Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 20
Tímarit Máls og menningar því að læðupokast burtu og fela sig í skógarásunum. Og örvæntingu nær af skyldurækni, varð honum oft og tíðum löng leit að þessum pukrunar- sömu píslarvættum sálarinnar. En hann örvænti aldrei og slapp þannig við brjálsemina, guði sé lof, því væri hann ekki hér og nú mitt á meðal okk- ar, þá væri meiri hluti safnaðarins í okkar góða húsi niðurbrotnir sál- sjúklingar. — Þú, sem við erfiðleika átt að stríða, ó hvað það væri þér mikil fró að kynnast þessum manni, sem nýtur svo undursamlegrar náðar hins himneska friðar. Þú ert minn Davíð og Golíat, samvaxnir tvíburar í árroða allrar speki. Hundur drottins sem hleypur til Rómar til að fá aflausn þeirra synda sem aldrei voru drýgðar, en var draumur úr plasti menningarinnar, bendandi horuðum fingrum til himins. Hrópandi á blóð frelsarans til að skola þig hreinan af skít allra hvirfilvinda mannlegrar smæðar. Þú átt að koma suður. Hér, og aðeins hér, er blómalundur kærleikans brosandi í höfugri dögg hvítra nátta, þar sem lömbin leika sér við ljónið meðan eitursnákurinn hringar sig um háls og lendar heilagra kvenna í Jesú nafni. Hvað er varið í kind og kú hjá öllu þessu nýskapaða lífi á jörðu sem sté úr ægi þess morguns sem signaður er tröllahöndum guðs og djöfuls og býður þig velkominn í sinn blessaða faðm? Nei, vinur minn, kastaðu frá þér hakanum og skóflunni og komu til mín. 5 En þú kemur ekki. Þú svarar bæn minni með annari bæn: — Komdu heim. Komdu heim, þar sem grösin anga og sjóseltan rennur þér um varir eins og sætt vín. Þangað sem algleymið hvíslar í blænum yfir torfkofum iðrandi syndara á fjórum fótum í heilögu snarrótarholti á sólkembdri eyju. Þar sem dagurinn er ekki lengur dagur, heldur bros píslarvættis, sem ekki veit nema himininn einan með brosi yfir steinum og kletti og biður þig drekka hið svalandi vatn hans. Þar sem sálmur tilverunnar er músik fugls- ins, hins fijúgandi blóms, eins og sálmaskáldið segir í ljóði sem sungið er yfir vöggum náttúrulausra hvítvoðunga í töðumeis handa kúm. Komdu heim, segir þú, þangað sem barizt er við tröll veðra og fjúk- andi snæ sem gerir hörund þitt ósæranlegt í heimsstyrjöld eilífra storma sem syngja guði lof og dýrð hæst og heitast, meðan þú, flakandi af sárum 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.