Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 9
Starfsskilyrði skólanna störf, þótt það sé kannske allvel að sér í þeim greinum, sem það á að kenna. Augunum er þá lokað fyrir uppeldishlutverki kennarastarfsins, sem er því mikilvægara sem nemendurnir eru yngri. Hér er ekki við kennarana sjálfa að sakast, heldur samfélagsgerðina, sem rúmar ekki það sjónarmið, að miklu skuli kosta til að mennta nýja kennara og veita starfandi kennurum aðstöðu og hvatningu til endurmenntunar. I þessu erindi hefur verið reynt að varpa ljósi á starfsskilyrði skólanna og að grafast fyrir um frumorsakir þess, sem miður fer í skólamálum, en það liggur alls ekki alltaf Ijóst fyrir, hverjar þessar frumorsakir eru. Um nokk- ur mikilsverð atriði hefur ekki verið fjallað, svo sem sérmál strjálbýlisskóla, skort á námsbókum á íslenzku og lýðræði í skólunum. Til þess að koma starfsemi skólanna í eðlilegt horf dugir ekki að hræra í yfirborðinu, heldur er nauðsynlegt, að ráðizt sé að rótum meinsins. Og þá þarf að koma til gagn- ger hugarfarsbreyting. Fyrst og fremst verður að viðurkenna, að skólamál séu í megnum ólestri. Annars er vonlaust, að gert verði það mikla átak, sem þörf er á. Samfélagið verður að líta á það sem skyldu sína að sinna þörfum barna og unglinga ekki síður en fullorðinna. Það húsnæði, sem þeim er ætlað að starfa í, verður að vera rúmgott og hentugt. Hönnun skólahúsnæðis hefur lengi verið einskorðuð við hefðbundna bekkjakennslu, en það hlýtur að hamla gegn allri viðleitni við að taka upp aðra og betri kennsluhætti. Lág- markskrafa um húsrými skólanna er, að tvísetning hverfi. Stjórnkerfið verður að láta af handahófskenndum skyndiákvörðunum, en móta í staðinn langtímastefnu í skólamálum, sem fylgt verði undan- bragðalaust. Nýjar lagasetningar eru einskis virði, ef lögunum er ekki fram- fylgt. Taka verður upp nýja stefnu varðandi íbúðarhúsnæði landsmanna, m. a. til að létta vinnuþrælkun af almenningi og til að jafna skólaþörf íbúðar- hverfa. Virðist ákjósanlegast, að opinberir aðilar sjái um að byggja leiguhús- næði, þar sem húsaleigu verði stillt í hóf. Jafnframt þarf að setja lög til verndar hagsmunum leigjenda. Með þessu móti ættu menn að geta orðið frjálsir að því, hvort þeir vilja vera leigjendur eða húseigendur. Einkum er þó þörf á stórátaki í því að bæta menntun kennara. I því efni nægir ekki að mennta nýja kennara, heldur verður að skipuleggja almenna endurmenntun þeirra kennara, sem fyrir eru. Tilraunir til að endurnýja námsefni og kennsluhætti eru dæmdar til að mistakast, ef menntun kenn- aranna er vanrækt áfram. (IJtvarpserindi flntt 30. marz 1976.) 215
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.