Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 28
Tímarit Máls og menningar sér einna skást (enda er mér sagt að máttur þeirrar gyðju sé enn ófölskvað- ur), og það má lesa gegnum það og gegnum það skín sól og stjörnur. Ekki sá ég nokkurn svip né heyrði æmta eða skræmta í þeim heldri mönn- um sem forðum stýrðu Rómaveldi og liðu þarna út og inn um gættir (sem engar voru) sveipaðir toga og skrýfðir af kunnáttumönnum heima hjá sér, og komu saman þarna á þessum litla stað, þar sem hver heyrði mál annars, að ráða ráðum sínurn, sem öll voru af stórhöfðinglegasta tagi, runnin undan rifjum Viðhaldsdygða þjóðanna, en af þessu sagði Bjarni frá Vogi Þjóðverja og Rómverja hafa þegið rífastan skammt. Nú er sú dýrð fyrir bí, eftir standa grátlega skemmdar marmaramyndir, svo sem ég gat um, svo hvers manns hjarta mætti múverast sem það liti, brotagrjótinu dengt í hauga, og stal ég mér steini. Það hefur líklega verið Ijótt verk, en Ijótur er sá steinn, enga fegurð á honum að sjá, og úr marmara er hann ekki, heldur einhverju alvanalegu grjóti. Vera má að Agústus keisari (öðru nafni Oskustó, sá sem lét það boð út ganga að allur heimur- inn skyldi gatrífast) hafi gengið á þessum steini, eða Lívía sú sem lét Claudíus sonarson sinn heita sér því þegar hún lá fyrir dauðanum, að hann tæki sig í guðatölu. Og það gerði hann með Ijúfu geði, enda hafði hún gert honum margan gráan hrekk, drepið fyrir honum stúlkuna hans fallegu og það á brúðkaupsdaginn, látið hann giftast ófreskju, hætt hann og pínt. Torg þetta, það má kallast eilíft, kring um það vaxa fegurri tré en á öðrum stöðum. Catacombe Einn daginn var farið með okkur niður í moldir neðanjarðar, moldar- göng óþarflega löng, koldimm og hræðileg og svo heilög að þar má enginn segja orð. Við innganginn er málmplata fest og glóir, og stendur á henni að þar fyrir neðan megi ekkert heyrast sem kalla mætti manna- mál, heilagleiks vegna, og helst ekki hósta. Þetta las ég, því ég er svo- lítið læs á ýmsar tungur, en því miður ekki fyrr en upp var komið, og því lyfti ég upp úr talfærunum örlitlum hljómi við konuna sem átti að passa mig, svo sem eins og þá er fugl tístir, lítill fugl, hræddur um að óvinir heyri til sín og muni þá ná að éta sig, en hún svaraði um hæl: „Vi maa ikke tale.“ Tók ég þá eftir því að allir þögðu, líka munkurinn í gráa kuflinum sem gekk á undan með kerti. 234
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.