Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 26
Tímarit Máls og menningar að tauta þegjandi: hjartað í mér brennur og aldrei framar, þá heyrðist mér vera hlegið fyrir aftan mig, og sá hlátur, hann var ekki slakur. Eg Ieit óðara við, en þar var þá enginn. Skolli má SkoIIinn vera fljótur að skjótast burt. En Hún, hún leið þarna hjá í sínu granna holdi þvínær í sérflokki að holdafari til, fín í artinni sinni, ómeðvitandi sér um sálarkvalir mínar. Það var einu sinni hjá okkur kaupamaður, sem vildi fá sérstaka borgun fyrir sálarkvalir í Þingnesi, þegar búið var að borga honum upp í topp fyrir þau heystrá sem hann amlaði saman og ekki mörg voru, líklega tekin saman með fingrum áhaldalaust, og fyrir sálarkvalirnar fékk hann ekki baun, hvernig sem hann urgaði og sargaði. En hver á að borga mér? Ekki páfinn, því hann hafði engan frið; ekki hún, því hún bað ekki um þetta. Það dæmist líklega á Fjandann. í Róm sást hvergi bók né blað þar sem ég sá til, en vera má að með eftirgrennslan hefði mátt finna bæði blað og bók og jafnvel bókabúðir og bókasöfn, en á skoðunarplássi páfans gat ekki að líta svo mikið sem eina bænabók. En þar mátti fá sér í flösku eitthvað að drekka, og fleira enn milli súlna þeirra sem kenndar eru Bernini. Það er dálítið gaman að hafa gengið þarna um, þótt fætur manns og höfuðið líka ætti nú dautt að vera sakir ekka þess sem í sálinni býr og elli veldur. Samt sá ég letur á vegg, ef vegg skyldi kalla, því þetta var á upphleyptri brún, sem afmarkaði bilið milli kjallara og fyrstu hæðar hússins, en hús það er í götunni Piazza Andriana, þaðan er örskammt út að Piazza san Pietro, eða hvað það nú heitir, og þarna var þá nokkuð að stauta sig fram úr. Á endanum tókst mér það: „Gli fascisti terrorisei la patria.“ Það mundi þýða svo mikið sem: Ef (andskotans) fasistarnir kæmust að, mundu þeir fara illa með föðurlandið okkar. — En svo kemur nú kannski einhver og rekur mig á stampinn með þetta. Mér er sagt að páfinn eigi samt bækur og af þeim ólítið, en mest sé það í einu hrúgaldi og sumt afgamalt, má vera að mölur hafi eittsinn í þetta komist. Sumt sé í hillum, einkum þær guðsorðabækur sem páfinn hefur sérstakar mætur á, gylltar á kjöl og nokkuð hreinar, þótt gamlar séu, því þó einni og einni heilagri mey frá miðöldum sé það til dyggðar talið á leg- steini, að hafa aldrei þvegið sér um hendur, er mér sagt að páfarnir hafi rækt þessa dygð misvel. Hvað í hrúgöldunum kann að leynast, það veit enginn. Ef ég væri sex- tíu árum yngri en ég er, skyldi ég bjóða páfanum aðstoð mína við að koma 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.