nemenda, niður í 4. bekk, og þar með aukin, ef hún er mæld í heildarfjölda kennslustunda. Jafnframt hefur áherzla í kennslunni verið færð af rituðu máli yfir á talað mál. Til þess að kennarar séu færir um að kenna nýja námsefnið á réttan hátt er mikilvægt og raunar nauðsynlegt, að þeir fái þjálfun á námskeið- um. Slík námskeið hafa að sjálfsögðu verið haldin, en gagnsemi þeirra er takmörkuð, bæði af því að námskeiðin standa smtt og af því að þátttaka í þeim er frjáls. Aðeins u. þ. b. helmingur þeirra kennara, sem kenna nýja námsefnið, mun hafa verið á slíkum námskeiðum. Og hætt er við, að heima hafi setið sá helmingurinn, sem mesta þörf hafði fyrir að sækja námskeið. Flestir dönskukennaranna eru miður færir í dönsku talmáli en ritmáli, og hlýtur það að vera mjög bagalegt, þegar áherzlan í kennslunni er færð yfir á talað mál. Samfara aukinni dönskukennslu fjölgar kennurum, sem kenna dönsku, án þess að séð hafi verið um að mennta þá sérstaklega til þess starfs. Hér er við mikinn vanda að eiga, því að fyrir margra áratuga vanrækslu í menntun kennara verður ekki bætt á stuttum tíma. Þá kem ég að hinu dæminu, eðlis- og efnafræði í grunnskóla. Nýja námsefnið er byggt upp á að gerðar séu tilraunir og unnið úr þeim. Hér gildir sama og í dönskunni, að þörf er á þjálfun fyrir kennara, en aðeins hluti þeirra hefur sótt námskeið. Annað atriði varðandi eðlis- og efnafræði er, að margir skólar eru vanbúnir tækjum og hafa lélega aðstöðu, m. a. vegna húsnæðisþrengsla og tvísetningar, til að framkvæma þær tilraunir, sem eru grundvöllur námsins. Ef tilraunagerðin er vanrækt, missir kennslan marks. I þessum skólum er hætt við, að niðurstaðan verði sú, að námsárang- ur verði lakari en með gamla námsefninu, þótt menn séu almennt sam- mála um, að nýja námsefnið sé mun betra. Það er alkunna, að mennmn kennara á Islandi er mjög áfátt á öllum skólastigum. Þegar teknar eru upp nýjungar í starfsemi fyrirtækja, eru starfsmenn þeirra sendir á námskeið eða þjálfaðir á annan hátt, áður en þeir eru settir í ný störf. Fyrirtækin kosta þá á námskeiðin og greiða þeim full laun á meðan. Kennarar eru hins vegar oft látnir kenna námsgreinar og námsefni, sem þeir hafa haft lítil kynni af, og er þá alveg undir hælinn lagt og undir þeim sjálfum komið, hver undirbúningur þeirra verður. Þá er og algengt, að fengið sé til kennslu fólk, sem ekki er búið undir kennslu- 214
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.