Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 15
Sendibréf í sama herbergi. — Nei annars, svo náið mættum við ekki búa, því þá færum við að rífast. Þú vildir sofa við opinn glugga, ég vildi hafa hann lokaðan. Þú værir sílesandi heiðindóm. Ég Biblíuna. En í bað yrðir þú að fara þegar stúlkan kallaði. Það er heldur engin neyð. Aldrei hefur mér liðið betur en í höndunum á þessum engli sem baðar mann. — Þú mættir ekki skíta of mikið út í kringum þig með neftóbaki. Og þú yrðir að um- líða mig þótt ég læsi Faðirvorið í hálfum hljóðum. En þetta kæmi aldrei til mála. Við byggjum sinn í hvoru herbergi og þú gætir ort af hjartans lyst um guð og fjandann. Það væri bara stöku sinnum að við heimsæktum hvor annan til að minnast liðinna daga þegar heimurinn var ungur. Stundum dreymir mig að við séum á siglingu á firðinum okkar. Það eru glaðir draumar. Ég sit við stjórn og þú við fokkuskautið. Og bárurnar koma æðandi og langar til að kaffæra okkur. Og við brosum að þeim og segjum: Sælar frú alda. Hvað er að frétta af sjókindinni? Og þær brotna við skutinn í bláu brimi og svara okkur útaf. Stundum koma þær skvetm inn í bátinn, en við ausum henni út til þess hún geti fengið sér nýjan sprett með annari báru. Og við raulum lagið okkar og emm glaðir. Ég kom aldrei hræddur á sjó heima á firðinum okkar, þótt hann hafi kollvætt ýmsa heiðursmenn, eins og til dæmis hann afa þinn og fjósa- manninn hans pabba. — Amma þín hafði borið sig vel eftir slysið. Hún var hetja. Þær eru það flestar heiðurskonurnar þótt særinn sé með sín strandhögg svona við og við, einsog til að minna okkur á hversu litlir kallar við séum þrátt fyrir allt gortið. — Manstu þegar við hleyptum? Við ætluðum ekki að hleypa. Við ætluðum ekki að láta undan. Nei, það ætluð- um við ekki að gera. En svo kom bresturinn og skektan þín fór að leka og leka. Þú varst við stýrið. Þú varst alltaf dálítill klaufi á sjó. En kjarkinn skorti þig ekki. Nei, en þér var illa við að láta undan. Já, anzi hreint var þér illa við það. En varkárnin drepur engan, sagði ég. Haltu kjafti, anzaðir þú og lézt undan. — Það var notalegt að sigla ljúft rokið heim í vör. •— Næsta dag lögðum við aftur á stað og komumst þá til lands. — Þú bættir skektuna þína sjálfur. Þú varst forláta smiður. Ég forláta klaufi. — Æ, það er of sjaldan sem mann dreymir heim. I seinasta bréfinu þínu kvartar þú yfir því að ein kýrin þín sé kálflaus. Aumingja kallinn. Þú kannt ekki að halda kú undir naut. Þú átt að bíta í herðakampinn á henni þegar nautið hefur lokið sér af. Það sá ég hann afa þinn gera, og sá kall var nú ekki aldeilis blankur á sálinni, þar sem skepnurnar voru annars vegar. Hann var einstakt sómamenni allt fram 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.