Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 24
Málfríður Einarsdóttir Ferðadagbók (1975) / Róm Þegar ég loks eftir 50 ára tafir, hik og tálmanir var komin að dyrum Pét- urskirkjunnar í Rómaborg, þeirrar sælu kirkju, þá varð mér fyrst fyrir augum í anddyrinu upphleypt steinmynd af þeirri fornu gullsmíð, sem gyðingar trega sárustum trega, en það er kertastjakinn frægi með sjö örm- um. Sá kertastjaki er nú týndur og glataður og hefur verið grátinn í 19 aldir, og sex árum betur, allt síðan rómverjar stálu honum af tómri bölv- aðri ágirnd. Mundi táraflóð þetta, ef komið væri saman í eitt ílát, nægja til að drekkja öllu því illþýði sem að stuldinum stóð. Ekki staðnæmdust augun lengi við þessa sjón, og ekki kom upp í mér nein eftirsjá, því ég átti aldrei neitt í stjakanum, heldur leit ég þá til hægri, þar sem blasti við slík undursjón, að þó ég sé nú gersamlega sálarlaus orð- in og fagnaðarefni mín öll á bak og burt (hafi þau nokkur verið), þá var eins og eitthvað hnikaðist til, og fólkið sem var að rápa þarna og góna, merkilegasta fólk, það varð undir eins að ónýtu rusli. Því þarna sat í tign sinni sú drottning sem ríkir um heim og í himnanna vistum, fórnandi hendi, styðjandi hinni við hnakka sonar síns andaðs, sem hún hefur á hnján- um. (Samt hefur þetta líklega verið stúlka, sem M.-A. hefur fundið ein- hversstaðar til að gera sér að fyrirmynd, hefja upp í slíkt veldi.) Drottning þessi gerði mig að engu, og síðan hef ég verið engin. Vondur maður kom að henni í hitteðfyrra, eða svo, og ætlaði að myrða hana, hefur líklega fundist hún gera sig að engu, og hann mölvaði á henni allt andlitið, svo sem kunnugt er, en ítalir tíndu saman brotin af mikilli natni og furðulegri nákvæmni, og gerðu þessa hvítu marmaramynd af Guðsmóður mjög líka því sem hún áður var — og samt fannst mér eitthvað vanta á. M.-A. kynni að hafa getað séð hvað það er, en nú eru augu hans lukt og það fyrir löngu. Skothelt gler var milli myndarinnar og mín, milli hennar og minnar enn ókanóníseruðu dýrðarmeyjar. Hvorug okkar átti byssu né vildi brjóta mynd. 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.