Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 12
Tímarit Máls og menningar aldrei að ná landi. Á endanum tekst það þó. — Og þá skrifa ég ekki framar. Eg veit ekkert hvað tekur við. — Veizt þú það? — Það er að segja mér fólkið, að til sé líf eftir þetta líf. En fólkið hefur alltaf vitgrannt verið þótt það vitni í spámenn og spekinga. Eg læt tal þess lönd og leið, en bíð þess rólegur sem koma skal. — Það segir mér að draugarnir sanni sitt mál. Eg veit ekkert um drauga. Eg hef aldrei séð draug annan en hann Pésa gamla heima. Manstu eftir honum? Hann komst aldrei neitt úr sporunum og við hermdum eftir honum með hlátri. Það var heimska æskunnar sem þá sveif yfir vötnunum. — Krakkar og gamalmenni eru heimskingjar. — Ekki skaltu samt ætla, að ég telji sjálfan mig heimsk- an, þó ég eflaust sé það. — Jæja, nema hvernig sem það er, þá held ég áfram með þetta bréf, því það er heilsa mín og líf mitt. Það er eins- konar Hljóðaklettar, þar sem vinur minn einn segir mér að sé heilsu- samlegastur staður jarðarinnar. — Hann hefur kannski aldrei komið útí eyjarnar okkar til að anda að sér sjávarloftinu blönduðu angan af fífli og sóley. Sá sem aldrei hefur gert það, hann veit ekki hvað hollt loftslag er. — Nú er þessi aldingarður drottins að fara í eyði. Eg bið fyrir eyjafólkinu okkar með syndina á herðum sér. — Ætli guð verði því góður hinumegin, ef sá staður er til? En fyrirgefðu að ég skuli nálgast trúna, heiðinginn þinn. Hér er allt fullt af trú, þótt húslestrar séu ekki framdir eins og heima hjá okkur í æskunni. Þú varst ekki trúlaus þá. Mikið dáðist ég oft að þér, hversu stilltur þú gazt setið undir þessu skelfilega bulli sem rann uppúr honum pabba þínum. — Eg fékk að vera viðstaddur, af því við vorum samasem uppeldisbræður. — Nú ert þú heiðinn. Eg sá sem trúi en það er líka satt: þakka þér fyrir vísuna sem þú sendir mér í afmælisgjöf á jólun- um í vetur, og er svona: Lýginn, argur, lúsugur, Iatur, þvarglundaður, falskur, kargur, kjöftugur, komdu margblessaður. Trúleysingjar eru skítugustu kjaftar veraldarinnar. Yrkirðu mikið ennþá? — Það er gott að þú skulir aldrei hafa gefið út, því þú ættir að ánafna mér handritin þín ef svo færi þú dæir fyrr en ég. Eg mundi koma þeim í prentið og segjast sjálfur vera höfundurinn. Þá vaknaði ég landsfrægur einhvern morguninn og fólkið liti upp til mín. Og það hvíslaðist á og segði: hér fer skáldið. — Og gömlu konurnar færu að 218
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.